to be or not to be!!!

Þegar öllu er á botninn hvolft er einungis ein persóna sem hver og einn verður að vera sáttur við, það er sú sem starir á þig í speglinum á morgnana, sú sem að læðist um í huga þér og sálu, lifir og hrærist í musteri þínu.  

Ert þú sáttur við þá manneskju??? ef ekki hvað er það sem þú ert ekki sáttur við, algengustu svörin eru ég er of feit/ur, of lítil/l, með asnaleg eyru og svo framvegis!!! Merkilegt að það fyrsta sem við horfum á er skelin sem hýsir það sem mestu máli skiptir. Ekki skal ég verða svo heilög að halda því fram að skelin sér einkisverð og við séum grunnhyggin og lítilsverð að horfa fyrst þangað.... er það jú ekki það fyrsta sem fólk tekur eftir??

En hvernig væri að horfa innar, erum við sátt við það sem við sjáum í hjarta okkar og huga (ef svo má að orði komast)? erum við sú útgáfa af okkur sem við erum fullkomlega sátt við, er eitthvað sem við getum gert til þess að bæta okkur? erum við ef til vill handónýt eða kannski á jaðri fullkomnunar? þessu verður hver og einn að svara fyrir sig og muna að einungis þú þarft að finna frið, sátt og gleði með það sem þú horfir á..... á meðan svo er hefur þú styrk,ánægju og gleði fram yfir all flesta sem eyða of miklum tíma ævi sinnar að horfa á sig og aðra með augum annara en ekki þeirra eigin og meta sig eftir því.

 Þetta er eitt sem mér þykir mikilvægt fyrir hvern og einn að öðlast, ást á sjálfum sér, leiðir til þess að vera glaður og sáttur í eigin skinni. Ennþá betra ef við eigum möguleika með jákvæðni, hrósi, umhyggju og náungakærleik að fá einhvern annan til að gera slíkt hið sama og sjá það góða í fari sínu....... en við sjálf erum okkar besti vinur eða okkar vesti óvinur, það er okkar að ákveða hvort hvort hlutverkið á við.

ég hvet börnin mín til að vera í einu og öllu viss um eigið ágæti, það að vera sjálfsöruggur er ekki það sama og vera hrokafullur, það að vera sjálfsglaður er ekki það sama og vera sjálfsumglaður, að elska sjálfan sig er ekki það sama og vera sjálfselskur og vera nægur sjálfum sér er ekki það sama og vera sjálfhverfur. Himin og haf liggja á milli þessara skilgreininga og vil ég reyna að stuðla að því að börnin mín læri og virði þann mun...... og kunni að staðsetja sig þar á milli á þeirra forsendum ekki mínum, samfélagsins eða annara einstaklinga eða hópa.

 

Vertu bara þú, ekkert meira og ekkert minna!!!

 

kveðja I 

 

 


Epli og appelsínur!!!

Skrifuð orð, sögðu orð, ósögð orð og líkamstjáning er eitthvað sem ævinlega getur verið tilefni túlkunar og mistúlkunar. Hver og einn les/heyrir orð og skilningur og túlkun hvers og eins getur verið mismunandi. Hver getur sagt hvaða túlkun er rétt og hver sé röng annar en sá sem orðin sagði, látbragðið lék eða textann skrifaði.

Komst ég réttmætilega að þessu fyrirbæri í nýlegum skrifum mínum, þar fór af stað fótur og fit, fólk tók túlkun á texta langt út fyrir samhengi og þrátt fyrir að málefnið sé erfitt og oftar en ekki falið finnst mér þörf á því að horfa á það og ræða á opinskáan hátt og geri það út frá minni upplifun, minni reynslu og minni þáttöku. Ég ræði það hvernig ÉG hafi verið þáttakandi í ferli sem var öllum neikvætt, hvernig ég voni að mín vinna skili mér og mínum tækjum og tólum til betri framtíðar án biturleika, reiði, eða annara neikvæðna afla og þeir sem mig raunverulega þekkja vita að mér gengur ALDREI annað til en að segja NÁKVÆMLEGA mína skoðun hverju sinni, ég tala ekki undir rós, ég ýja ekki að neinu, ég kem hreint fram og segi nákvæmlega það sem ég vil segja og ekkert annað. Bið ég því flesta að lesa ekki meira í mín skrif, mín orð heldur en nákvæmlega það sem ég skrifa hverju sinni.

mér var góðfúslega bent á að skoða SIÐFERÐI í þessu samhengi og þar legg ég túlkun í svo að mín skrif hafi verið siðferðislega röng í skilningi þess sem orðin sögðu og vil ég því skoða það fyrirbæri aðeins dýpra... ef þú skoðar wikipedia á orðinu siðferði færðu þetta upp

 Siðferði er grundvallarreglur og -gildi sem varða þær athafnir og þá breytni sem hefur áhrif á aðra.

Siðferði getur verið lýst með öðrum orðum: „Siðferði felur í sér þá lágmarkskröfu að menn leitist við að haga breytni sinni í samræmi við skynsemi — það er að segja að gera það sem hin bestu rök styðja að gert sé — um leið og jafnt tillit er tekið til hagsmuna sérhvers einstaklings sem athafnir manns snerta.

ekki brýt ég lög eða skrifa texta sem telst ærumeiðandi, brýt hvorki reglur persónuverndar að tala um eigin upplifun að ákveðnum atburðum eða tímabili og tel mig vera að beita almennri skynsemi að opna umræðu um málefni eins og t.d  MEÐVIRKNI. Kasta ekki steinum eða sök að neinum, geri stóran greinamun á sjúkdómi og einstaklingum, geri hvorki lítið úr né stórjók upplifun mína af þessu fyrirbæri sem meðvirkni er, skammast mín ekkert fyrir það að hafa búið, verið gift og eignast börn með manni sem glímir við sjúkdóm sem kallast áfengissýki og mun aldrei gera það, þessi sjúkdómur er böl alveg sama í hvaða mæli hann er en skal aldrei gleymast að áhrif hans eru mun víðtækari en margir gera sér grein fyrir og hver og einn upplifir hann á ólíkan máta og nokkuð viss um að það finnst ekki nokkur mannvera sem er þakklát þeim sjúkdómi en hins vegar er alltaf tækifæri að breita neikvæðum hlut/atburði í jákæðan.  Ég kýs t.d að í staðinn fyrir að vera reið og bitur yfir einhverju sem enginn hafði stjórn á, að nýta mér það til þess að læra,vaxa, og þroskast sem manneskja, þakklát fyrir reynslu sem var ekkert alltaf auðveld en reynsla samt og það er mitt að vinna með þá reynslu og kýs ég að snúa því til jákvæðni alveg áhyggjulaus um að ég sé sterkt dæmi um lélegt siðferði og hnignun á skynsemi og beitingu þar á.

Ég legg gríðarlega mikið upp úr því við börnin mín að vera við sjálf, finna leiðir til þess að vera ánægð í eigin líkama og sál, aldrei skammast okkar fyrir að vera við , mannleg með kostum og göllum. Ég legg ríka áherslu á samskipti, því meiri því betri og í mínum huga er fátt verra en að birgja tilfinningar sínar inni og finnst alltaf vera það eina rétta í stöðunni er að vera þú eða sú allra besta útgáfa af þér sem þú getur verið hverju sinni. Meðan ég hef eitthvað til að leggja á vogaskálar barna minna þá mun ég gera það.....því lengi býr að fyrstu gerð og mín leið til betra lífs fyrir mig og mína verður hvorki fetuð né valin af neinum öðrum en mér sjálfri, frekar en sú vegferð sem að baki er.

kýs að muna hin fleygu orð "ekki skaltu dæma mann fyrr en þú hefur gengið mílu í hans skóm" 

 

að því sögðu,skrifuðu og mögulega lesnu bíð ég alla góða nótt!!! 

 

 


Koma dagar koma ráð!!!

Jæja þá er minns byrjaður að blogga aftur!! hef eins og venjulega mikið að segja en álitamál hvort það sé að merkilega berginu brotið. Í dag liggur hugur minn í hugtakinu Meðvirkni..... flestir þekkja orðið og meira segja þekkja flestir gjörningin líka. Meðvirkni er missterk hjá fólki og þrátt fyrir að vera sjálf sálarlaus djöfull með hjarta úr steini þá hefur 15 ára samband mitt við alkóholista sýnt mér að ég, þessi sterka og sjálfstæða kona hef verið í gegnum tíðina afskaplega meðvirk í nálgun minni á þessari plágu sem lá á okkar fjölskyldu. Sorglegt er að ég þurfti að stíga frá hjónabandi mínu til þess að sjá hversu slæmt ástandið var en núna er ég gríðalega þakklát fyrir að hafa amk fengið tækifæri til þess að bæta mig og vinna í þessu máli og ennþá mikilvægara að kannski hafa tækin og tólin til þess að tryggja börnum mínum þá hjálp sem þau þurfa, því hvort sem alkahólistinn/fíkilinn er í neyslu eða ekki þá hefur þessi böl áhrif umfram nokkuð af því sem sá aðili getur nokkurn tíman ímyndað sér enda svo heltekinn af eigin bardaga að aðstandendur verða oftar en ekki undir. Það getur enginn búið í samvist með fíkli án þess að upplifa meðvirkni á einhvern hátt, í besta falli þá verið meðvitaður um hugtakið og tekið á því máli strax með viðeigandi aðgerðum... í versta falli, lifað og hrærst í neikvæðu sambandi milli aðstandanda og fíkils sem þrífst einungis á neikvæðum faktorum..... 

Þetta ferli mitt er rétt að byrja og sambandi mínu lauk fyrir nákvæmlega ári síðan, áralangt niðurbrot sem ég var fullu þáttakandi í byggist ekki upp á einum degi, það tekur væntanlega jafn langan tíma að reisa það að fullu og það tók að brjóta það niður. En á hverju degi reyni ég að horfa inná við og bregðast við hlutum, atburðum og áreiti á hátt sem er mér oftar en ekki erfiður, kannski bara sökum þess að mér er svo tamt að bregðast öðru vísi við.... búin að gera það í mörg ár, basicly búin að mastera það, af hverju á ég þá að breyta því!!!! það svar er auðvelt en aðgerðin oft erfið. 

að brjótast út úr áralöngu meðvirknissambandi tekur tíma og ég er fullorðin, mér verður hugsað til barna minna!!!! hvernig hefur þetta áhrif á þau, hvernig bregðast þau við, hvað hafa þau lært af mér í þessum málum, er einhver tími of seinn að hjálpa, er ég nógu sterk til að hjálpa þeim eða þurfa þau frekar hjálp annar staðar frá.... allt þetta brennur á mér sem móður.

Ég hef ákveðið að reyna númer 1 að fyrirgefa sjálfri mér mín mistök, reyna að læra af þeim og reyna að gera betur. Rýnin er ekki alltaf auðveld og sér í lagi ekki þegar hún snýr að þér sjálfri..... en bráð nauðsynleg til þess að taka nauðsynleg skref að bata.

lesefni hefur hjálpað mér mikið, verkefni sem ég set sjálfri mér og sú staðreynd að með vinnu og elju mun ég koma sterkari út og ef guð lofar ekki horfa á börnin mín fara sama eða verri veg en ég fór sjálf.

númer 1,2,3 er að sleppa allri sjálfsásökun eða ásökun yfirhöfuð.... ég er t.d ekki reið út í sjálfa mig, ég er ekki reið út í fyrrum maka minn og barnsföður, ég er ekki reið út í hans sjúkleika, ég er ekki reið út í neinn, þetta voru spilin sem ég fékk í hendurnar fyrir 15 árum og ég spilaði svona úr þeim, ÉG og enginn annar tekur ábyrgð á mér, minni hamingju og óhamingju, mínum aðstæðum hverju sinni og mínu lífi yfirhöfuð og stundum þarf maður bara að vera svolítið sjálfselskur til að sjá það og kunna að meta.

http://www.lifandiradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=82&Itemid=59

 

með lærdómskveðju í þennan dag..... kveðjur hið Ljósa man 

  


For crying outloud....... pardon my french

Mikið skammast ég mín fyrir að vera kona þegar ég les svona rugl! feministafélagið er náttúrlega bara úti á túni með svona dæmi.

þó svo væri að maðurinn skoði klám þá skulum við ekki missa okkur


mbl.is Gáfu Jóni heimildarmynd um áhrif kláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

en á sama tíma skila bankarnir 1500milljarða HAGNAÐI á fyrsta ársfjórðungi

er það bara ég eða finnst einhverjum öðrum það ekki í meira lagi einkennilegt á meðan einstaklingar,fyrirtæki og heimili blæða??????

ég er ekki stolt af því að vera íslendingur um þessar mundir og sé ekkert gerast sem breytir þeirri afstöðu minni

yfir og út!

ING-AIR


mbl.is Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurðin býr í auga þess sem horfir!!!!!

er gamalt enskt máltæki og er í raun og veru skilgreining mín á þessu verkefni og nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða fram krafta mína í þetta verkefni.

Svo ég útskýri hvernig ég sé þetta, allflestar konur horfa í spegill þegar við erum naktar og finna nánast undantekningalaust eitthvað að okkur sjálfum, er það í raun vegna þess að við erum ómögulegar eða er það vegna þess að í huga okkar er búið að búa til ímynd af konu sem er í raun og veru ekki til???

Ég get til dæmis sagt að þegar ég lít í spegilinn þá sé ég hangandi brjóst, appelsínuhúð og húðslit og allt lítur þetta einhvern veginn betur út í fötum en það er einmitt málið með þessari myndatöku. Ekki sjoppuleg eða slísí nektarmyndataka af einhverju sem við skilgreinum sem ofursexy gellum heldur venjulegum konum sem eflaust allar glíma við fatsó daga en vilja samt eiga þátt í því að breyta hugarfari almennings gagnvart fegurð.

þetta er amk mín hugsun bak við þetta og þrátt fyrir að vera svoooooo langt frá því að upplifa mig "geðveikt flotta" þegar ég lít í spegil þá kýs ég að vera ein af þessum 10 konum og takast þá jafnframt á við eigin hugrenningar um fegurð og þá væntanlega líka mína eigin fegurð...... já þar kemur málshátturinn Fegurðin býr í auga þess sem horfir sterkur inn þar sem ég er nokkuð viss um að fæstir sjá mig þeim augum en ég hef komist langt á hugsuninni "Fegurðin kemur að innan" en þar hef ég alltaf talið mig sterka á svelli (hvort sem það er svo rétt eða ekki)

áður en lokaákvörðun var tekin í málinu ræddi ég málið við 11 ára son minn og útskýrði hvað elskuleg móðir hans væri að spá með þessu verkefni og spurði þennan unga mann á mótunaraldri hvort hann upplifði það að hann þyrfti að skammast sín fyrir þetta framlag móður sinnar og hann sagði mjög ákveðið NEI að hann þyrfti ekki að skammast sín fyrir þetta...... (lets face it hann hefur nú að nógu af taka í þeim efnum þetta grey)

pælingar frá venjulegri 2 barna móður sem vonandi getur alið börnin sín tvö í þeirri trú að þau séu falleg og frábær hvort sem þau passi í fyrirfram skilgreint fegurðarmat samfélagsins eða ekki.

(that being said) þá er ég dauðhrædd við að gera þetta en er samt ánægð með að ætla að gera þetta.


mbl.is Vantar hugrakkar íslenskar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur hvers og eins!!

Mér fannst ánægjulegt að sjá þessa frétt enda málefni sem snertir mig að nokkru leyti þótt að ég hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast tvö yndisleg börn með maka mínum án nokkurra vandkvæða sem vert er að nefna.

ég nefnilega er mjög ófeimin við það að hjálpa þeim konum sem eiga við einhvers konar ófrjósemi að stríða með því að gefa mín egg. Fyrir mér er þetta bara fruma en ekki angi af mér í þeim skilningi sem ég set við börnin mín enda fyrir mér eru börnin mín, MÍN af því að ég el þau upp og elska fyrir að vera mín, ekki af því að þau eru úr mínu genamengi og af því að ég ól þau. Með það fyrir augum finnst mér svo sjálfsagt að sprauta nokkrum millilítrum af hormónum í mig og gefa einhverjum frumur sem annars vegar væru hvort sem er ekki notaðar af mér þennan mánuðinn gjöf sem veitir þeim eitthvað sem flestir þrá og ég var svo lánssöm að eignast sjálf.

í beinu framhaldi vil ég að skoðuð verði löggjöf varðandi staðgöngumæður ,eða skort þar á í raun og veru, þar sem mér finnst réttindi þeirra sem geta ekki gengið með börn og samkynhneigðra karlmanna hlunnfarin þegar kemur að lögum um staðgöngumæður.

kveðja Inger full af hormónum á leið í næstu eggjagjöf ;) 

 

 

 


mbl.is Samþykktu frumvarp um gjafaegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matur, guðsgjöf að eiga og njóta....

Eftir að hafa fundið hungrið byggjast upp eftir að hafa lesið bloggið hjá Ellu gellu http://ellahelga.blog.is/blog/ellahelga/ þá fór ég að hugsa um verkefni sem flaug í gegnum hausinn á mér einu sinni en það tengist nefnilega mat og þessum eilífa barningi að vera húsmóðir í rúmlega fullri vinnu :) (frjálslega farið með rúmlega hérna)en það er sérstaklega þrennt sem ég horfi á í því samhengi sem vekja áhuga minn 

 

  1. þessar frábæru mömmu/ömmu uppskriftir sem maður fær frá þessum elskum og er svo þegar öllu er á botninn hvolft engu skrárri en þær. Þá á ég við setningar "svo skellir þú bara dash af þessu út í og smakkar svo bara til hvort það þurfi meira eða ekki", þetta hentar mér kannski ágætlega enda þekkt fyrir það að geta ekki fyrir mitt litla líf haldið mig við uppskriftir og er ansi fljót að setja mitt mark á alla rétti sem ég elda.
  2. þessi handhægu heimilisráð.... eins og það er hægt að nota WD 40 í nánast allt hvort sem það eru óhreinir blettir eða skortur á sleipiefni!!!
  3. fake it till you make it!!!!! ég er algjör sökker fyrir þessum lausnum og þegar maður rembist við að vera ofurhúsmóðir með engan tíma til slíkra verka þá er þetta málið
 
þessi þrjú atriði verður fókusinn minn á komandi vikum þar sem ég ætla að leyfa mér að rýna svolítið í þessi atriði.
 
en til þess að byrja nett þá langar mig að deila með ykkur einföldustu (og jafnframt fljótlegustu) frönsku súkkulaði köku sem til er í heiminum.......God bless america Blush
 
innkaupalistinn er einfaldur : djöflakaka í pakka(Betty,shop rite eða hvað sem er), 1/2 líter af coke,  súkkulaðikrem og smá af suddara (suðusúkkulaði) rjómi ef þú ert í sparistuði og strúberrís eða önnur girnileg ber :)
 
svo kemur ala Inger-ísk uppskrift
 
  • kveiktu á ofninum samkvæmt fyrirmælum á pakkanum.
  • Taktu innihald pakkans og skelltu því í skál, sullaðu 3/4 til öllu kókinu í kökuna (ég nota sjaldnast fulla flösku) og hræðu saman með þeytara/gafli/skrúfjárni eða bara því sem liggur við hendina. 
  • vippaðu sullinu í eldfastmót eða kökumót (fyrir þá sem nenna er hægt að kaupa svona olíu í spreybrúsa og úða því á bökunarmótið.....þetta geri ég í svona 50% tilvika og kannski endilega af því að ég nenni því ekki, heldur meira af því að ég gleymi því og virðist ekki vera krúsjalt)
  • hentu kökunni í ofn
  • meðan kakan er að bakast getur þú tekið kremið sem þú keyptir (svona ready made súkkulaðikrem) og sullað því í pott+smá rjómi+smá suðusúkkulaði, hrærir þetta saman og hitar aðeins upp (þarf ekki að sjóða eða neitt slíkt. Ef þú vilt ekki nota svona krem er ótrúlega júsí að sulla saman íslensku eðalsmjöri, púðusykri (c.a sömu hlutföll) og svo þegar það hefur bráðnað setur maður smá rjóma út í og hitar svo upp og vippar á kökuna þegar það á að bera hana fram (en þetta er aftur helgarútgáfan af þessari köku...ekki svona vippa fram heimabakaðri köku á 20 mín.
  • skerðu niður berin eða hafðu þau klár í að borða með kökunni.
  • Fylgstu með kökunni (hún bakast í svipaðan tíma og gefin er upp á umbúðum en hún lyftist ekki á sama hátt og verður alltaf blaut (þó munur á blautri köku og hrárri)
  • þegar kakan er tilbúin er henni kippt út úr ofninum, látin kólna aðeins svo er kreminu vippað á og borin fram með berjum/ís/rjóma eða bara kaldri mjólk.........
 
klikkar ekki og tekur aksjúlí bara tímann sem það tekur að baka hana í ofninum
 
Quick and easy er málið :) 
 
Súkkulaðisvindl
 
 
 

 


heyr heyr

Las skemmtilegan pistil hjá hin stórmyndalega Sölva Tryggvason (já verður maður ekki að minnast á það hversu agalega mikið bjútí hann er) í pressunni í dag. (sjá hér http://www.pressan.is/pressupennar/LesaSolvaTryggvason/staersta-hrunid-a-islandi )

er ég hrikalega sammála honum og erum við allt of upptekin af því velta okkur upp úr peningum (eða skorti þar á) og gleymum höfðuatriðunum í málinu... eins og ég segi alltaf við börnin mín þegar þau eru að væla yfir hlutunum ætla ég að segja það sama hérna

*er einhver að reyna að drepa þig eða meiða
*áttu ennþá mat í ísskápnum
*býrðu ennþá í húsi þar sem þessi ísskápur er
*áttu föt til skiptana
*kemstu í bað og átt vatn að drekka
*ertu heilsuhraustur

grunar að allflestir svari þessu játandi og segi ég þá sama við þá og ég segi við börnin

"hvað í andskotanum ertu þá að kvarta? hættu þessu væli og vertu ánægður með lífið"

gerið því bara eins og ég, setjið uppáhalds jólalagið ykkar á "fóninn" og upplifið stemmingingu sem fylgir jólunum oftast hjá flestum

"fjölskylda,samvera,ást,vinir,gleði,samhugur,náungakærleikur og margt fleira"

smá tips frá OfurPollyÖnnu :)


Barnaníðingar og aðrir níðingar!

Eftir að X sem ég þó hef bæði nafn og mynd af var dæmdur í 8 ár í seinustu viku fyrir að hafa brotið á fyrrum sambýliskonu sinni sem og veist að föður sínum fyrir að koma henni til bjargar þá fór ég að lesa dóminn (og svo í beinu framhaldi nokkra aðra níðingsdóma þar sem allir viðkomandi aðilar heita ýmist X,Y,A,B og svo framvegis. Þetta er ýmist gert til þess að skaða ekki rannsókn eða málaflutning á öðrum málum sem ef til vill þetta mál snertir á einhvern máta eða til þess að "vernda" fórnarlambið með því að halda nafnleysi þess. En mér finnst tvær ástæður mun verri sem þetta hefur einnig í för með sér. Númer 1 það að þetta sé gert í nafnleysi ýtir undir þá líðan fórnalambsins að það hafi gert eitthvað rangt og þurfi að skammast sín fyrir eitthvað. Þetta gæti hins vegar ekki verið heimskulegra, hvers vegna í andskotanum á fórnalamb hvort sem það er ungt barn eða fullorðin manneskja að þurfa að fela sig og skammast sín fyrir það að hafa lent í þessum hörmulega atburði? hefur það ekki sýnt sig og sannað að það að fórnalambið þurfi að skammast sín hafi mun verri áhrif heldur en ef það tjáir sig um það hvort sem það er núna eða seinna og ýtir vitneskja okkar ekki bara undir það? Númer 2, þessir aðilar (hvort sem það eru menn eða konur) fá oftar en ekki smánarlegan lítinn dóm og í mesta lagi 3 ár á sakaskrá fyrir brot sín og þar sem þeir eru hvorki nafngreindir eða sýnilegir í þjóðfélaginu þá munu þessir aðilar bara hverfa af sjónarsviðinu í nokkur ár og halda svo áfram uppteknum hætti enda geta þeir það óáreittir vegna þess að okkur er svo í mun að virða friðhelgi fórnalambsins á kostnað heils þjóðfélags (og erum við í raun að hjálpa fórnalambinu með þessu nafnleysi, mér er spurn?)

alltaf velti ég því fyrir mér hvers vegna ég hætti að tala um það og fer að gera eitthvað í því að bæði berjast fyrir svipuðum lögum og Miranda lögin (þó vil ég herða skilgreiningu þess hvað sé "sex offender" en mér finnst það að vera tekin af löggunni fullur í nauthólsvík ekki vera það sama og t.d. varsla barnakláms!!!! svo líka láta á það reyna að halda út síðu með nöfnum og myndum dæmdra níðinga og þá hvort ég sé að brjóta lögin með því að hýsa slíkar síður erlendis en ekki hér heima en það sem ég hef kynnt mér með lögin eru að ég sé ekki að brjóta nein lög en þarf hins vegar að kanna með persónuverndarlögin þar sem jú þessi opinberu gögn eru sjaldnast í nafni en þó oftast flestum ljóst hver fremur glæpinn (og alls ekki vil ég bendla ranga aðila við þessa síðu)

já það er annaðhvort að fara að slást við löggjafavaldið í þessu máli eða hreinlega taka þessa aðila í bíltúr út í hraun og sjá til þess að þeir aldrei sjái dagsljósið framar!!!!!!

ég vill að við notum þessar upplýsingar til þess að halda þessum aðilum í skefjum því "knowlege is power" og þegar við erum vel upplýst þá erum við öll að tánum gagnvart þessum aðilum og við skulum líka alveg átta okkur á því að dæmdir aðilar fyrir svona verknað mega alveg eyða restinni af sínu lífi í því að biðjast afsökunar á tilveru sinni enda miklu verra en að fremja morð, eða það er amk mín skilgreining og flestra í okkar þjóðfélagi.

ég veit að þetta hljómar kallt og fyrir suma eins og ég sé sálarlaus döfull úr steini sem augljóslega hef aldrei lent í misnotkun og þess vegna skil ég ekki málaflokkinn en það er ekki rétt.

Kallt jú
misnotuð nei

en þarf ég að vera fórnalamb til þess að hafa skoðun á þessum málaflokki?

já þetta eru margar pælingar en þögnin er það versta og því finnst mér komin tími til þess að við hættum að segja usssssssss í þessum málum og bara birtum nafn þessara aðila (dómsorð sé aðili fundinn sekur um slíkt athæfi) ekki endilega málaferli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband