6.7.2009 | 14:08
Tengdó! kvöl eða guðsgjöf :)
alltaf gaman að hlæja að öllum tengdó bröndurunum en í raun eiga þeir svo engan veginn við elskulega tengdamóður mína. Hún er og hefur alltaf verið svo yndislega góð tengdamamma að ég eiginlega vorkenni henni að hafa fengið svona hræðilega tengdadóttir eins og mig :). T.d er þessi elska heima hjá okkur núna þar sem hún lánaði íbúðina sína og í stað þess að slaka á og njóta þess að vera til þá er hún eins og stormsveipur heima og búin að gera allt fínt og flott (ég meina jólahreingerning væri ekki svona fín hjá mér) og búin að þvo allan þvottinn minn og brjóta hann saman og ganga frá :)
ég meina það, ég gæti ekki óskað mér betri vin, félaga, manneskju en hana elskulegu tengdamóður mína.
:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 15:26
The gift of life!!!!!
Ég var stödd á dekkjaverkstæði á föstudaginn og var að lesa grein í mannlífi (reyndar eldra blað eins og kannski gengur og gerist) en þar var verið að ræða við fólk sem þurfti að bíða í 5 ár eftir eggjagjafa!!!!!! á Fimmvörðuhálsinum íhugaði ég þetta mál og ræddi svo við elskulegan eiginmann minn um það hvort ég ætti ekki að gefa egg! Andskoti oft hef ég reynt að gefa eitthvað af mér (annað en klikkaða jákvæðni) og farið að gefa blóð en eftir að hafa splæst á þá 4 ml í sýnatöku er ég alltaf send heim með járn og beðin að koma seinna :)
En Egg hlýt ég að geta gefið! ég meina hver vill ekki eignast afkvæmi með dna frá ljóshærðri,bláeygðri,krúttlega búttaðri (ekki feitt bara curved)stelpu úr Breiðholtinu :)
ég er því búin að setja ferlið í gang og ef allt gengur upp mun ég gefa egg í lok ágúst, sept en það sem þarf að kanna fyrst eru nokkur atriði
nr 1: hvort ég sé ekki með öllum mjalla......
nr 2: hvort ég hafi einhverja ættgenga eða arfgenga sjúkdóma
en svo má ég ákveða hvort ég verði Nafnlaus eða þekktur gjafi og ég er búin að ákveða að vera þekktur gjafi.....það eina sem ég sé í þeirri stöðu er að ef þessi einstaklingur sem verður til úr egginu sem ég gef (einstaklingar) lenda einhvern tíman í veikindum og þurfa á t.d beinmerg eða einhverju slíku frá "ættingjum" þá þurfa þau kannski að leita í þennan blóðlegg og þá vill ég ekki loka þeim dyrum. Það er alveg ljóst að ég er ekki mamma þessara einstaklinga og þau eru ekki systkyn barna minna þótt vissulega þau deili með þeim DNA :)
ég vil með þessu hvetja fleiri konur til þess að skoða þennan kost, mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur fyrir mig (hver og einn verður að meta fyrir sig) enda var ég svo lánssöm að eignast tvö heilbrigð börn nánast án þess að hafa fyrir því ......ég meina hver hefur ekki gaman af því að æfa þann leik en á endanum viltu samt fá verðlaunin :)
kveðja Varphænan úr Holtinu :)
Bloggar | Breytt 1.7.2009 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 16:43
Fimman!!!!!!!
jæja þá er komið að því að SOS-ið fer fimmuna á laugardaginn (reyndar kemur Rakel ekki þar sem hún er að selja túristum dóp í Nyköbing)en við hinar ætlum að drösla okkur yfir Fimmvörðuhálsinn (eða eins og sumir segja Fimmaurahálsinn ;)
með Boot camp fitness geðsjúklingunum, á meðan við verðum með ópal og slow motion fílinginn og tökum þetta á innan við hálfum sólahring :)
.....spurning um að ná smá svefni fyrir þetta samt en ekki bara vinna,vinna,vinna
Inger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 12:42
Skattar, tryggingargjald og lífsvon fyrirtækja og heimila....
Ríkistjórnin fer hamförum núna í hvernig á EKKI að bregðast við kreppu!!!!! hver einn og einasti framhaldskólanemi sem lesið hefur Þjóðarhagfræði 101 veit hvernig skal bregðast við kreppu en samt virðist Ríkistjórnin (að sjálfsögðu) ná að klúðra því...........
nr 1: verður að dæla fé í banka
nr 2: verður að koma fé/flæði í fyrirtækin (sem á að vera afleiðing frá auknu féflæði í bankana)
nr 3: afleiðing þess að aukið fé sé komið til fyrirtækja skilar sér til heimila og einstaklinga og hjól samfélagsins fara að starfa eðlilega aftur....
Ríkisstjórnin gerir hins vegar þetta......
nr 1: dælir peningum inní bankana = Check
nr 2: hækkar tryggingargjald á einyrkja og fyrirtæki úr 5 í 12% sem á einungis eftir að auka atvinnuleysi og valda því að fyrirtæki (sem nota bene ekki eru þegar komin í ríkisrekstur) ýmist segja upp starfsfólki til þess að spara eða hreinlega fara á hausinn.......... = a what,what and a what what!!!!
nr 3: vandinn eykst enn fyrir heimili og einstaklinga, meira fé fer úr tryggingarsjóði/almannatryggingum vegna aukins atvinnuleysis og fólk ýmist gefst upp og missir geðheilsu hér á landi eða flýr land!!!!!
húrra Jóhanna og allir hinir ríkisplebbarnir, þið standið ykkur ótrúlega vel já ef ekki bara betur en fyrri ríkisstjórn!!!!!!!!! og vona ég að allir nái kaldhæðni minni hérna!!!!!
p.s Ef ég væri í þeirri stöðu að fara að "taka til" í ríkismálum þá myndi ég númer 1 taka til í opinberum stofnunum! eftir að hafa unnið í nokkrum slíkum veit ég mætavel hversu hræðilega illa slíkar stofnanir eru reknar og myndi aldeilis taka til í þeim efnum....
pp.s Já gott ef ég er ekki bara pínu pirruð yfir þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 15:53
Kreppujól!!!!!!!!!!!!!!!
á tímum óvissunnar og ólgunar heyrði ég sagt " þetta verða ömurleg jól" !!!!!! þessu gæti ég ekki verið meira ósammála, á tímum sem þessum getum við nákvæmlega notið hins sanna boðskap jólana, glatt hvort annað með hlýhug,nærveru,manngæsku og alúð!!!! ég hlusta á jólalög í bílnum núna í stað þess að hlusta á fréttirnar sem eru nákvæmlega ekkert annað en þunglyndislegar tilkynningar um allt og ekkert og enginn skilur neitt, allir velta sér upp úr þessu en enginn lausn fundinn. Þjóðin er eins og krabbameinssjúklingur að bíða eftir svörum lækna hvar meinið sé, hvort eitthvað sé hægt að gera og svo framvegis. Biðin er það versta og meðan enginn veit hvernig þetta fer eða hver lausnin verður þá ætla ég að lifa í einfeldni og njóta þess að vera til á einfaldari hátt en oft áður og reyna mitt besta að hughreysta mitt fólk! jólalögin eru sterkur þáttur í þeirri viðleitni og ættuð þið að heyra í okkur börnunum í bílnum að góla jólalög og finna hlýjuna og ánægjuna sem við finnum í þessum einfalda hlut...hugurinn fer á stað og eina sem við hugsum um er snjór,jólamatur,jólahátíð, hrein rúmföt, góð bók, hlýtt hús og yndisleg fjölskylda!!!!!!!!!!!!!!!!
hver segir að Ignorance sé ekki a blizz!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 13:24
Gula þruman....
Hérna fáið þið að sjá nýjasta faratæki pæjunar (er reyndar ekki búin að kaupa hana en fuck hvað ég er að fara að massa það mál :)
Inger á Gulu Þrumunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 15:10
ÞÚ TRYGGIR EKKI EFTIRÁ..........né fyrirfram!!!!
Mikið rosalega þykir mér alltaf gaman að eiga við tryggingarfélögin!!!!! ég hef í gegnum tíðina eitt vel á aðra milljón (amk) í tryggingar á ári, og hef því miður átt viðskipti við öll tryggingarfélögin en er núna hjá Vís en hef ekki þurft að eiga við þá í c.a 10 ár þannig að þeim ákvað ég að gefa séns núna. Í hvert einasta skipti sem ég lendi í tjóni þá kemur upp einhverjar þær fáranlegustu klausur sem menn geta hugsað upp sem hindra að það ég fái tjón mitt greitt og treystið mér ég les skilmálana bara til skemmtunar til þess að sjá hversu fáranlegar aðferðir þeir geta fundið upp til þess að hindra að þeir greiði of mikið í tjón (já eða bara eitthvað yfir höfuð). Ég á svo margar "skemmtilegar" sögur af samskiptum mínum við tryggingarfélög að ég get varla annað en amk brosað út í annað yfir heimskulegum og oft fáranlegum reglum/undanþágum/skilmálum þessara "ágætu" fasista (ef ég má leyfa mér að segja það). Nýjasta dæmið er samt alveg kostulegt og mun ég sýna ykkur það hérna. Til þess að útskýra aðeins þá er ég að vinna í því að færa yfir tryggingar mínar til Vís en Innbúskaskótryggingin mín fer yfir til Vís þann 1.10.2008 (sem kannski útskýrir trega Sjóva til greiðslu en réttlætir hann engan veginn).
þann 27.9.2008 ákvað minn ágæti hundur að segja mér á hans tungumáli að honum leiddist og ákvað að gera hið sæmilegasta gat á tungusófa heimilisins og hann sem einstaklega skynsamur hundur ákvað að gera það á tunguna þannig að ekki er hægt að snúa þeirri pullu eins og hægt væri á öllum hinum.
ég sendi inn tjónaskýrslu til sjóvá og hérna kemur fyrsta svarið.
Góðan dag.
Varðandi tjóns á sófa af völdum hundsins Funa, er tjónið ekki bótaskylt, vegna þeirra áhættu sem því fylgir að eiga heimilisdýr,
Samkvæmt skilmálum.
svar mitt er á þessa vegu:
Sæl, er ég ekki með innbúskaskó sem tryggir mig nákvæmlega fyrir því að ef einhver á heimilinu veldur skemmdum (kannaði þetta sérstaklega þegar ég tók þessa tryggingu á sínum tíma) og söluráðgjafinn sagði mér að ég væri bótaskyld þótt að ég sjálf valdi tjóninu minus að sjálfsögðu sjálfsábyrgðin????
Getur þú sent mér þessa skilmála sem þú vísar í
Svar Sjóvá!!!!!
Sæl, innbúskaskó tekur á skyldilegu, ófyrirséðu og utanaðkomandi tjóni, en það er álit okkar að það fylgi því einhver áhætta að hafa dýr á heimili og reikna megi með því að eitthvað komi upp á.
Hvað skilmálana varðar þá varð mér á að vísa í þá en það stendur ekki í þeim að tjón sem heimilisdýr veldur sé undanskilið.
Ég vil þó benda þér að þú getur lagt málið fyrir úrskurðarnefnd hjá Fjármálaeftirlitinu http://www.fme.is/?PageID=315
(þarna vill ég sérstaklega vekja athygli á orðinu SKYLDILEGU)
Næsta bréf frá mér "tjónþolandanum frekar pirraða":
Sæl, þýðir það að innbúskaskó tryggir enga af íbúum heimilis míns skyldilegu, ófyrirséðu og utanaðkomandi tjóni, (geri ráð fyrir að skyldilegu eigi að vera skyndilegu) ???
Sjóvá svarar:
Sæl , innbúskaskó tekur á skyldilegu, ófyrirséðu og utanaðkomandi tjóni sem heimilisfólk veldur,
en ekki gildir sama um heimilisdýr á heimilinu, því miður.
svar vel pirraðs tjónþolanda:
Fyrirgefðu en getur þú sagt mér hvað skyldilegt tjón er? Hef aldrei heyrt þetta orð og hvað þá að ég skilji það? En hvað er utanaðkomandi tjón ef ég veld því?
Sjóvá svarar á þá leið:
Sæl. Skyndilegt tjón er sem gerist mjög skyndilega, en ekki á löngum tíma.
Td, eins og atburðurinn með hundinn þinn er ekki skyndilegt, þar sem að það er fyrirséð að heimilisdýr geti valdið tjóni ,
Fellur það því ekki undir skilmálan skyndilegt og ófyrirsjáanlegt . Utanaðkomandi tjón er þegar að atvik á sér stað sem veldur
tjóni.
....er verið að gera grín að mér!!! skyndilegt tjón er eitthvað sem ég skil alveg og við skulum alveg átta okkur á að öll tjón eru skyndileg sem snerta innbúið og hver skilur ekki að "utanaðkomandi tjón" sé vísun í atvik sem veldur tjóni?????? orsök og afleiðingar eru óaðskiljanleg hugtök þegar kemur að tjónamálum og ef ég ætti að skilgreina utanaðkomandi tjón þá myndi ég ekki vísa í að það væri eitthvað atvik sem veldur tjóni, við skulum átta okkur á því að ekkert gerist að sjálfu sér og öll tjón eru ÓVÆNT nema um einbeittann brotavilja sé að ræða og þá er óhætt að segja að þau séu ekkert sérstaklega óvænt...eða hvað!!!!!!!!!!!!!!!
svar mjög pirraðs tjónþola sem allt í einu mundi eftir því að Sjóva hefði þegar greitt henni tjón af völdum FUNA....
Sæl Arnbjörg! Getur þú útskýrt fyrir mér hvers vegna ég fékk tjón greitt þegar hundurinn minn át gleraugun mín en það sama gildir ekki um sófann? Mér þykir forvitnilegt að vita það? Ef það vegna þess að það þykir fyrirsjáanlegt að hann geti eyðilagt sófasettið mitt en ekki gleraugun mín?
nýjasta svar Sjóvá:
Það tjón sem er varðandi gleraugun, er bætt á þeim forsendum að það er óhapp/atvik eins og stendur í skýrslu að
Gleraugu duttu af tjónþola, brotna og síðan komst hundur í gleraugun í skamman tíma.
Þar er verið að bæta vegna að gleraugu brotna.
p.s þarna er misnotkun á íslenskri tungu (jájá sem ég geri meira af en hollt þykir) farið að fara verulega í taugarnar á mér og tek það fram að textinn GLERAUGU DUTTU AF TJÓNÞOLA, BROTNA er feitletraður.
svar MJÖG pirraðs tjónþola:
Sæl, en getur þú sagt mér af hverju það er ekki getið í þessum ágætu skilmálum að heimilisdýr séu undanskilin, get t.d. alveg eins fært rök fyrir því að börnin mín (elskuleg eins og þau nú eru) eru mun fyrirsjáanlegri heldur en hundurinn minn til þess að valda tjóni á heimili mínu og hafa í gegnum tíðina gert mun verri hluti heldur en hann????
Mér finnst þetta engan veginn vera góð og gild skýring og fáranleg undankomuleið að greiða mér tjón fyrir það eitt að segja satt í góðri trú um að allir íbúar (menn og dýr) séu tryggðir í innbúskaskó enda ekkert sem segir til um undanþágu vegna heimilisdýra.
þessu bréfi hefur ekki verið svarað þegar þetta er sett inn en ég man það næst að hafa söguna á þennan veginn....
"Ég var uppi á sófanum að festa upp "mynd/ljós/whatever" í pinnahælunum mínum og svo SKYNDILEGA dett ég niður í sófann og næ með pinnahælunum að gera gat á sófann sem var algjörlega ÓFYRIRSJÁANLEGT og ekkert utanaðkomandi (aka atvik) sem olli því að ég stóð uppi á sófanum á pinnahælunum mínum.
já hver getur ekki glaðst yfir vitleysunni sem kemur frá þessum ARÐRÆNINGJUM
KVEÐJA Inger hinn illa pirraði Tjónþoli Sjóva !!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 11:22
Límónuþemað afskaplega viðeigandi hjá alkanum
fannst eitthvað svo viðeigandi að vera til á MBL blogginu, ekki það að ég hafi endilega eitthvað merkilegt að segja núna en vildi bara byrja.
mun skrifa meira og merkilegra í hádeginu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)