Sannaðu það!!!!!!

  Ég var sem betur fer alin upp á tímum og í umhverfi þar sem ég ekki einungis mátti heldur var frekar hvatt til þess að maður mætti efast og krefjast röksemdar og sannana fyrir fullyrðingum og yfirlýsingum. Þessi tiltekni eiginleiki minn hefur kostað mig mörg veðmál (og unnið nokkur líka) en líka gefið mér tækifæri til þess að læra og vaxa á margan hátt. Ekki er ég nefnilega þannig að heyri ég staðreyndir eins og "jörðin er flöt" að ég kaupi það eins og heilagan sannleika og spyr spurningana og vill fá sannanir fyrir því og fá tækifæri til þess að meta þær sannanir og draga ályktun þaðan. Þessi tiltekni eiginleiki hefur auðvitað mikið með traust að gera en ekki allsráðandi faktor, en þeim mun meira traust sem viðkomandi hefur, hefur auðvitað mikið vægi í þörf minni á sönnun (en bak við það liggur líka þekking og traust viðkomandi) t.d legg ég ekki sama traust í yfirlýsingu frá hverjum hún kemur eins og þessa "Fundum þróað líf á plánettunni mars og afleiðing er þess er lækning á Alzheimer" ef að NASA kemur með þessa yfirlýsingu myndi mín fyrstu viðbrögð alltaf vera jákvæð, ég myndi fara af stað og afla mér upplýsinga um þetta kraftarverk og njóta þess að sökkva mér ofan í slíkan fund. Ef að talsmaður White babtist church eða álíka myndi koma með sömu yfirlýsingu myndu viðbrögð mín alltaf vera allt önnur, full efa myndi ég ef til vill kanna uppruna slíkrar yfirlýsingar en aldrei búast við öðru fyrirfram en að þetta væri bara samansett þvæla frá oftar en ekki misafleiddum hópi fólks. Þannig er það nú bara með traustið góða og komum við þá kannski að höfuðmáli þessa ágætu skrifa minna. Eins og þekkt var úr síðustu skrifum mínum var fyrirhugað að ég og barnsfaðir minn skyldum hittast hjá statsforvaltningen (ígyldi sýslumanns) þar sem málefnið var ósk barnsföðurs míns um fasta umgengni við börn okkar. Svo við ræðum aðeins málefnið traust þá má kannski segja að ég sé barnaleg en það eiga allir sem koma inn í mitt líf í innsta hring 100 % traust mitt (oftast rúmlega 120) frá byrjun, fari það traust niður er það vegna einhverra atburða og eins og allir vita er traust auðveldlega brotið en seint að vinna það aftur. Þeir sem hafa átt maka, fjölskyldumeðlim, vin eða annað sem er fikill hafa flestir ef ekki allir upplifað það að traust þeirra hafa verið brotið, þetta get ég nánast fullyrðt og ég er vissulega engin undantekning þar á. Lygarnar sem ég hef heyrt eru ótrúlegar, svikin sem ég hef upplifað eru neikvæð og traust mitt til viðkomandi alltaf takmarkað, sér í lagi þegar viðkomandi gerir lítið sem ekkert til þess að vinna það traust upp. Það er nefnilega ekki svo að þú getur krafist traust, það er hjá flestum áunnið og sé það brotið tekur það ennþá meiri vinnu að byggja það upp en ella.

Þessi fundur var til þess að sjá hvort grundvöllur væri fyrir samveru og samskiptum á milli föðurs og barna, það eins og það er skrifað er ekki flókið fyrirbæri og ef allt er í lagi er sjálfsagður hlutur. En lifið er aldrei svo einfalt og í okkar tilfelli var talin næg ástæða til þess að efast svo (og er ennþá). Eins og áður sagði var krafa mín einföld í eðli sínu, ég fór fram á að barnsfaðir minn og sambýliskona hans færu í það sem kaninn kallar "random drug testing" eða tilviljunarkenndar eiturlyfjaprófanir, bæði þvag og blóð. Þessu á ég forráðarmaður barnana fullan rétt á enda er það réttur barna að vera ekki í umhverfi þar sem þau mögulega upplifa aðstæður sem ekki teljast börnum hollar. Þessu hefur barnsfaðir minn neitað staðfastlega og þar með ekki gert neitt annað en fengið mig til þess að trúa því enn fastar að hann eigi við vandamál að etja hvað varðar neyslu. Hver hefði ekki með réttu ráði, sár yfir slíkum ásökunum, stokkið til eins og oft og þarf til þess að sýna sig og sanna á þennan máta, rekið þetta ofan í mig og þar með reynt að öðlast og byggja upp traust sem því nú ver og miður var ekki orðið mikið þegar þarna var komið sökum fyrri hegðunar, sá sem traustið hefur brotið hefur nefnilega engan rétt á að vera stoltur og sár yfir því að þurfa að vinna það upp heldur einungis von um að fá tækifæri til þess ekki á sínum forsendum heldur þeirra sem hann braut traustið hjá, aftur komum við að frasanum góða "you did the crime, you must do the time". Á þessum fundi lagði barnsfaðir minn fram tvö skjöl undirrituð af heimilislækni sem sýndu negativ niðurstöðu á drugtesti. Annað prófið var tekið 4.febrúar og hið síðara 12.mars, þessar prófanir voru einungis gerðar á honum ekki sambýliskonu hans og á tímapunkti sem hann velur sér sjálfur. Lögfræðingur statsforvaltningsins gat ekki tekið afstöðu til þessara prófana en engu að síður lagðar til gagna í máli okkar. Miljón og 30 spurningar komu upp hjá mér við þennan gjörning barnsföður míns eins og t.d 

 

  1. Hvernig voru þessi próf framkvæmd?
  2. hvað er verið að prófa fyrir?
  3. hversu lengi eru þau efni sem er verið að prófa fyrir mælanleg í líkamanum
  4. hversu áræðanleg eru þessi próf sem notuð voru?
  5. Hvers vegna fórstu í prófið fyrst rúmum mánuði eftir að þú ert beðinn um það fyrst og hvers vegna vildir þú ekki sýna niðurstöðuna strax og svara spurningum varðandi það?
  6. Hvers vegna bara þvagprufa ekki blóðprufa?
  7. Hvers vegna fórstu ekki í prófið strax?
  8. Hvers vegna fór ekki sambýlikona þín líka?
  9. Hvers vegna fórstu í drug test yfir höfðu ef þú ert ekki fíkill og hefur aldrei átt við nokkurt vandamál að stríða?
  10. svo margar spurningar ........

 

Þessi fundur var ekki vettvangur slíkra spurninga enda með lögfæðingi sem bæði var fagmannlegur og hnitmiðaður og var ætlað að meta hvort og hvernig við gætum leyst þessi mál eða senda málið í næsta farveg.

Ég sagði að það væri með öllu ljóst að börnin mín færu aldrei á heimili þar sem neysla væri í gangi og það hefði ekki breyst. Væri samið um samveru við börnin færi ég alltaf fram á þá kröfu að barnsfaðir minn og sambýliskona hans færu í tilviljunarkenndar prófanir og væri sambýliskona hans ekki tilbúin til þess færi ég fram á að henni yrðu meinuð samvera við börnin þegar þau væru í samvist með föður sínum. Lögfræðingurinn benti á að það væri vel innan eðlilegra krafna og minnti á að samvist með því foreldri sem ekki hefur umsjá með börnunum skal sinnt sem slíkri, það er samvist.  Ég eins og hérna að ofan tók ekki þvagprufu sem mér var rétt 10 mínútum áður sem heilagan sannleika enda því nú ver og miður bara svo að barnsfaðir minn á bara mjög svo takmarkað traust inni hjá mér nú um stundir og velferð barna minna er mér kærari en svo að mér leyfist ekki að spyrja þessara spurninga og fá við þeim svör áður en öllum fallast hendur og kaupa útgáfu fíkils sem heilagan sannleika. Það kom líka fram á þessum fundi (og eftir hann) að barnsfaðir minn er hvorki fíkill né alkahólisti samkvæmt hans skilgreiningum. Ég neyddist til þess að spyrja hvaða erindi hann hefði þá átt í meðferð fyrir tæpu ári síðan og svarið sem mér var gefið var að ég hefði neytt hann þangað, sama átti við um hvers vegna hann hætti að neita áfengis frá janúar 2011- c.a sumars 2012 (óvitað hvernær neysla hófst aftur þvi hún var falin á þeim tíma) og sama ástæða gefin þar, hann átti ekki við neitt vandamál að stríða, vandinn lá hjá mér. Hvernig ég á treysta manni sem getur ekki einu sinni gengist við vanda sínum í fortíð eða nútíð og reynt að hafa stjórn á honum er mér algjörlega hulin ráðgáta, við erum auðvitað ekkert annað en á sitthvorum póli jarðar þegar kemur að þessu máli og svo margra annara.  Kannski eðlilegt að velta fyrir sér andlegri hæfni einstaklings sem er svo veikur. Næsta skref á vegum hins opinbera er að börnin tvö eru kölluð inn til samtals við sálfræðing, þar sem þeim er ætlað ekki neitt annað en að segja hvað þau vilja. Þau eru bæði nógu gömul í augum lagana að þeim er treyst fyrir því að meta það að mestu leiti sjálf en hefur væntanlega mikið að gera með það hvernig þau hafa komist að þeirri niðurstöðu um hvað þau vilja. Ég hef frá fyrsta degi sem börnin mín óskuðu eftir því að loka á samskipti við föður sinn nú um stundir minnt þau á það að númer eitt tvö og þrjú eiga þau tvo foreldra sem elska þau bæði, ég hef bent þeim á að hvaða tímapunkti sem er geta þau og mega skipta um skoðun og mun ég þá gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma á samskiptum við föður þeirra en jafnfram útskýrt fyrir þeim að ákvörðun um allt stendur ekki alfarið í þeirra höndum, t.d gætu þau ekki farið fram á að flytja alfarið til föður síns án þess að ég myndi vilja fara fram á að fullvissu um að það heimili væri börnum hollt (svo dæmi séu tekin um útskýringar til þeirra), þau skyldu aldrei nokkurn tímann upplifa það frá mér amk að þau stæðu frammi fyrir því að velja milli mín og föður þeirra, þau skyldu í öllum tilvikum velja það sem þau telja vera sér sjálfum fyrir bestu og muna það að ég mun aldrei vera sár eða reið yfir því að þau vilji eiga samskipti eða samvist með föður sínum, en það væri bara mitt hlutverk að sjá til þess að sú samskipti og/eða samvist væru þeim holl og það myndi ég alltaf gera í samráði við þau enda þau engin smábörn lengur. Í lok fundarins var alveg ljost að við myndum ekki finna sameiginlega ásætanlega niðurstöðu, það er ég og barnsfaðir minn, frumskilyrði fyrir því er samstarfsvilji og þegar hann neitar að eiga samskipti við mig er alveg ljóst að það á sér aldrei stað á milli okkar og við þar af leiðandi bundin af því að fá hið opinbera inn í málið. Ég kom með tillögu að ég myndi ræða við börnin að fundi þessum loknum og gefa þeim enn og aftur tækifæri til þess að opna fyrir samskipti við föður sinn og möguleika þeirra á samvist við hann eftir þeirra óskum og þörfum, og þar með að reyna að rétta barnsfeðri mínum ólífugrein byggða á þeim forsendum að börnin eigi réttinn og við skyldurnar. Ef það væri ósk barna minna um status quo þá væri næsta skref samtöl innan statsforvaltningens eins og áður sagði. En það er mín skylda sem foreldris að reyna i öllum tilvikum að leysa öll vandamál áður en þau vinda upp á sig og verða flóknari og erfiðari að eiga við og í þessu tilviki ef börnin raunverulega vilja taka upp samskipti og mögulega samvist við föður sinn þá er um að gera að við foreldrarnir reynum að finna lausn á þeirri ósk án þess að fá hið opinbera til málsins (ekki það að það sé eitthvað sem ég óttast eða sé sem vandamál sem slíkt)

Við börnin ræddum þennan fund eins og flest annað frekar opinskátt, ég var þá búin að reyna að afla mér þeirra upplýsinga sem ég gat um þær spurningar sem brunnu á mér t.d varðandi þessar þvagprufur föður þeirra svo ég gæti svarð þeim en prófið er framkvæmt á þann máta að hann fer sjálfur í apótek og kaupir drug test, kemur með það á staðinn, þvagið er tekið á staðnum og prófið tekið þar og læknirinn þar með staðfestir niðurstöðuna. Ég gat ekki fengið upplýsingar um hvernig próf þetta væri, hvað það væri nákvæmlega að prófa og hversu langt aftur í tímann það tekur afstöðu til þeirra efna sem það væri að prófa eða annað slíkt og barnsfaðir minn veitti það upplýsingar heldur ekki en hinu gat ég þó amk svarað. Við ræddum hvað faðir þeirra er að biðja um varðandi samvist með þeim og einnig hvað ég er að fara fram á hjá honum og sambýliskonu hans og hvers vegna. Ég útskýrði fyrir þeim að þau skyldu vita að þau hefðu alltaf val um hvað þau vildu og ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að styðja þau hver sem sú ákvörðun væri, hvort sem það væri status quo eða ekki. Bæði börnin óskuðu þess að staðan væri óbreytt nú um stundir, ég minnti þau á hvort sem að það myndi breytast í dag, á morgun, eftir mánuð, ár eða áratug þá væri ég alltaf hérna fyrir þau hvernig sem þau þyrftu á mér að halda og myndi ekki gera neitt annað en að hjálpa þeim að koma á samskiptum óski þau þess. Ég útskýrði fyrir þeim að ekki nema faðir þeirra myndi láta málið falla sem mér þætti mjög ólíklegt þar sem hann teldi mjög skýrt að þessi ákvörðun barnana er ekki þeirra heldur alfarið mína og að ég sé að stjórna vali þeirra þá væri næsta skref að ræða við sálfræðing stofnunarinnar, það skyldu þau ekki óttast og bara ræða eins opinskátt og frjálst við þann einstakling eins og þeim einum væri tamið um allt sem á þeim brynni á þeim tíma sem það kæmi til. Þau skyldu muna að þótt að það gæti litið þannig út og kannski líka í þeirra huga að þau stæðu þarna frammi fyrir vali á milli föðurs og móðurs þá væri það alls ekki tilgangurinn né það sem þau ættu að vera að gera eða hugsa, en alveg nauðsynlegt að útskýra það fyrir þeim. Þau ættu einungis að velja sig, það sem þau vilja og hugsa og vera ófeimin að tjá sig um það og aldrei að skammast sín fyrir að velja sig enda væri það þeirra helsta vopn í lífinu.

ég skammast mín ekki fyrir að ræða okkar persónulegu og viðkvæmu mál svona opinberlega, ég er vissulega ekki ein í þessari stöðu en reyni að segja frá stöðunni eins og ég upplifi hana, börnin mín koma þar vissulega við sögu en reyni ég ævinlega að kenna börnunum mínum að við lifum bara í þessum heimi þar sem mikilvægast er að við getum horft framan í spegilinn og heiminn og verið sátt við það sem við sjáum og það er alltaf best gert með heiðarleika og þurfa þau vissulega ekki að vera jafn opin og móðir þeirra er en ég hef tekið þann pólinn að vera svolítið öfgarnar í þá áttina til þess bæði að kenna þeim að hvað okkur finnst er það sem skiptir máli ekki hvað öðrum finnst, við eigum alltaf rétt á okkar skoðunum og að viðra þær eins og við viljum svo framarlega sem við brjótum ekki lög í okkar umhverfi né séum að valda annars konar meiðingum af ásettningi. En viðbrögðum getum við aldrei stjórnað hjá öðrum en okkur sjálfum og það er verðug lexia í mínum bókum.

 

Svo núna eftir samtal okkar barnana reynum við bara að gera allt sem við getum til þess að okkur líði vel, við reynum að styrkja og styðja hvort annað eins og við getum, látum okkur líða vel í hversdagsleikanum og förum óhædd inní næsta dag. Statsforvaltningen verður sendur póstur og þá annaðhvort ákveður faðir barnana að halda málinu áfram eða ekki.  Ég stend svara fyrir óskir barnana þangað til að þeim gefst vettvangur fyrir það sjálfum, þau velja það hvort og hvernær og hvernig það er sjálf ekki nema komi til þess að málið fari áfram innan hins opinbera en þá er það fundur hjá sálfræðingum sem hvorugt barna minna hræðist enda afskaplega mikið fagfólk þar á ferð og byggist allt á heiðarlegum samskiptum milli einstaklings og sérfræðings og það þekkja og skilja börnin mín vel.

óska ég ykkur öllum góðrar helgar, við 3 í Nørregade munum amk gera það eins og flesta daga í okkar lífi :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband