Neutral Point of View.....

Hlutleysisstefnan þýðir ekki að það sé hægt að skrifa allan texta frá einu hlutlausu sjónarhorni heldur er markmið hennar að öllum sjónarmiðum varðandi viðfangsefnið sé lýst með sanngjörnum hætti og opnum huga án þess að gefa í skyn að eitt sjónarmið og ein skoðun sé öðrum fremri. Fyrst og fremst á að leitast við að lýsa staðreyndum og leyfa lesandanum að gera upp hug sinn.....

Hlutleysi er eitthvað sem hefur farið í gegnum huga minn þennan daginn (og kannski síðustu daga) Ég myndi seint segja að ég sé í eðli mínu mjög hlutlaus manneskja, fer miklu frekar eftir bæði það sem kallast á góðir ensku "gut feeling" í bland við huglægt mat á upplýsingum þegar ég tek stefnu í málum, afstöðu eða ákvörðun. En áhugavert að segja frá því að tveir mjög svo aðskildir hlutir fá mig til þess að skoða sjálfa mig og umhverfi mitt þegar kemur að hlutleysi.

 Sá fyrri er sú staðreynd að ég er að læra lögfræði, mér finnst áhugavert að lesa dóma og það sem heillar mig mest er sú staðreynd að hlutverk dómara er ekki hans persónulega skoðun, ekki hans tilfinning eða túlkun heldur mat á þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir hann liggja hverju sinni og afstaða tekin út frá þeim gögnum/upplýsingum í samræmi við gildandi lög. Mér finnst þetta áhugaverður kostur þessa starfs og lit upp til ferlisins sem og þeirra sem starfa innan stéttarinnar. Finnst ég geta lært mikið ekki bara faglega (vonandi einhvern tímann) heldur líka persónulega, vera ekki svo köld og hörð til að dæma (þó oft ég játi oft misstök þar eins og annars staðar). Mál Hjördísar Svan er gott dæmi hérna um, fólk er fljótt að dæma, draga afstöðu út frá oft einhliða frasögnum í stað þess að horfa á staðreyndis málsins, dómsgögn, mat sérfræðinga og hegðun og aðgerðir forldrana og draga áliktun þar af.

 

 Hitt atriðið er fjölskyldulíf mitt, bæði núverandi og þáverandi. Alltaf hefur reynst mér vel að koma bara hreint fram, segja hlutina eins og þeir líta við mér og ræði ófeimin nánast allt í mínu lífi. Að mestu finnst mér það ennþá vera minn helsti kostur en auðvitað hefur það sína galla líka því ef maður horfir á reglu hlutleysis þá er seint hægt að segja að viðmælendur mínir hafa mikinn möguleika á hlutleysi þegar einungis mín hlið á málefnum er viðruð en hef ég alltaf haft þá skoðun að best sé að muna að á öllum málum eru amk tvær hliðar og oftar en ekki á nákvæmlega sama hlutnum og það er staðreynd að það reynist okkur mannkyninu afar erfitt að vera hlutlaus í málum sem við teljum okkur varða okkur, tengjumst persónulega eða þekkjum til, varla getum við það í málum sem við heyrum í frettum,þjóðfélaginu og svo framvegis. Þannig hefur það alltaf verið og mannkynið kæmi mér verulega á óvart ef þeir allt í einu hefðu þann eiginleika upp til hópa að vera hlutlausir með meiru.

Fjölskyldumál mín eru og verða milli tanna fólks alveg eins og allra annara, væru það auðvitað minna ef ég væri bara "leiðinleg venjuleg vísitölufjölskylda úti á Nesi" en þegar fjölskylda gengur í gegnum eitthvað annað en hversdagsleikann þá er annað uppi á teningnum. Er ég ófeimin að ræða hvernig sé í pottinn búið, ófeimin að segja mína upplifun og hvernig þetta hefur áhrif á börnin og hvernig ég reyni að leysa það og auðvitað fyrir vikið öðlast maður bæði hrós og gagnrýni, það er hlutarins eðli þegar maður er eins opin og ég um jafn erfið og persónuleg mál. Það yrði alltaf að vera mat mitt hvernig best sé að leysa hvert verkefni, hverja þraut og ef ég tel það vera rétta leiðin að gera það á jafn opin og heiðarlegan hátt og ég reyni að gera þá skal engan undra að það fari fyrir brjóstið á mörgum. Setningar eins og "vona að þú/þið séuð ekki að draga börnin inní þetta" er þá sér í lagi eitthvað sem ég vil alltaf fá tækifæri til að svara. Við fullorðna fólkið höfum iðurlega þann eiginleika til þess að gleyma eða hreinlega ekki átta okkur á hversu skynsamar verur börn eru, þau bæði fatta, skynja, vita og skilja og skilja ekki fer allt eftir aldri,einstaklingnum sjálfum hversu mikill sá skilningu er. Þegar hjón skilja sem eiga börn eru börnin alltaf þáttakendur í skilnaðinum, það er staðreynd sem ekki hægt er að neita, þau eru óviljugir þáttakendur í atburði sem þau hafa enga stjórn á og enga ábyrgð en lifa með afleiðingarnar, sem oft geta haft langvaradi jákvæð áhrif en oftar en ekki skammtíma neikvæð áhrif. Ef við viðurkennum ekki þátt þeirra í þessu ferli þá erum við heldur ekki hæf til þess að gefa þeim tæki og tól til þess að eiga við þetta og annað. Þessi fræga setning hljómar nú oftast þegar harnar í ári milli foreldra (hver svo sem ástæðan er) ég hef heyrt hana margoft, reyndar finnst mér miður hversu oft ég heyri það bara út undan mér en ekki að fólk hafi endilega þor til þess að segja það við mig og ræða það við mig og heyra mín rök fyrir því hvers vegna ég hef hlutina eins og ég geri það en kannski næ ég að deila því hérna.  Ef við tökum börnin mín tvö sem dæmi þá er þau mjög ólík bæði í aldri og persónuleika gerð, Viktor er mjög klár ungur maður sem bæði skilur og skynjar umhverfi sitt vel (svona þegar hann vill gera það, skulum ekki gleyma að hann svífur um á skýi hormóna þessi elska) hann er svolítið líkur móður sinni þegar kemur að því að spá hvað öðrum finnst og er sjálfstæður í hugsun. Lotta skynjar miklu meira, er yngri af árum og skilur kannski ekki eins vel og eldri bróðir hennar en er að læra að vera ófeimin að spyrja um allt ekki bara hversdagsleikann, umræða og vangaveltur eru skemmtilegar við hana.  Lotta er afsakplega umhyggjusöm og hugsar um alla aðra fyrst og sig sjálfa seinast en vonandi lærist henni að snúa því við (eða amk að finna meira jafnvægi þar). Allt sem gengur á í okkar lífi er varðar þau ræði ég við þau það er ekki til þess að gera neitt annað en að virða þeirra stöðu í okkar lífi og viðurkenna þátt þeirra í tilverunni. Þau eiga réttinn og við foreldrarnir skyldurnar gagnvart þessum yndislegu mannverum sem við eigum svo stóran þátt í að skapa. Hvor mín aðferð sé rétt eða ekki veit ég ekki en hún er vissulega ekki hafin yfir gagnrýni og það er líka allt í lagi og ég verð að geta staðið það af mér enda bara partur af því að vera til, en þegar öllu er á botninn hvolft þá horfi ég framan í börnin mín, spegilinn og umheimin stolt af því sem ég er að reyna að gera fyrir börnin mín, nú sem endranær. Minni sjálfa mig á að þau eru börn en enga síður skynverur, reyni að muna hvernig það var fyrir mig að vera á sama aldri hverju sinni og tek boltann þaðan.

 

vonandi eigið þið góðan þriðjudag mín kæru ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband