Epli og appelsínur!!!

Skrifuð orð, sögðu orð, ósögð orð og líkamstjáning er eitthvað sem ævinlega getur verið tilefni túlkunar og mistúlkunar. Hver og einn les/heyrir orð og skilningur og túlkun hvers og eins getur verið mismunandi. Hver getur sagt hvaða túlkun er rétt og hver sé röng annar en sá sem orðin sagði, látbragðið lék eða textann skrifaði.

Komst ég réttmætilega að þessu fyrirbæri í nýlegum skrifum mínum, þar fór af stað fótur og fit, fólk tók túlkun á texta langt út fyrir samhengi og þrátt fyrir að málefnið sé erfitt og oftar en ekki falið finnst mér þörf á því að horfa á það og ræða á opinskáan hátt og geri það út frá minni upplifun, minni reynslu og minni þáttöku. Ég ræði það hvernig ÉG hafi verið þáttakandi í ferli sem var öllum neikvætt, hvernig ég voni að mín vinna skili mér og mínum tækjum og tólum til betri framtíðar án biturleika, reiði, eða annara neikvæðna afla og þeir sem mig raunverulega þekkja vita að mér gengur ALDREI annað til en að segja NÁKVÆMLEGA mína skoðun hverju sinni, ég tala ekki undir rós, ég ýja ekki að neinu, ég kem hreint fram og segi nákvæmlega það sem ég vil segja og ekkert annað. Bið ég því flesta að lesa ekki meira í mín skrif, mín orð heldur en nákvæmlega það sem ég skrifa hverju sinni.

mér var góðfúslega bent á að skoða SIÐFERÐI í þessu samhengi og þar legg ég túlkun í svo að mín skrif hafi verið siðferðislega röng í skilningi þess sem orðin sögðu og vil ég því skoða það fyrirbæri aðeins dýpra... ef þú skoðar wikipedia á orðinu siðferði færðu þetta upp

 Siðferði er grundvallarreglur og -gildi sem varða þær athafnir og þá breytni sem hefur áhrif á aðra.

Siðferði getur verið lýst með öðrum orðum: „Siðferði felur í sér þá lágmarkskröfu að menn leitist við að haga breytni sinni í samræmi við skynsemi — það er að segja að gera það sem hin bestu rök styðja að gert sé — um leið og jafnt tillit er tekið til hagsmuna sérhvers einstaklings sem athafnir manns snerta.

ekki brýt ég lög eða skrifa texta sem telst ærumeiðandi, brýt hvorki reglur persónuverndar að tala um eigin upplifun að ákveðnum atburðum eða tímabili og tel mig vera að beita almennri skynsemi að opna umræðu um málefni eins og t.d  MEÐVIRKNI. Kasta ekki steinum eða sök að neinum, geri stóran greinamun á sjúkdómi og einstaklingum, geri hvorki lítið úr né stórjók upplifun mína af þessu fyrirbæri sem meðvirkni er, skammast mín ekkert fyrir það að hafa búið, verið gift og eignast börn með manni sem glímir við sjúkdóm sem kallast áfengissýki og mun aldrei gera það, þessi sjúkdómur er böl alveg sama í hvaða mæli hann er en skal aldrei gleymast að áhrif hans eru mun víðtækari en margir gera sér grein fyrir og hver og einn upplifir hann á ólíkan máta og nokkuð viss um að það finnst ekki nokkur mannvera sem er þakklát þeim sjúkdómi en hins vegar er alltaf tækifæri að breita neikvæðum hlut/atburði í jákæðan.  Ég kýs t.d að í staðinn fyrir að vera reið og bitur yfir einhverju sem enginn hafði stjórn á, að nýta mér það til þess að læra,vaxa, og þroskast sem manneskja, þakklát fyrir reynslu sem var ekkert alltaf auðveld en reynsla samt og það er mitt að vinna með þá reynslu og kýs ég að snúa því til jákvæðni alveg áhyggjulaus um að ég sé sterkt dæmi um lélegt siðferði og hnignun á skynsemi og beitingu þar á.

Ég legg gríðarlega mikið upp úr því við börnin mín að vera við sjálf, finna leiðir til þess að vera ánægð í eigin líkama og sál, aldrei skammast okkar fyrir að vera við , mannleg með kostum og göllum. Ég legg ríka áherslu á samskipti, því meiri því betri og í mínum huga er fátt verra en að birgja tilfinningar sínar inni og finnst alltaf vera það eina rétta í stöðunni er að vera þú eða sú allra besta útgáfa af þér sem þú getur verið hverju sinni. Meðan ég hef eitthvað til að leggja á vogaskálar barna minna þá mun ég gera það.....því lengi býr að fyrstu gerð og mín leið til betra lífs fyrir mig og mína verður hvorki fetuð né valin af neinum öðrum en mér sjálfri, frekar en sú vegferð sem að baki er.

kýs að muna hin fleygu orð "ekki skaltu dæma mann fyrr en þú hefur gengið mílu í hans skóm" 

 

að því sögðu,skrifuðu og mögulega lesnu bíð ég alla góða nótt!!! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað mér finnst gott að lesa póstana þína Inger. Dáist af hugrekki þínu og heiðarleika. Þú ert virkilega mikil fyrirmynd því það eru svo margir þarna úti hræddir við það að takast á við þær brengluðu heimilisaðstæður og líðan sem fylgja því að búa með alkóhólista.

Það er stórt skref að stíga bæði fyrir alkóhólistan að takast á við sín veikindi og eins fyrir familiuna að takast á við sína meðvirkni. Virkilega mikilvægt fyrir alla aðila að fara í sjálfskoðunarprógram til að ná bata.

Ég hlakka til að lesa meira af þínum skrifum, frábær penni, kemur þessu svo vel niður á blað. Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 07:39

2 identicon

Heyr, heyr! Tek undir hvert orð sem þú skrifar þarna. Áfram veginn, jákvæða stelpan mín.

Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband