Koma dagar koma ráð!!!

Jæja þá er minns byrjaður að blogga aftur!! hef eins og venjulega mikið að segja en álitamál hvort það sé að merkilega berginu brotið. Í dag liggur hugur minn í hugtakinu Meðvirkni..... flestir þekkja orðið og meira segja þekkja flestir gjörningin líka. Meðvirkni er missterk hjá fólki og þrátt fyrir að vera sjálf sálarlaus djöfull með hjarta úr steini þá hefur 15 ára samband mitt við alkóholista sýnt mér að ég, þessi sterka og sjálfstæða kona hef verið í gegnum tíðina afskaplega meðvirk í nálgun minni á þessari plágu sem lá á okkar fjölskyldu. Sorglegt er að ég þurfti að stíga frá hjónabandi mínu til þess að sjá hversu slæmt ástandið var en núna er ég gríðalega þakklát fyrir að hafa amk fengið tækifæri til þess að bæta mig og vinna í þessu máli og ennþá mikilvægara að kannski hafa tækin og tólin til þess að tryggja börnum mínum þá hjálp sem þau þurfa, því hvort sem alkahólistinn/fíkilinn er í neyslu eða ekki þá hefur þessi böl áhrif umfram nokkuð af því sem sá aðili getur nokkurn tíman ímyndað sér enda svo heltekinn af eigin bardaga að aðstandendur verða oftar en ekki undir. Það getur enginn búið í samvist með fíkli án þess að upplifa meðvirkni á einhvern hátt, í besta falli þá verið meðvitaður um hugtakið og tekið á því máli strax með viðeigandi aðgerðum... í versta falli, lifað og hrærst í neikvæðu sambandi milli aðstandanda og fíkils sem þrífst einungis á neikvæðum faktorum..... 

Þetta ferli mitt er rétt að byrja og sambandi mínu lauk fyrir nákvæmlega ári síðan, áralangt niðurbrot sem ég var fullu þáttakandi í byggist ekki upp á einum degi, það tekur væntanlega jafn langan tíma að reisa það að fullu og það tók að brjóta það niður. En á hverju degi reyni ég að horfa inná við og bregðast við hlutum, atburðum og áreiti á hátt sem er mér oftar en ekki erfiður, kannski bara sökum þess að mér er svo tamt að bregðast öðru vísi við.... búin að gera það í mörg ár, basicly búin að mastera það, af hverju á ég þá að breyta því!!!! það svar er auðvelt en aðgerðin oft erfið. 

að brjótast út úr áralöngu meðvirknissambandi tekur tíma og ég er fullorðin, mér verður hugsað til barna minna!!!! hvernig hefur þetta áhrif á þau, hvernig bregðast þau við, hvað hafa þau lært af mér í þessum málum, er einhver tími of seinn að hjálpa, er ég nógu sterk til að hjálpa þeim eða þurfa þau frekar hjálp annar staðar frá.... allt þetta brennur á mér sem móður.

Ég hef ákveðið að reyna númer 1 að fyrirgefa sjálfri mér mín mistök, reyna að læra af þeim og reyna að gera betur. Rýnin er ekki alltaf auðveld og sér í lagi ekki þegar hún snýr að þér sjálfri..... en bráð nauðsynleg til þess að taka nauðsynleg skref að bata.

lesefni hefur hjálpað mér mikið, verkefni sem ég set sjálfri mér og sú staðreynd að með vinnu og elju mun ég koma sterkari út og ef guð lofar ekki horfa á börnin mín fara sama eða verri veg en ég fór sjálf.

númer 1,2,3 er að sleppa allri sjálfsásökun eða ásökun yfirhöfuð.... ég er t.d ekki reið út í sjálfa mig, ég er ekki reið út í fyrrum maka minn og barnsföður, ég er ekki reið út í hans sjúkleika, ég er ekki reið út í neinn, þetta voru spilin sem ég fékk í hendurnar fyrir 15 árum og ég spilaði svona úr þeim, ÉG og enginn annar tekur ábyrgð á mér, minni hamingju og óhamingju, mínum aðstæðum hverju sinni og mínu lífi yfirhöfuð og stundum þarf maður bara að vera svolítið sjálfselskur til að sjá það og kunna að meta.

http://www.lifandiradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=82&Itemid=59

 

með lærdómskveðju í þennan dag..... kveðjur hið Ljósa man 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband