Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2014 | 07:18
all for one and one for all!!!!
Pæling dagsins kom upp þegar ég var að ræða við föður minn í gær, ég hafði ekki heyrt í honum lengi og við vorum að ræða hluti í lífi hvors annars. Ég sagði honum frá því hvað væri búið að vera í gangi hjá okkur og vs. versa. Í framhaldi erum við að ræða um geðsjúkdóma og geðræn vandamál. Við vorum að ræða hvernig er að eiga við einstakling með geðræn vandamál sem í marga staði lítur eðlilega út, að mörgu leyti virkar eðlilega samkvæmt samfélags stöðlum um eitthvað sem flestir geta sætt sig við að sé norm en er ef til vill langt frá því að hafa það gott. Margir og allflestir sem til þekkja sjá vandann ef þeir horfa nógu djúpt en fáir geta verið partur af lausninni og þeir sem leggja þá vinnu á sig fá oftar en ekki mikið þakklæti frá viðkomandi eða umhverfi sínu. Það getur nefnilega oft verið þannig að aðilinn sem er veikur gerir sér enga grein fyrir því, eða vill i marga staði ekki viðurkenna vandann. Þetta er í raun og veru eins og standa frammi fyrir einstaklingi með opið beinbrot og reyna að sannfæra hann um að hann þurfi að komast undir læknishendur en einstaklingurinn sem um ræðir hvorki sér það né vill læknishjálp. Hvað er þá að gera, já með opið beinbrot hringir þú bara á sjúkrabíl en hvað í andskotanum áttu að gera með einstaklinginn sem á við geðræn vandamál að stríða???
Við ræddum nokkuð opinskátt ég og faðir minn um barnsfaðir minn, ég sagði honum að mitt hlutverk núna væri að hlúa að börnunum og koma þeim í gegnum lífið, barnsfaðir minn væri sjálfur búin að búa svo um rúm sitt að baklandið hans er eins þunnt og raun ber vitni. Ég ræddi einmitt þá staðreynd að fyrir þessa lotu af rugli hjá honum gæti ég sagt að hann er þegar hann er að reyna að vinna í sér og sínum vanda góður pabbi, það er blessunarlega mynd sem börnin hans eiga af honum þrátt fyrir að raunin sé önnur núna. Hver og einn verður að velja sinn veg í lífinu, það er hverjum og einum frjálst og því er ég ekki að reyna að breyta, það eina sem ég passa er hvernig þær ákvarðanir hafa áhrif á tvær litlar sálir sem báðu aldrei um að standa í þessum sporum, en bæði ég og faðir þeirra berum ábyrgð á þó ekki nema bara fyrir þær sakir að við bæði stuðluðum að því að koma þeim í þennan heim, hvað við höfum gert síðan ber hver og einn ábyrgð á.
Við veltum því aðeins fyrir okkur hvernig líf í neyslu (hvort sem er læknadóp,áfengi eða önnur fíkniefni) í bland við geðræn vandamál getur verið hættulegt. Ég sagðist einmitt velta því fyrir mér að þeim mun lengur sem þetta ástand varir og þeim mun oftar sem þau koma þeim mun ólíklegra er að eitthvað verði eftir að þeirri góðu mynd sem fyrir var, ekki bara vegna þess að það slæma eyðir út því góða heldur bara vegna þess að flestum ætti að vera ljóst hversu hættulegt fíkniefni hvort sem þau eru lögleg eða ólögleg eru fyrir geðræna sjúkdóma. Td veit ég bara sjálf hversu slæmt áfengisneysla barnsföðurs míns hafði á þunglyndi hans og kvíða, oftar en ekki var vont að sjá orsök og afleiðingu í því samhengi en alveg ljóst að þegar eitt var tekið út úr jöfnunni var miklu auðveldara að eiga við hitt. Ég ræddi einmitt það að þetta væri ástand sem ég væri að eiga við ekki einstaklingur, þegar "ástandið" er til staðar er sá hluti sem ég þekki af einstaklingnum nánast ekki til staðar....... flestir þeir góðu eiginleikar sem barnsfaðir minn býr yfir virðast vera honum víðsfjarri, eins og ...
- Gáfaður, hann er miklu gáfaðri en þetta og ætti að vita betur
- Góður vinur, góður pabbi, góður maður......en það er erfitt að sjá það þegar heimurinn snýst nánast bara um hann sjálfann
- klár, hann er meira en vel gefinn maður sem þó í "ástandi" lætur út úr sér heimskulegustu hluti
- Hugsa vel um sig!! rækta líkama og sál.... mjög áberandi að það á ekki við núna.
- Skemmtilegur, gaman að tala við hann, gaman að rökræða við hann, gaman að vera í hans félagsskap! ekkert af þessu á við þegar hann er í neyslu, jú hann getur kannski reynt að fela það ástand fyrir öðrum í einhvern tíma en þessi eiginleiki byrjar að hverfa með ástandinu
en eins og áður sagði verður hver og einn að velja sína leið og þegar á öllu er á botninn hvolft þá er það ekki all for one and one for all, heldur every man for him self.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2014 | 00:34
Sannaðu það!!!!!!
Ég var sem betur fer alin upp á tímum og í umhverfi þar sem ég ekki einungis mátti heldur var frekar hvatt til þess að maður mætti efast og krefjast röksemdar og sannana fyrir fullyrðingum og yfirlýsingum. Þessi tiltekni eiginleiki minn hefur kostað mig mörg veðmál (og unnið nokkur líka) en líka gefið mér tækifæri til þess að læra og vaxa á margan hátt. Ekki er ég nefnilega þannig að heyri ég staðreyndir eins og "jörðin er flöt" að ég kaupi það eins og heilagan sannleika og spyr spurningana og vill fá sannanir fyrir því og fá tækifæri til þess að meta þær sannanir og draga ályktun þaðan. Þessi tiltekni eiginleiki hefur auðvitað mikið með traust að gera en ekki allsráðandi faktor, en þeim mun meira traust sem viðkomandi hefur, hefur auðvitað mikið vægi í þörf minni á sönnun (en bak við það liggur líka þekking og traust viðkomandi) t.d legg ég ekki sama traust í yfirlýsingu frá hverjum hún kemur eins og þessa "Fundum þróað líf á plánettunni mars og afleiðing er þess er lækning á Alzheimer" ef að NASA kemur með þessa yfirlýsingu myndi mín fyrstu viðbrögð alltaf vera jákvæð, ég myndi fara af stað og afla mér upplýsinga um þetta kraftarverk og njóta þess að sökkva mér ofan í slíkan fund. Ef að talsmaður White babtist church eða álíka myndi koma með sömu yfirlýsingu myndu viðbrögð mín alltaf vera allt önnur, full efa myndi ég ef til vill kanna uppruna slíkrar yfirlýsingar en aldrei búast við öðru fyrirfram en að þetta væri bara samansett þvæla frá oftar en ekki misafleiddum hópi fólks. Þannig er það nú bara með traustið góða og komum við þá kannski að höfuðmáli þessa ágætu skrifa minna. Eins og þekkt var úr síðustu skrifum mínum var fyrirhugað að ég og barnsfaðir minn skyldum hittast hjá statsforvaltningen (ígyldi sýslumanns) þar sem málefnið var ósk barnsföðurs míns um fasta umgengni við börn okkar. Svo við ræðum aðeins málefnið traust þá má kannski segja að ég sé barnaleg en það eiga allir sem koma inn í mitt líf í innsta hring 100 % traust mitt (oftast rúmlega 120) frá byrjun, fari það traust niður er það vegna einhverra atburða og eins og allir vita er traust auðveldlega brotið en seint að vinna það aftur. Þeir sem hafa átt maka, fjölskyldumeðlim, vin eða annað sem er fikill hafa flestir ef ekki allir upplifað það að traust þeirra hafa verið brotið, þetta get ég nánast fullyrðt og ég er vissulega engin undantekning þar á. Lygarnar sem ég hef heyrt eru ótrúlegar, svikin sem ég hef upplifað eru neikvæð og traust mitt til viðkomandi alltaf takmarkað, sér í lagi þegar viðkomandi gerir lítið sem ekkert til þess að vinna það traust upp. Það er nefnilega ekki svo að þú getur krafist traust, það er hjá flestum áunnið og sé það brotið tekur það ennþá meiri vinnu að byggja það upp en ella.
Þessi fundur var til þess að sjá hvort grundvöllur væri fyrir samveru og samskiptum á milli föðurs og barna, það eins og það er skrifað er ekki flókið fyrirbæri og ef allt er í lagi er sjálfsagður hlutur. En lifið er aldrei svo einfalt og í okkar tilfelli var talin næg ástæða til þess að efast svo (og er ennþá). Eins og áður sagði var krafa mín einföld í eðli sínu, ég fór fram á að barnsfaðir minn og sambýliskona hans færu í það sem kaninn kallar "random drug testing" eða tilviljunarkenndar eiturlyfjaprófanir, bæði þvag og blóð. Þessu á ég forráðarmaður barnana fullan rétt á enda er það réttur barna að vera ekki í umhverfi þar sem þau mögulega upplifa aðstæður sem ekki teljast börnum hollar. Þessu hefur barnsfaðir minn neitað staðfastlega og þar með ekki gert neitt annað en fengið mig til þess að trúa því enn fastar að hann eigi við vandamál að etja hvað varðar neyslu. Hver hefði ekki með réttu ráði, sár yfir slíkum ásökunum, stokkið til eins og oft og þarf til þess að sýna sig og sanna á þennan máta, rekið þetta ofan í mig og þar með reynt að öðlast og byggja upp traust sem því nú ver og miður var ekki orðið mikið þegar þarna var komið sökum fyrri hegðunar, sá sem traustið hefur brotið hefur nefnilega engan rétt á að vera stoltur og sár yfir því að þurfa að vinna það upp heldur einungis von um að fá tækifæri til þess ekki á sínum forsendum heldur þeirra sem hann braut traustið hjá, aftur komum við að frasanum góða "you did the crime, you must do the time". Á þessum fundi lagði barnsfaðir minn fram tvö skjöl undirrituð af heimilislækni sem sýndu negativ niðurstöðu á drugtesti. Annað prófið var tekið 4.febrúar og hið síðara 12.mars, þessar prófanir voru einungis gerðar á honum ekki sambýliskonu hans og á tímapunkti sem hann velur sér sjálfur. Lögfræðingur statsforvaltningsins gat ekki tekið afstöðu til þessara prófana en engu að síður lagðar til gagna í máli okkar. Miljón og 30 spurningar komu upp hjá mér við þennan gjörning barnsföður míns eins og t.d
- Hvernig voru þessi próf framkvæmd?
- hvað er verið að prófa fyrir?
- hversu lengi eru þau efni sem er verið að prófa fyrir mælanleg í líkamanum
- hversu áræðanleg eru þessi próf sem notuð voru?
- Hvers vegna fórstu í prófið fyrst rúmum mánuði eftir að þú ert beðinn um það fyrst og hvers vegna vildir þú ekki sýna niðurstöðuna strax og svara spurningum varðandi það?
- Hvers vegna bara þvagprufa ekki blóðprufa?
- Hvers vegna fórstu ekki í prófið strax?
- Hvers vegna fór ekki sambýlikona þín líka?
- Hvers vegna fórstu í drug test yfir höfðu ef þú ert ekki fíkill og hefur aldrei átt við nokkurt vandamál að stríða?
- svo margar spurningar ........
Þessi fundur var ekki vettvangur slíkra spurninga enda með lögfæðingi sem bæði var fagmannlegur og hnitmiðaður og var ætlað að meta hvort og hvernig við gætum leyst þessi mál eða senda málið í næsta farveg.
Ég sagði að það væri með öllu ljóst að börnin mín færu aldrei á heimili þar sem neysla væri í gangi og það hefði ekki breyst. Væri samið um samveru við börnin færi ég alltaf fram á þá kröfu að barnsfaðir minn og sambýliskona hans færu í tilviljunarkenndar prófanir og væri sambýliskona hans ekki tilbúin til þess færi ég fram á að henni yrðu meinuð samvera við börnin þegar þau væru í samvist með föður sínum. Lögfræðingurinn benti á að það væri vel innan eðlilegra krafna og minnti á að samvist með því foreldri sem ekki hefur umsjá með börnunum skal sinnt sem slíkri, það er samvist. Ég eins og hérna að ofan tók ekki þvagprufu sem mér var rétt 10 mínútum áður sem heilagan sannleika enda því nú ver og miður bara svo að barnsfaðir minn á bara mjög svo takmarkað traust inni hjá mér nú um stundir og velferð barna minna er mér kærari en svo að mér leyfist ekki að spyrja þessara spurninga og fá við þeim svör áður en öllum fallast hendur og kaupa útgáfu fíkils sem heilagan sannleika. Það kom líka fram á þessum fundi (og eftir hann) að barnsfaðir minn er hvorki fíkill né alkahólisti samkvæmt hans skilgreiningum. Ég neyddist til þess að spyrja hvaða erindi hann hefði þá átt í meðferð fyrir tæpu ári síðan og svarið sem mér var gefið var að ég hefði neytt hann þangað, sama átti við um hvers vegna hann hætti að neita áfengis frá janúar 2011- c.a sumars 2012 (óvitað hvernær neysla hófst aftur þvi hún var falin á þeim tíma) og sama ástæða gefin þar, hann átti ekki við neitt vandamál að stríða, vandinn lá hjá mér. Hvernig ég á treysta manni sem getur ekki einu sinni gengist við vanda sínum í fortíð eða nútíð og reynt að hafa stjórn á honum er mér algjörlega hulin ráðgáta, við erum auðvitað ekkert annað en á sitthvorum póli jarðar þegar kemur að þessu máli og svo margra annara. Kannski eðlilegt að velta fyrir sér andlegri hæfni einstaklings sem er svo veikur. Næsta skref á vegum hins opinbera er að börnin tvö eru kölluð inn til samtals við sálfræðing, þar sem þeim er ætlað ekki neitt annað en að segja hvað þau vilja. Þau eru bæði nógu gömul í augum lagana að þeim er treyst fyrir því að meta það að mestu leiti sjálf en hefur væntanlega mikið að gera með það hvernig þau hafa komist að þeirri niðurstöðu um hvað þau vilja. Ég hef frá fyrsta degi sem börnin mín óskuðu eftir því að loka á samskipti við föður sinn nú um stundir minnt þau á það að númer eitt tvö og þrjú eiga þau tvo foreldra sem elska þau bæði, ég hef bent þeim á að hvaða tímapunkti sem er geta þau og mega skipta um skoðun og mun ég þá gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma á samskiptum við föður þeirra en jafnfram útskýrt fyrir þeim að ákvörðun um allt stendur ekki alfarið í þeirra höndum, t.d gætu þau ekki farið fram á að flytja alfarið til föður síns án þess að ég myndi vilja fara fram á að fullvissu um að það heimili væri börnum hollt (svo dæmi séu tekin um útskýringar til þeirra), þau skyldu aldrei nokkurn tímann upplifa það frá mér amk að þau stæðu frammi fyrir því að velja milli mín og föður þeirra, þau skyldu í öllum tilvikum velja það sem þau telja vera sér sjálfum fyrir bestu og muna það að ég mun aldrei vera sár eða reið yfir því að þau vilji eiga samskipti eða samvist með föður sínum, en það væri bara mitt hlutverk að sjá til þess að sú samskipti og/eða samvist væru þeim holl og það myndi ég alltaf gera í samráði við þau enda þau engin smábörn lengur. Í lok fundarins var alveg ljost að við myndum ekki finna sameiginlega ásætanlega niðurstöðu, það er ég og barnsfaðir minn, frumskilyrði fyrir því er samstarfsvilji og þegar hann neitar að eiga samskipti við mig er alveg ljóst að það á sér aldrei stað á milli okkar og við þar af leiðandi bundin af því að fá hið opinbera inn í málið. Ég kom með tillögu að ég myndi ræða við börnin að fundi þessum loknum og gefa þeim enn og aftur tækifæri til þess að opna fyrir samskipti við föður sinn og möguleika þeirra á samvist við hann eftir þeirra óskum og þörfum, og þar með að reyna að rétta barnsfeðri mínum ólífugrein byggða á þeim forsendum að börnin eigi réttinn og við skyldurnar. Ef það væri ósk barna minna um status quo þá væri næsta skref samtöl innan statsforvaltningens eins og áður sagði. En það er mín skylda sem foreldris að reyna i öllum tilvikum að leysa öll vandamál áður en þau vinda upp á sig og verða flóknari og erfiðari að eiga við og í þessu tilviki ef börnin raunverulega vilja taka upp samskipti og mögulega samvist við föður sinn þá er um að gera að við foreldrarnir reynum að finna lausn á þeirri ósk án þess að fá hið opinbera til málsins (ekki það að það sé eitthvað sem ég óttast eða sé sem vandamál sem slíkt)
Við börnin ræddum þennan fund eins og flest annað frekar opinskátt, ég var þá búin að reyna að afla mér þeirra upplýsinga sem ég gat um þær spurningar sem brunnu á mér t.d varðandi þessar þvagprufur föður þeirra svo ég gæti svarð þeim en prófið er framkvæmt á þann máta að hann fer sjálfur í apótek og kaupir drug test, kemur með það á staðinn, þvagið er tekið á staðnum og prófið tekið þar og læknirinn þar með staðfestir niðurstöðuna. Ég gat ekki fengið upplýsingar um hvernig próf þetta væri, hvað það væri nákvæmlega að prófa og hversu langt aftur í tímann það tekur afstöðu til þeirra efna sem það væri að prófa eða annað slíkt og barnsfaðir minn veitti það upplýsingar heldur ekki en hinu gat ég þó amk svarað. Við ræddum hvað faðir þeirra er að biðja um varðandi samvist með þeim og einnig hvað ég er að fara fram á hjá honum og sambýliskonu hans og hvers vegna. Ég útskýrði fyrir þeim að þau skyldu vita að þau hefðu alltaf val um hvað þau vildu og ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að styðja þau hver sem sú ákvörðun væri, hvort sem það væri status quo eða ekki. Bæði börnin óskuðu þess að staðan væri óbreytt nú um stundir, ég minnti þau á hvort sem að það myndi breytast í dag, á morgun, eftir mánuð, ár eða áratug þá væri ég alltaf hérna fyrir þau hvernig sem þau þyrftu á mér að halda og myndi ekki gera neitt annað en að hjálpa þeim að koma á samskiptum óski þau þess. Ég útskýrði fyrir þeim að ekki nema faðir þeirra myndi láta málið falla sem mér þætti mjög ólíklegt þar sem hann teldi mjög skýrt að þessi ákvörðun barnana er ekki þeirra heldur alfarið mína og að ég sé að stjórna vali þeirra þá væri næsta skref að ræða við sálfræðing stofnunarinnar, það skyldu þau ekki óttast og bara ræða eins opinskátt og frjálst við þann einstakling eins og þeim einum væri tamið um allt sem á þeim brynni á þeim tíma sem það kæmi til. Þau skyldu muna að þótt að það gæti litið þannig út og kannski líka í þeirra huga að þau stæðu þarna frammi fyrir vali á milli föðurs og móðurs þá væri það alls ekki tilgangurinn né það sem þau ættu að vera að gera eða hugsa, en alveg nauðsynlegt að útskýra það fyrir þeim. Þau ættu einungis að velja sig, það sem þau vilja og hugsa og vera ófeimin að tjá sig um það og aldrei að skammast sín fyrir að velja sig enda væri það þeirra helsta vopn í lífinu.
ég skammast mín ekki fyrir að ræða okkar persónulegu og viðkvæmu mál svona opinberlega, ég er vissulega ekki ein í þessari stöðu en reyni að segja frá stöðunni eins og ég upplifi hana, börnin mín koma þar vissulega við sögu en reyni ég ævinlega að kenna börnunum mínum að við lifum bara í þessum heimi þar sem mikilvægast er að við getum horft framan í spegilinn og heiminn og verið sátt við það sem við sjáum og það er alltaf best gert með heiðarleika og þurfa þau vissulega ekki að vera jafn opin og móðir þeirra er en ég hef tekið þann pólinn að vera svolítið öfgarnar í þá áttina til þess bæði að kenna þeim að hvað okkur finnst er það sem skiptir máli ekki hvað öðrum finnst, við eigum alltaf rétt á okkar skoðunum og að viðra þær eins og við viljum svo framarlega sem við brjótum ekki lög í okkar umhverfi né séum að valda annars konar meiðingum af ásettningi. En viðbrögðum getum við aldrei stjórnað hjá öðrum en okkur sjálfum og það er verðug lexia í mínum bókum.
Svo núna eftir samtal okkar barnana reynum við bara að gera allt sem við getum til þess að okkur líði vel, við reynum að styrkja og styðja hvort annað eins og við getum, látum okkur líða vel í hversdagsleikanum og förum óhædd inní næsta dag. Statsforvaltningen verður sendur póstur og þá annaðhvort ákveður faðir barnana að halda málinu áfram eða ekki. Ég stend svara fyrir óskir barnana þangað til að þeim gefst vettvangur fyrir það sjálfum, þau velja það hvort og hvernær og hvernig það er sjálf ekki nema komi til þess að málið fari áfram innan hins opinbera en þá er það fundur hjá sálfræðingum sem hvorugt barna minna hræðist enda afskaplega mikið fagfólk þar á ferð og byggist allt á heiðarlegum samskiptum milli einstaklings og sérfræðings og það þekkja og skilja börnin mín vel.
óska ég ykkur öllum góðrar helgar, við 3 í Nørregade munum amk gera það eins og flesta daga í okkar lífi :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2014 | 09:56
Vonbrigði........og Von!!!
Þar sem ég hef ævinlega verið jafn opin og símaskráin ætla ég ekki að stoppa hérna. Í dag velti ég fyrir mér vonbrigðum. Eins og vitað er þá skildi ég og fyrrum maki minn fyrir rúmu 1 1/2 ári síðan, skilnaðurinn var að hans ósk. Margar voru ástæðurnar gefnar en allar aðalega hversu mikil vonbrigði ég var fyrir fyrrum maka minn, þá skoðun hefur og hafði hann fullan rétt á. Þakka hins vegar fyrir að ég hef sterkari skráp en það að láta það algerlega brjóta mig niður. Tók vissulega hluta ábyrgðarinnar en langt frá því að ég tæki hana alla, fór sem fór. Fyrstu vikurnar fóru í sorgarferli, vonbrigðin voru gríðarleg, ég hafði tapað keppninni (þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki af stað í neitt sem ég ætla mér ekki sigur í og fjölskylda mín var engin undantekning).... Ég þurfti að læra að sjá hlutina í nýju ljósi, syrgja bæði fjölskyldu mína sem og það sem meira var "hugmynd" mína um fjölskylduna, því þegar ég steig frá því þá á ákveðnum timapunkti gat ég ekki hugsað mér að fara til baka. Ég sagði við barnsföður minn að ég myndi aldrei bakka frá þeim degi sem við segðum börnunum frá ákvörðun okkar (aðallega sökum þess að við höfðum verið i þessum sporum áður) en þegar ég horfi aftur get ég því miður sagt að ég er ekki viss um að svo hefði verið fyrstu vikurnar á eftir, ég var engan vegin nógu sterk til að velja það besta fyrir mig og þar með fyrir börnin en blessunarlega kom aldrei til þess. Í desember það ár þegar ljóst var að barnsfaðir minn var algerlega fallinn í neyslu á bæði læknalyfjum og áfengi að hann væri á vondum stað og sem betur fer ákvað hann að fara í meðferð, dagana fyrir meðferð dvaldi hann á mínu heimili. Hann spurði á þeim tíma (þá næstum 3 mánuðum eftir skilnaðinn) hvort það væri einhver von fyrir okkur. Ég sagði honum að það væri enginn grunnur fyrir því að hann vissi það sjálfur hvað hann vildi, hann væri bara kominn heim í öryggi fjölskyldunnar og það væri alltaf betri staður en hann hafði dvalist á seinustu mánuði og best væri að hann færi bara í sína meðferð og hvort okkar myndi hugsa sinn gang og meta stöðunna að meðferðinni lokinni. Þessi orð meinti ég frá botni míns steinshjarta, fjölskylda mín átti það inni hjá mér að ég myndi ekki bara vísa þessu frá mér án nokkurar yfirferðar og ef svo hefði verið þá hefði það bara verið gert í biturleika og reiði og það er ekki leið sem hentar mér. Ég eyddi fyrstu vikunni eftir jól að velta þessum möguleika fyrir mér og sá ekki neina leið, né neinn vilja til þess að fara til baka. Þótt að ég hefði einungis unnið mig skamman veg frá sambandi mínu hafði ég þó komist þangað. Ég og barnsfaðir minn ræddum þetta aldrei meðan hann var í meðferðinni, þegar hann kom til baka til Danmerkur var það, það fyrsta sem ég gerði þegar ég hitti hann var að segja honum að ég sæi aldrei framtíð þar sem ég og hann værum par, það góða er að hann sagðist vera alveg sammála mér og þar með var það leyst og hvert okkar gat haldið áfram sinni vinnu að læra á hið nyja líf. Ég bæði meðvitað og ómeðvitað var ekki að flýta mér í samband, eins yndislega gaman og það er að vera skotin/ástfangin þá er það alveg ljóst að það er aldrei pláss fyrir eitthvað nýtt fyrr en gamalt hefur verið fjarlægt og það var alveg tilfellið hjá mér. Þrátt fyrir að ég vissi um áramótin að ég gæti aldrei farið til baka í samband þýðir ekki að ég hafi þá og þegar verið búin að afgreiða málið, langt í frá. Maður sem ég hafði eytt einum og hálfum áratug með var ekki alveg svo fljóttur að yfirgefa tilfinningabúið. Það gerðist (ekki að sjálfu sér, margir þættir koma þar að, bæði aðstæður,atburðir og sjálfsvinna) en einungis næsta haust á eftir.....get ekki munað hvort það var í ágúst eða september það ár....en það gerðist!!!!! Allir sem skilja vita að það tekur á bæði á fullorðna og börn og við vorum engin undantekning þar, árekstrar voru á milli þess sem við remdumst eins og rjúpur við staur að vera vinir og gera allt vinsamlega og á það við báða fullorðnu aðilina í þessu fyrra sambandi. En minn skilnaður kenndi mér það að það er enginn þörf að vera vinir, það þarf einungis að vera kurteis og heiðarlegur þegar kemur að samskiptum varðandi börnin, ég dró bara minn eigin bata á langinn að rembast í vinskap og væntanlega á það sama við hann. Barnsfaðir minn reyndist börnunum vel fyrstu mánuðina og voru þau bæði glöð og kát að fá hann aftur úr tveggja mánaðar meðferð, hann bjó í íbúð ekki langt frá þeim og samskiptin voru góð. Hann þjálfaði dóttir okkar í fótbolta og sinnti því vel framan af. En Adam var ekki lengi í paradís því með haustinu fór að halla undan fæti, barnsfaðir minn fór að sína merki sem ég þekki alltof vel enda bjó ég með fíkli í 15 ár. Það eina góða fyrir mig á þessum tíma að ég var komin á stað að þessi staða olli mér engum vonbrigðum, þá meina ég mér persónulega (sem það hefði gert nokkrum mánuðum áður) en í staðinn voru vonbrigðin farin að sjást á þeim sem minna mega sín, börnunum. Það var þá mitt verkefni að veita þeim þau verkfæri að komast á stað þar sem þau átta sig á að þau bera einungis ábyrgð á sér og engum öðrum og sér í lagi ekki fullorðnu fólki og hvað þá foreldrum sínum sem hafa þá ábyrgð að hugsa um þau en ekki vice versa. Á þessum tíma átti dóttir mín mun erfiðara með allt sem gekk á, bæði skilnaðinn, samskiptin við báða foreldra sína og sjáfa sig í þessari stöðu. Ég og hún fórum strax af stað og fengum handa henni ráðgjafa sem hefur gert kraftaverk fyrir hana, hún gaf henni tæki og tól til þess að virkja hugann, virða sig og sýnar skoðanir og vilja og það er fræ sem ég sem foreldri vill rækta áfram hjá henni og styrkja hana þar með. Sonur minn er bæði eldri af árum og opnari í umræðum, en hann hefur átt og á ennþá sín móment þar sem þetta allt er erfitt fyrir hann, á sama tíma og hann er að þroskast í ungann mann uppfullur af hormónum og getur verið nógu erfitt eitt og sér. Haustið kom og ekki skánaði staðan, fyrrum barnsfaðir minn byrjaði í sambandi sem hann kynnti strax fyrir börnin, sonur minn sem þá ræddi meira um málið hafði ekkert nema gott um þá stúlku að segja, sagði hana opna og skemmtilega en velti eðlilega fyrir sér hvernig "fjölskyldurlíf" föður síns yrði í framtíðinni, þetta ræddi hann opinskátt við mig og veit ekki hvort hann gerði það líka við föður sinn, það voru bara eðlilegar pælingar eins og "heldur þú að pabbi muni eignast fleirri börn, enda kærastan hans 26 ára og barnlaus" "heldur þú að hann flytji heim eða eitthvað annað"... þessu gat ég auðvitað ekki svarað, hvorki vegna þess að ég hef aldrei hitt þá manneskju og hvað þá að ég viti né að það komi mér við yfirhöfuð, en var ánægð að sonur minn skyldi ófeiminn ræða það við mig og vera opinn um málið.
Vikurnar liðu með stöðugum árekstrum milli mín og barnsföðurs míns, hann skyldi börnin eftir ítrekað meðan hann fór í partý eða á skólabarinn (sem í sjálfu sér er ekki stórmál enda engin smábörn en er ekki staður þar sem hann ætti að vera í ljósi þess að hann hafði börnin í sinni umsjá og einungis nokkrir mánuðir frá því að hann kom úr meðferð. Ég gaf honum þann kostinn að ef hann vildi sinna skemmtanalífinu þá skyldu börnin vera hjá mér á meðan, eftir langar umræður var það ákveðið og faðir þeirra ætlaði að virða það og kom aldrei til þess að hann bæði um það. Það ástand endist þó ekki lengi og hegðun barnana sagði mér að ekki væri allt eins og það ætti að vera. Það endaði svo þannig að þann 27. desember sótti ég dóttur mína til föður síns, hafði þá fyrr um daginn sótt u frænku hennar illa lyktandi af sígarettureyk þar sem fullorðnafólkið á heimilinu hafði verið að reykja innandyra í þónokkurn tíma, það eitt og sér segir mér mikið um barnsföður minn því að hann hafði aldrei meðan hann ekki væri í neyslu eða í einhvers annars konar annarlegu ástandi reykt ofan í hvorki börnin sín né annara manna börn, hann hafði sjálfur nokkrum mánuðum áður bannað syni okkar að vera heima hjá vini sínum þar sem var verið að reykja ofan í þau. Daginn eftir brotnar dóttir mín niður og segir mér að henni líði ekki vel heima hjá pabba sínum, hún sé ósátt við kærustuna er það eina sem hún segir. Ég útskýrir fyrir henni að auðvitað breytast hlutirnir þegar kærasta/kærasti koma til sögunnar en ekki endilega til verri vegar, ég hefði verið svo heppin að eiga yndislega stjúpmömmu sem var alltaf gaman að koma heim til, hefði hugsað vel um okkur og sinnt okkur ennþá betur og ef það væri tilfellið væri ég glöð að heyra það en ef svo væri ekki þá vildi ég líka heyra það. Á þessum tíma hafði faðir hennar ekki þjálfað fótboltann í rúma 1 1/2 mánuð, hann bar fyrir sig annríki í skólanum en þetta tók dóttir hans gríðalega nærri sér. Ég vill meina að dóttir mín hafi ekki hitt kærustu föður síns nógu mikið til að geta á nokkurn hátt myndað sér neitt annað en góða mynd af henni miðað við það sem sonur minn hefur sagt mér af henni en börn eru einstaklega skynsamar verur og hún á þessum tíma væntanlega hefur haft vonda tilfinningu fyrir einhverju bara gat ekki nemið hvað það var, enda skilningurinn takmarkaður á málefninu. Miður þótti mér að sama dag fæ ég þau tíðindi að kærasta og verðandi sambýliskona barnsföðurs míns ætti sögu sorglega, eiturlyf og misnotkun þeirra kemur á yfirborðið. Ég kalla til mín barnsföður minn að ræða málefni dóttur okkar, hann tekur vel í málið í fyrstu en breytir skyndilega um stefnu og vill ekki að dóttir okkar ráði því hvern hann hittir og segir að hann ætli ekki að reka sambýliskonu sína út af sínu heimili, sem var aldrei ósk mín í þessari umræðu. Á þeim tíma hafði ég ekki hugmynd um að hún væri að flytja inn og allt í einu varð það jafn stórt atriði og upplifun dóttur okkar, því fyrir mér skulu börnin mín ekki búa með eða umgangst fólk í neyslu og velferð þeirra er mér allt. Ég spyr barnsfaðir minn um það hvort sambýliskona hans sé í neyslu og sé einnig talsmaður fyrir lögleiðingu kanabis , svarið sem ég fékk var eins og blaut tuska í andlitið, vissuleg vonbrigði fyrir mig sem foreldri. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það, ég sagði honum að ég skyldi gefa honum vafan þar enda þau einungis búin að vera saman í nokkra mánuði, en það hlyti að vera honum mikið atriði að komast til botns í enda velferð barna okkar að veði. Svarið sem ég fékk þá var ennþá verra "Nei það skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli er að hún sé góð við börnin" það var með öllu vonlaust að rökræða þegar málið var komið á þetta level og ég bað barnsfaðir minn á endanum bara að fara heim til sín, ræða við sína sambýliskonu og koma svo að samningsborðinu aftur þvi hann skyldi hafa það alveg á kristal tæru að börnin mín eru ekki inná heimili sem neysla er eða neysla á eiturlyfjum er viðurkennd. Í framhaldi af þessu fór ég fram á það við barnsfaðir minn og sambýliskonu hans að þau bæði færu í blóð og þvagprufu og við gætum tekið boltann þaðan, þetta gerði ég bæði vegna þess að ég treysti honum ekki, hinn punkturinn er að þetta er tækifæri fyrir hann að sanna sig og sýna, ef hann hefur ekkert að fela þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur þótt að hann þurfi að fara 100 sinnum í prófin, ef hann er "clean" þá að sjálfsögðu er hann partur að lífi barna sinna, en sé hann það ekki er partur hans alltaf takmarkaður eða enginn, það er því nú ver og miður bara svo. Hann verður alltaf faðir barnana en sá réttur er ekki ótakmarkaður og skilyrðislaus enda sem betur fer höfum við lög og reglur sem vernda rétt saklausra barna í stöðum sem þessum og verri. Vonbrigðin voru gríðarleg fyrir börnin að hann hefur neitað staðfastlega að fara í prófin, telur mig vera að brjóta á sér og sakar mig um misjafna hluti í sinn garð, það allra versta þó að ég sé að beyta börnunum gegn honum. Það hef ég ekki gert og mun aldrei gera, börnin mín eru auðvitað partur af þessu og hef ég verið einstaklega heiðarleg um hvað ég sé að biðja föður þeirra um og hvers vegna. Ég hef útskýrt fyrir þeim að fari þetta opinbera leið (sem það er að gera núna) þá sé rétturinn alltaf þeirra og faðir þeirra og sambýliskona hans hafa lagalega skyldu til að koma í blóð og þvagprufu. I byrjun janúar fór það svo að bæði börnin óskuðu þess að hitta ekki föður sinn um stund, það var honum gert ljóst af mér enda ekki þeirra að þurfa að standa svörum fyrir það við föður sinn frekar en þau vilja. Ég hvatti hann til þess að hafa samband við statsforvaltningen ef hann væri ósáttur og fá þriðja aðila inn i málið en aldrei að fara fram hjá mér þeirra forráðamanni og ræða beint við þau, það hefur hann ítrekað gert. Það allra síðasta var að hann hafði samband við son okkar beint og sagði honum að hann væri búinn að fara í blóðprufu, og að ég vissi það mætavel (veit ekki hvernig ég ætti að vita það þar sem ég hef ekki heyrt frá né í barnsfeðri mínum síðan 28.janúar) og að hann væri velkomin að koma að skoða hana. Sonur minn sem bæði er skynsamur og gáfaður ungur maður beindi föður sínum á rétta braut og bað hann að hafa samband við mig, enda alveg ljóst að það er okkar hlutverk að ræða málefni sem varða velferð barnana ekki að börnin eigi að taka þá afstöðu sjálf. Ég hef ítrekað reynt að hafa samband við barnsföður minn bæði á sms og hringja, boðið honum að ræða þessa umræddu blóðprufu við mig og hvort grundvöllur sé fyrir samskiptum milli hans og barnana. Hann svarar engu. Mín seinasta von er að við eigum að hittast í statsforvaltningen (ígyldi sýslumanns) 1.apríl þar sem hann óskar eftir fastri umgengni við börnin. Takist honum að sýna fram á það á lögmætan máta að enginn neyla eigi sér stað á hans heimili þá er enginn hindrun í veginum fyrir því að hann og börnin geti reynt að byrja að laga þann skaða sem þegar er orðin, sé vilji fyrir því hjá öllum aðilum.
Mitt verkefni núna er að hlúa að börnunum, ef einhver heldur að þetta séu ekki vonbrigði að svona sé komið og að ég hafi gaman af því að hlutirnir séu svona þá þekkir sá hinn sami mig ekki mikið né vel. Mér finnst þetta miður sorgleg staða, en mín eina ábyrgð í þessu máli er að passa upp á börnin mín tvö og það er ekkert í þessu veraldarríki sem stoppar mig í því annað en dauðinn. Ég reyni að styrkja þau á tímum sem eru þeim erfiðir en á sama tíma verður maður líka að reyna að minnka skaðann fyrir þau eins og maður getur hverju sinni.
þótt margt tengt þessu máli séu eintóm vonbrigði þá er líka ótrúleg von, von um börnin, bjartari framtíð, fulla af kærleik og styrk, fjölskyldu og vinum, sumar og vetri og svo mörgu jákvæðu í lífinu.
Munum að vera þakklát fyrir hvort annað og það sem við eigum.
Bloggar | Breytt 31.3.2014 kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2014 | 15:50
The great escape .....
Í dag velti ég fyrir mér þörf mannsins til að flýja, mörg ef ekki öll erum við sek um að flýja frekar af hólmi en að standa orrustuna á einhverjum punkti í okkar lífi. En sumir læra af reynslunni og reyna frekar að takast á við vandann, lífið, verkefnið hvað það sem fyrir liggur meðan aðrir kjósa að flýja. Það að flýja getur vissulega í sumum tilvikum verið lausn, en í all flestum tilvikum er hún einungis skammtímalausn og vandinn kemur upp aftur sterkari en nokkru sinni fyrr, málið er nefnilega oftast það að þótt að þú flýjir þá ert "þú" sem oftar en ekki ert þáttakandi í þínu eigin lífi (vona ég amk) partur af bæði vanda og lausnar og þótt að þú takir þig sjálfan úr jöfnunni þá kemur alltaf þinn hluti jöfnunar með þér ;)......
sumir telja sér jafnvel trú um að flóttinn sé ekki flótti heldur bara minnkun á skaða eða jafnvel sé verið að leysa málið fyrir sig og aðra. Tökum sem dæmi "ég tók mig til árið 1996, eftir 8 vikna verkfall í framhaldskólum, að hætta í skólanum þá önnina. Ég hafði það ekki í mér að segja elskulegri móður minni þessa annars vegar glæsi ákvörðun mína þannig að ég þóttist bara fara í skólann, þóttist meira segja bara fara í próf og ef ég man rétt meira að segja laug til um einkunnir mínar. Þarna taldi ég mig bara vera gera öllum greiða, ég var ekki að ráða við viðbrögð móður minnar og sannfærði sjálfa mig bara að ég væri raun að gera henni greiða með því að "íþyngja henni ekki með þessu", flúði bara vandann og fór til færeyja að "prófum" loknum sem au pair. Um sumarið varð svo úr að vinkona mín sagði systir minni frá þessu sem hvorug hafði hugmynd um að hin vissi ekki af þessum glæsigjörningi mínum. Systir mín gaf mér val um að koma hreint til dyra og hringja í mömmu sjálf eða hún myndi segja henni frá þessu, ekki var vandinn flúinn meira hjá mér og gekkst við brotum mínum og svikum "I did the crime og var kominn tími til þess að do the time". Ég bjóst alltaf við því að móðir mín sem í uppeldi mætti teljast frekar ströng og ákveðin (alls ekki slæmt uppeldi ) yrði mér, örverpinu dóttur sinni afar reið og reyndi að búa mig undir það "högg". En það sem kom var miklu áhrifaríkara og lærdómsríkara, móður mín var mjög sár, vonbrigðin leyndu sér ekki og ég vissi varla hvernig ég átti að taka því. P-in mín (propper planing and preparation prevent pisspour perfomance ) komu ekki að neinu gagni, ég hafði flúið, svikið, logið og var núna að upplifa fullan þunga áhrifa þess á aðra, var kippt út úr sjálfselsku bólunni minni inn í raunveruleikann, tilfinningin var ekki góð en ég fékk einstakt tækifæri til þess að læra, þetta var engum að kenna öðrum en mér, ég hafði valið þessa leið, ég var ekki fórnalamb aðstæðna, enginn hafði valið eða framkvæmt aðrir en ég en þegar ég var aðeins komin frá þessu var ég gríðarlega fegin að upp komst. Líf lyga og flótta er ekkert líf að lifa, þeim mun meiri lygar, þeim mun ríkari þörf að flýja. Haltu frekar haus og reyndu að vinna þig frá því sem þú ert að flýja, ég get eiginlega lofað þér því að sú leið er alltaf gæfuríkust ekki bara fyrir þig heldur alla sem að málinu koma. Flóttinn getur verið á svo margan hátt, en verður alltaf meðan þú sem einstaklingur velur þá leið en ekki lausnina, neikvæð. Lausnin er kannski ekki alltaf auðsjáanleg en vissulega alltaf til staðar ef þú ætlar þér þangað.
knús í daginn mín kæru :)
I
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2014 | 07:01
Neutral Point of View.....
Hlutleysisstefnan þýðir ekki að það sé hægt að skrifa allan texta frá einu hlutlausu sjónarhorni heldur er markmið hennar að öllum sjónarmiðum varðandi viðfangsefnið sé lýst með sanngjörnum hætti og opnum huga án þess að gefa í skyn að eitt sjónarmið og ein skoðun sé öðrum fremri. Fyrst og fremst á að leitast við að lýsa staðreyndum og leyfa lesandanum að gera upp hug sinn.....
Hlutleysi er eitthvað sem hefur farið í gegnum huga minn þennan daginn (og kannski síðustu daga) Ég myndi seint segja að ég sé í eðli mínu mjög hlutlaus manneskja, fer miklu frekar eftir bæði það sem kallast á góðir ensku "gut feeling" í bland við huglægt mat á upplýsingum þegar ég tek stefnu í málum, afstöðu eða ákvörðun. En áhugavert að segja frá því að tveir mjög svo aðskildir hlutir fá mig til þess að skoða sjálfa mig og umhverfi mitt þegar kemur að hlutleysi.
Sá fyrri er sú staðreynd að ég er að læra lögfræði, mér finnst áhugavert að lesa dóma og það sem heillar mig mest er sú staðreynd að hlutverk dómara er ekki hans persónulega skoðun, ekki hans tilfinning eða túlkun heldur mat á þeim gögnum og upplýsingum sem fyrir hann liggja hverju sinni og afstaða tekin út frá þeim gögnum/upplýsingum í samræmi við gildandi lög. Mér finnst þetta áhugaverður kostur þessa starfs og lit upp til ferlisins sem og þeirra sem starfa innan stéttarinnar. Finnst ég geta lært mikið ekki bara faglega (vonandi einhvern tímann) heldur líka persónulega, vera ekki svo köld og hörð til að dæma (þó oft ég játi oft misstök þar eins og annars staðar). Mál Hjördísar Svan er gott dæmi hérna um, fólk er fljótt að dæma, draga afstöðu út frá oft einhliða frasögnum í stað þess að horfa á staðreyndis málsins, dómsgögn, mat sérfræðinga og hegðun og aðgerðir forldrana og draga áliktun þar af.
Hitt atriðið er fjölskyldulíf mitt, bæði núverandi og þáverandi. Alltaf hefur reynst mér vel að koma bara hreint fram, segja hlutina eins og þeir líta við mér og ræði ófeimin nánast allt í mínu lífi. Að mestu finnst mér það ennþá vera minn helsti kostur en auðvitað hefur það sína galla líka því ef maður horfir á reglu hlutleysis þá er seint hægt að segja að viðmælendur mínir hafa mikinn möguleika á hlutleysi þegar einungis mín hlið á málefnum er viðruð en hef ég alltaf haft þá skoðun að best sé að muna að á öllum málum eru amk tvær hliðar og oftar en ekki á nákvæmlega sama hlutnum og það er staðreynd að það reynist okkur mannkyninu afar erfitt að vera hlutlaus í málum sem við teljum okkur varða okkur, tengjumst persónulega eða þekkjum til, varla getum við það í málum sem við heyrum í frettum,þjóðfélaginu og svo framvegis. Þannig hefur það alltaf verið og mannkynið kæmi mér verulega á óvart ef þeir allt í einu hefðu þann eiginleika upp til hópa að vera hlutlausir með meiru.
Fjölskyldumál mín eru og verða milli tanna fólks alveg eins og allra annara, væru það auðvitað minna ef ég væri bara "leiðinleg venjuleg vísitölufjölskylda úti á Nesi" en þegar fjölskylda gengur í gegnum eitthvað annað en hversdagsleikann þá er annað uppi á teningnum. Er ég ófeimin að ræða hvernig sé í pottinn búið, ófeimin að segja mína upplifun og hvernig þetta hefur áhrif á börnin og hvernig ég reyni að leysa það og auðvitað fyrir vikið öðlast maður bæði hrós og gagnrýni, það er hlutarins eðli þegar maður er eins opin og ég um jafn erfið og persónuleg mál. Það yrði alltaf að vera mat mitt hvernig best sé að leysa hvert verkefni, hverja þraut og ef ég tel það vera rétta leiðin að gera það á jafn opin og heiðarlegan hátt og ég reyni að gera þá skal engan undra að það fari fyrir brjóstið á mörgum. Setningar eins og "vona að þú/þið séuð ekki að draga börnin inní þetta" er þá sér í lagi eitthvað sem ég vil alltaf fá tækifæri til að svara. Við fullorðna fólkið höfum iðurlega þann eiginleika til þess að gleyma eða hreinlega ekki átta okkur á hversu skynsamar verur börn eru, þau bæði fatta, skynja, vita og skilja og skilja ekki fer allt eftir aldri,einstaklingnum sjálfum hversu mikill sá skilningu er. Þegar hjón skilja sem eiga börn eru börnin alltaf þáttakendur í skilnaðinum, það er staðreynd sem ekki hægt er að neita, þau eru óviljugir þáttakendur í atburði sem þau hafa enga stjórn á og enga ábyrgð en lifa með afleiðingarnar, sem oft geta haft langvaradi jákvæð áhrif en oftar en ekki skammtíma neikvæð áhrif. Ef við viðurkennum ekki þátt þeirra í þessu ferli þá erum við heldur ekki hæf til þess að gefa þeim tæki og tól til þess að eiga við þetta og annað. Þessi fræga setning hljómar nú oftast þegar harnar í ári milli foreldra (hver svo sem ástæðan er) ég hef heyrt hana margoft, reyndar finnst mér miður hversu oft ég heyri það bara út undan mér en ekki að fólk hafi endilega þor til þess að segja það við mig og ræða það við mig og heyra mín rök fyrir því hvers vegna ég hef hlutina eins og ég geri það en kannski næ ég að deila því hérna. Ef við tökum börnin mín tvö sem dæmi þá er þau mjög ólík bæði í aldri og persónuleika gerð, Viktor er mjög klár ungur maður sem bæði skilur og skynjar umhverfi sitt vel (svona þegar hann vill gera það, skulum ekki gleyma að hann svífur um á skýi hormóna þessi elska) hann er svolítið líkur móður sinni þegar kemur að því að spá hvað öðrum finnst og er sjálfstæður í hugsun. Lotta skynjar miklu meira, er yngri af árum og skilur kannski ekki eins vel og eldri bróðir hennar en er að læra að vera ófeimin að spyrja um allt ekki bara hversdagsleikann, umræða og vangaveltur eru skemmtilegar við hana. Lotta er afsakplega umhyggjusöm og hugsar um alla aðra fyrst og sig sjálfa seinast en vonandi lærist henni að snúa því við (eða amk að finna meira jafnvægi þar). Allt sem gengur á í okkar lífi er varðar þau ræði ég við þau það er ekki til þess að gera neitt annað en að virða þeirra stöðu í okkar lífi og viðurkenna þátt þeirra í tilverunni. Þau eiga réttinn og við foreldrarnir skyldurnar gagnvart þessum yndislegu mannverum sem við eigum svo stóran þátt í að skapa. Hvor mín aðferð sé rétt eða ekki veit ég ekki en hún er vissulega ekki hafin yfir gagnrýni og það er líka allt í lagi og ég verð að geta staðið það af mér enda bara partur af því að vera til, en þegar öllu er á botninn hvolft þá horfi ég framan í börnin mín, spegilinn og umheimin stolt af því sem ég er að reyna að gera fyrir börnin mín, nú sem endranær. Minni sjálfa mig á að þau eru börn en enga síður skynverur, reyni að muna hvernig það var fyrir mig að vera á sama aldri hverju sinni og tek boltann þaðan.
vonandi eigið þið góðan þriðjudag mín kæru ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2014 | 08:52
Fíkn.......... sjúkdómur eða plága???
Ég held að við getum öll verið sammála því að fíkn sama hvert sú fíkn leitar er ALDREI blessun á líf neins né nærumhverfi þess einstaklings sem í fíkninni lifir. En tveir atburðir í vikunni kalla fram þann "póst" sem núna er skrifaður.
sá fyrri var þegar ég og sonur minn fórum og hittum ráðgjafa til þess að sjá hvaða úræði eru í boði fyrir ungmenni sem alast upp á heimili þar sem fíkn hefur verið eða er, og öllu meira eiga foreldri sem er fíkill. Ég trúi nefnilega alltaf á mátt forvarnar, vinna í málinu strax en ekki að bíða eftir því að allt fari í "shittyfuck" áður en maður gerir eitthvað og blessunarlega þekkja og hafa/munu börnin mín lært það. Í þessu ágæta viðtali fengum við ágætis hjálp en það sem líka stóð upp úr í þessu viðtali (sem nota bene var það allra fyrsta sem hún hefur hitt minn ágæta son og stoppuðum við þarna í max 20 mín) voru orð ráðgjafans þegar sonur minn sagði henni frá sinni upplifun af núverandi ástandi.... en þá sagði ráðgjafinn "mundu það pabbi þinn er ekki að velja það að vera "misbruger" hann er einungis veikur og þú veist að hann elskar þig ótrúlega mikið"........ til þess að allt fari ekki í panik hérna er best að ég svari þessu strax!!!!
Ég tek þann pólinn í hæðina að segja við börnin mín að muna það sem þau hafa gengið í gegnum, í mestu eiga þau sterkar og ánægjulegar minningar þar sem faðir þeirra hefur verið þeim góður faðir, þar sem hann hefur sýnt þeim ást, alúð og umhyggju. Með það að leiðarljósi get ég með fullri vissu sagt við börnin já þið vitið að þrátt fyrir allt þá er ég viss um að pabbi þeirra elskar ykkur, en við vitum öll að ást er ekki öllu yfirsterkari og getur ekki bjargað einum eða neinum frá þeirra eigin sjálfseyðirleggingu og aldrei skal sú viðleitni liggja á herðum barna, fullorðið fólk getur ákveðið að rembast eins og rjúpur við staur að "bjarga" einhverjum en þegar öllu er á botninn hvolft liggur það alltaf hjá fíklinum sjálfum að bjarga sér sjálfur.
annað atriðið var þessi hérna grein http://www.drugabuse.gov/about-nida/noras-blog/2014/02/addiction-free-choice sem að er að leggja áherslu á hugtakið "sjúkdómur" þegar kemur að fíkn og benda á vísindalegar staðreyndir að einstaklingar sem glíma við fíkn ráða ekki yfir sínu vali, heldur er heilinn á þeim bara "víraður" þannig og það sem angraði mig mest í þessari grein er samlíkingin við sykursýki og hjartasjúkdóm. Fyrir mér er þessi samlíkingin algjörlega út í hött, fíkn er engan vegin það sama og sykursýki og svo víðáttufjarri því að líkja því saman og finnst mér þetta svo víðtæka viðhorf samfélagsins vera ákveðið eitur!!! fíklar sem eru í gruninn bara ansi góðir að finna allar aðrar afsakanir fyrir sínum vanda en hjá sér sjálfum þurfa amk ekkert að taka ábyrgð á þessu "ástandi" sínu þar sem þetta er bara sjúkdómur og þeir geta ekkert að þessu gert!!!!! þessu viðhorfi ætla ég ekki að halda á lofti á mínu heimili. Skal upp að vissu marki viðurkenna fíkn sem sjúkdóm en eins og með alla geðsjúkdóma er fyrsta skrefið alltaf að fá hjálp, viðurkenna veikina og leita lausna. Þunglyndur einstaklingur hefur klárlega sjúkdóm en hversu slæmur sá sjúkdómur er, er alltaf í höndum hans sjálfs!!!! hvort hann geri allt í sínu valdi til þess að halda þeim sjúkdómi í skefjum eða akkúrat í hina áttina, leggst bara upp í rúm, reykir eina jónu og upplifir ákveðna fróun í skamman tíma en svo hellist yfir hann myrkrið og vítahringurinn eykst..... ef að við lifum í samfélagi sem ætlast til þess að við séum svona skilningsrík fyrir því að fíkn sé sjúkdómur og neysla sé afleiðing þess en ekki val og okkur beri að sýna því umburðarlyndi þá krefst ég þess af sama samfélagi að það sýni því skilning að þeir sem standa í innsta hring af fíkn og neyslu megi velja að vera ekki þáttakendur í því ástandi.
Ég reyni að styrkja börnin mín, vill kenna þeim að bera ábyrgð á sér fyrst og fremst. Ég reyni hvað ég get að hjálpa þeim í gegnum allt sem á þeim dynur ekki til þess að bjarga þeim frá sorginni, eymdinni og vonleysinu heldur til þess að gefa þeim tæki og tól til þess að koma út í lífið sterkari, glaðari og reyndari. Mótlæti herðir er alltaf mín sterka trú en auðvitað getur það bæði beygt og brotið svo það er skylda mín sem foreldri að reyna allt sem ég get til þess að koma þessum ungum til eins vandaðra manna og ég get........ ég er ófeimin að segja við bæði börnin mín að komi til þess að þau velji sömu eða svipaða leið og faðir þeirra í misnotkun á bæði löglegum og ólöglegum efnum þá sé það ekki vegna þess að það hafi verið forritað í þeirra DNA, það er ekki vegna þess að ég var svo mislukkuð móðir, það er ekki vegna þess að þeirra líf hafi verið svo erfitt eða what not "ÞAÐ YRÐI ALLTAF ÞEIRRA VAL, OG VAL SEM ÞAU GETA FORÐAST"
Þessi vinna og verkefni eru ekki falin, við skömmumst okkar ekkert fyrir þau frekar en nokkuð annað í okkar lífi, öll erum við mannleg og gerum mistök en opin og heiðarleg samskipti eru fyrir mér mitt sterkasta vopn í lífinu, börnin mín verða annaðhvort sammála mér eða ekki þegar fram reyna stundir það á alveg eftir að koma í ljós en come rain, come shine er þá að minnsta kosti ekki annað en lærdómur sem þau taka í lífið.
þú ert kæri lesandi kannski ekki sammála mér að vera svona opinská og beinskeitt um mín persónulegu málefni en það er líka þinn réttur eins og það er minn að tjá mig um mín.
góðan laugardag kæra mannfólk.
I
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2014 | 01:34
Never kid a kidder!!!!!
Að ljúga eða blekkja er ekki list sem nokkur maður ætti að státa sér af að mastera, þeir sem eru einstaklega góðir í að leika slíkan leik eru oftar en ekki afskaplega siðblindir ef ekki siðlausir. Það ætti því að vera ákveðin fróun í því að vera lélegur í listinni.... gefur kannski von um að einstaklingur sem leggur það fyrir sig að ljúga/&blekkja og er lélegur í því er ekki það sem kallast "lost case".
Ég var alin þannig upp að dauðasyndin á mínu heimili var að ljúga. Var einu sinni flengd af móður minni ásamt Lottu systir fyrir atburð sem engin af okkur þremur man hver var annað en það að þegar við systur vorum gómaðar fyrir atburðin (sem nota bene var algjörlega engin leið að reyna að ljúga sig út úr) þá voru okkar fyrstu viðbrögð að ljúga...væntanlega hefur siðferðispostulinn hún systir mín meira haldið sig til hlés og ég reynt að halda uppi vörnum í þessum vonlausa glæpi okkar. Yfirdómarinn Hitler gaf litlu djöflunum sínum tækifæri til þess að baka út úr þessari þvælu en við systur stóðum brattar, með laskaðann geislabaug og englahár.......endaði með fyrirlýstum atburði með reiði,vonbrigðum og bossaskellingum. Aumar og beygðar við systur munum þetta ennþá og lexían um að ljúga ekki var fengin.......
alls ekki þar með sagt að maður hafi ekki lagt það fyrir sig og man ég sérstaklega eftir því þegar ég var í sambandi með Pétri Má og hann hafði sterkan grun um að ég væri farin að bera tilfinningar til annars stráks. Öll tækifæri heimsins fékk ég til þess að gangast við því en veit svo sem ekki ennþá hvað olli því að ég viðurkenndi það ekki, væntanlega í ungri heimsku minni vildi ég eiga kökuna og borða hana án þess að hugsa mikið um afleiðingar gjörða minna. En þær fékk ég að upplifa fljótt og örugglega því nokkrum dögum seinna fór ég á dansiball þar sem umræddur strákur og ég vorum bæði, áfengi við hönd, engar hömlur og (ekki mikið um heila hugsun heldur) Inger sá sér lítið fyrir og fyrir framan alla í föstu sambandi bara dry humpaði gaurinn (ekki að gera lítið úr gjörningi mínum en held að það sé líka hægt að sjá sorglega broslegu hliðina við þetta móment mitt) Ekki fór betur (eða sem betur fer..... eiginlega) kom min kæri kærasti á svæðið, ásamt systur minni og mági..... vont var að segja hver var reiðastur af því teymi þetta kvöld. Pési greyið var eiginlega bara eyðilagður og sár og réttmætilega svo, Stjáni mágur var eiginlega alveg til í að fara með mig út í hraun, en Lotta systir mín oftar en ekki minn siðferðisviti (skal bara alveg viðurkenna það) var vægast sagt BRJÁLUÐ. Heimkoman til móður minnar var með verri heimferðum á annars vegar þann kærleiksstað..... Móðir mín taldi sig hafa alið upp betra eintak en ég var að sýna af mér þarna... og ekki var það sú staðreynd að ég hafi verið að dandalast með einhverju strák það versta heldur LYGIN, SVIKIN og allt sem þessu máli fylgdi. Já komandi vikur voru enginn dans á rósum, ég hafði mikið að vinna til baka og átti allt sem að mér kom og meira í raun skilið. I did the crime so I had to do the time. En á sama tíma fékk ég líka lexíu að flýja ekki vandann, ekki stinga hausnum í sandinn, ekki kenna öðrum um, taka ábyrgð á mér og því sem ég gerði og vinna traustið til baka hjá öllum sem ég sveik..... og horfi ég ekki til baka með stolti eða skömm, öll gerum við mistök og ég held að ég geti sagt að þessi gjörningur minn hafi ekki eyðilagt líf neins (þótt vissulega það göfgaði ekki líf neins heldur), það er hvernig við lærum af þeim og hvernig við vinnum með þau sem skiptir máli
En það eru ekki allir sem öðlast neina lexíu af því að ljúga,svíkja og blekkja, að minnsta kosti ekki þannig að þeir berjist áfram til að gera betur. Helstu dæmin um þetta eru fíklar, kannski er það vegna þess að það er samnefnari allra fíkla að þeir ljúgi, hvort sem það er bara að sjálfum sér eða öllu samfélaginu í kringum sig. Það er bara staðreynd að allir fíklar ýmist ljúga,blekkja eða svíkja eða "all of the above". Það skiptir engu hvort það sé átfíkilinn sem telur sjálfum sér trú um að low fat prótein stykkin séu holl eða hvort það sé dópistinn sem telur sig ekki vera dópisti, hvort það sé nikotín fíkilinn sem er bara að skaða sjálfan sig eða alkahólistinn sem felur fíknina sína. Já því miður eiga fíklar það allir sameiginlegt að stunda lygar, hversu miklar og víðtækar þær lygar eru, er svo allt annað mál. En merkilegt er að bæði samfélagið og þá sér í lagi fíklarnir sjálfir virðast viðurkenna það ástand, það er eins og það sé bara partur af sjúkdómnum og þar með í lagi upp að vissu marki. Það finnst mér mjög sorgleg staðreynd og ennþá sorglegra ástand. Börnin mín og á ákveðnum tíma ég sjálf höfum alveg upplifað okkar skerf af því, en það eins og svo margt annað má ekki segja. Má ekki tala um fíknina, ekki fíkilinn og hvað þá alla þá neikvæðu hluti sem henni fylgdu og gerir ennþá, og geng ég svo langt að segja að margir hafa borið það upp á mig bæði beint og óbeint að vera uppfull af lygum sjálf að leyfa mér að tala um þá hluti. Mikið getur mér ofboðið það ástand þá ótrúlega en satt ekki fyrir mína hönd, mér er eiginlega alveg sama hvað öðrum finnst, enginn getur sagt mér hvað ég gekk í gegnum, enginn getur sagt mér hvaða tilfinningar ég hafði og hef annar en ég sjálf og það getur vissulega enginn sagt um börnin mín tvö heldur, en það er einmitt þess vegna sem mér ofbýðir stundum, fyrir hönd barna minna og á sama tíma allra þeirra sem minna mega sín og hafa kannski ekki neinn til þess að halda upp vörnum fyrir þeirra tilfinningum, þeirra upplifun, þeirra vonbrigðum, þeirra sorg, þeirra vanlíðan í ástandi sem ÖLLUM finnst óþægilegt. Mér er alveg sama hver á í hlut lygar hjálpa engum, ég vil ekki ala börnin mín upp í því að það er allt í lagi að ljúga/blekkja/svíkja svo framarlega sem enginn annar kemst af því eða það komist ekki upp um þau. Ég ætla ekki að gefa þeim fimmu ef þau verða svo góð í listinni að ekki komist upp um þau .......Nei ég legg mig alla fram við að reyna að kenna þeim að vera heiðarleg, þá fyrst og fremst við sig sjálf, enda þurfa þau að horfa á spegilmynd sína á hverjum degi og með heiðarleika og virðingu við sitt sjálft eiga þau mikið betri möguleika á að vera samfélaginu og nærumhverfi sínu viðauki, ánægju- og gleðigjafar.
ég minni þau reglulega á að mamma þeirra var ekki fædd í gær, var ekki alin upp af Hitler sjálfum (sem í þessu tilviki er ótrúlega mikið hrós elsku Mamma) og hef ekki bara ímyndaðan verndarengil á öxlinni, hann fæddist 18 mánuðum á unda mér og er ennþá að pota í góðu hliðarnar mínar, og um fram allt hef ég sjálf sagt mínar lygar í gegnum tíðina.......... so don´t kid a kidder!!!!!!
Vil miklu frekar að börnin mín fari minna grýtta veginn en ekki hrasi um allar hindranir á þeim sem þau eru á sjálf þegar kemur að heiðarleika......
já þetta líf er vandlifað en mikið ofboðslega er það gefandi þegar við gerum okkar besta :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2014 | 13:06
orðið á götunni........ !!!!
Pæling dagsins er tjáningarfrelsi og það sem oftar en ekki fylgir fast á eftir er friðhelgi einkalífsins og þar með pæling um hið merkilega fyrirbæri MANNORÐ. Oftar en ekki finnst fólki það brot á friðhelgi einstaklingsins eða að minnsta kosti ærumeiðandi þegar einhver fjallar um málefni sem við myndum kannski leyfa okkur að segja að séu ekki beint að bera á borð mannkosti einstaklings. Það er ekki þar með sagt að þeir séu ekki sannir, ekki þar með sagt að þeir megi ekki fram koma og kannski gríðalega mikilvægt að þeir fram komi. Tökum t.d málefni gamala biskupsins Ólafs Skúlasonar, ekki nóg með að hann sjálfur og hans nánstu fylgjendur hafi lagt sig fram við að halda hans "heilaga mannorði" hreinu þá hafði hann þjóðkirkju heillar þjóðar að bakinu í því máli. Brotin og misnotuð dóttir hans átti ekki von í þeim slag og þegar ég hugsa um þetta mál skammast ég mín bæði fyrir það að tilheyra þjóðkirkjunni sem og þjóðerni mitt, eiginlega bara skammast mín fyrir tegund mína mannkynið.
Það er nú blessunarlega svo að mannorð okkar eigum við, skapað af mismunandi áhrifum og völdum og mannorð er ekki endilega það sama og mannkostir þess einstaklings sem mannorðið ber. Mannkostir þess sem við á, eru í raun það sem skiptir raunverulega máli, mannorð er í mínum huga verðlaus gjaldmiðill sem allt of margir leggja mikið vægi á. Til þess að verðskulda gott mannorð verður hver einstaklingur að eiga inneign í það mannorð, margir geta svo sem búið sér til "flott" (en mjög falskt) mannorð á öllum yfirdrættinum og kúluláninu líka. En það mannorð er náttúrulega jafn verðlaust og lánið fyrir því.
Ef við grípum aftur dæmið með hugrökku dóttur Ólafs og hennar baráttu við sína djöfla og öll öflin sem hún þurfti að takast á við, gætum við kannski lært að mannorð er eitt en segir í raun ekkert um hvers lags persónu maðurinn hefur að geyma og mikið getur gerst bak við lokaðar dyr sem enginn veit og ætti ekki að vera okkar að slá um okkur yfirlýsingum byggðum á hugmyndum um eitthvað sem við í raun vitum ekkert um. Auðmýkt er kannski sem við gætum frekar tileinkað okkur og samhygð. Við getum alveg gert það án þess að dæma, sem við sem mannverur erum alltof fljótt að gera. Ég er engin undantekning þar á en batnandi mönnum er best að lifa og reyni ég alltaf að minna mig á þegar ég heyri "sögur" að alltaf eru amk tvær hlíðar á henni, getur aldrei verið mitt að dæma hver sé rétt og hver sé röng þegar kannski báðar eru RÉTTAR fyrir þann aðila sem segir hana.
já við mannkynið erum oft grimmar og breiskar verur og hef ég amk ákveðið að reyna að vera alltaf ég, opin og heiðarleg, ekki alveg jafn dómhörð eins og mér einni er lagið og læra og tileinka mér meiri samhygð gagnvart mínum án þess að tapa eiginleika mínum að vera yfirvegaður sálarlaus djöfull með hjarta úr steini ;).....
pís out folks ...
I
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2014 | 10:31
Usssss ekki segja !!!!!!!!!!!!!!!! bara þegja!
Las seint í gærkvöldi að mikill snillingur kvaddi þennan heim í gær, Philip Seymour Hoffman. Óneitanlega er það verst mynd og afleiðing af hinum ömurlega heimi fíkniefnarneyslu. Heimur sem ég þekki þvi miður of vel. En svo virðist sem ég megi ekki segja að ég þekki þann heim þar sem ég er ekki fíkillinn sjálf, ég er bara einstaklingur sem á einum tímapunkti taldist aðstandandi, núna er ég einungis foreldri barna sem teljast aðstandendur. Mér ber að halda mig á mottunni, má ekki tala um þau neikvæðu öfl sem fíkn hefur spillað í mínu lífi og það sem verra er í lífi barna minna því guð minn góður að ég skuli hafa einhverja hugmynd um hvernig þetta lítur við mér og minna!!!!
Engir tveir einstaklingar geta átt sömu upplifun af viðburðum,tilfinningum, atburðum og samskiptum, öllum ætti að vera ljóst að í öllum samskiptum einstaklinga eru amk alltaf tvær sögur/útgáfur, hvor hefur fullan rétt á sér enda ekkert annað en að endurspegla hvers útgáfu af ef til vill sama atburðinum. Við sem höfum gengið þennan heim í meira en tvo vetur ættum að minnsta kosti að vera búin að læra það, þótt að margir virðast oftar en ekki gleyma þessari augljósu staðreynd og oftar en ekki eyða mikilli orku í að láta þessa staðreynd naga sig.
Það sem er hvað erfiðast að eiga við þegar kemur að samskiptum við fíkil er persónuleika breytingin, einstaklingur sem lítur eins út og sá sem þú telur þig þekkja og í all flestum tilvikum einhver sem þér þykir mjög vænt um, sýnir af sér hliðar sem eru svo órökréttar í augum þeirra sem ekki eru fíklar þó oftar en ekki ótrúlega fyrirsjáanlegar þeim sem til þekkja. En börn þekkja ekki þessa hegðun nema að læra inná hana og mikið ofboðslega er það sorglegt þegar sú lexía kemur frá einstakling sem stendur þeim hvað næst. En allri lexiu getum við lært af og hvort sem upplifun er góð eða slæm höfum við sem foreldrar alltaf tækifæri til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín að öðlast styrk frá öllu sem á þeim dynur í lífinu. En ef maður þegir og gerir ekkert er alveg ljóst að maður er algerlega að misfarast í því hlutverki....... þessi vinna er ekki auðveld og alls ekki alls kostar ljóst hvernig hún mun takast með mín eigin börn en ég mun vissulega nýta mér öll þau hjálpartæki sem til eru. Ég er enginn sérfræðingur en sem betur fer eru til margir sérfræðingar þarna úti og hef ég reynt að kenna börnunum mínum að læra að nota þá hjálp strax og það besta er að bæði börnin mín eru opin fyrir því og er ég stolt að segja að þau munu bæði njóta aðstoðar sálfræðinga á komandi misserum til þess að vinna í sér og sínu. Þar með hafa þau tækifæri til þess að tala við sérfræðing, hlutlausan aðila sem hjálpar þeim að nálgast það besta í þeim sjálfum og vonandi skila þeim mun betur út í lífið en ella og er ég stolt að búa í samfélagi þar sem slík þjónust þykir sjálfsögð, ég er stolt af því að börnin mín nýta sér hana og vill kenna þeim strax hvað það er í raun frábær hlutur. Finnst svo miður hvað ennþá á hinu frekna ári 2014 er mikil skömm og þögn yfir því að ganga til sálfræðings "slíkir einstaklingar hljóta bara að eiga eitthvað bágt og mjög erfitt"....... !!!!! hver á það ekki spyr ég????
einungis er sá sem enga aðstoð fær eða gerir ekkert í sínum vandamálum, aðili sem samkvæmt minni skilgreiningu á við raunverulegan vanda að stríða!!!!! alveg sama hver vandinn er fyrsta málið er að viðurkenna hann og þá fyrst er hægt að gera eitthvað raunverulegt í honum.........
Mér er mikið í mun að fá og mega tjá mig um þessi málefni eins og hver önnur, það er stjórnarskrárlegur réttur minn að fá að gera. Hver og einn þarf ekkert að vera sammála mér, hann þarf ekki að sýna því skilning eða finna mína gleði eða mínar sorgir, þarf ekkert að gera eða má allt gera (innan ramma laga að sjálfsögðu) það er nefnilega hans réttur líka.
Ég er því ef til vill öfgafyllri en margir í að segja mína skoðun, mína meiningu, mina upplifun af atburðum sem margir vilja ekki heyra um, vilja ekki trúa, vilja ekki sjá en eru allt í kringum okkur og meðan ég dreg andann vill ég kenna börnunum mínum að ávallt horfast í augu við sig, sitt og sinna og takast á við það hverju sinni eins vel og aðstæður og styrkur leyfir með hjálp þeirra sem geta hana veitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2014 | 21:17
Knock, knock...... who´s there!!!!!
Það er merkilegur andskoti hvað gerist bak við luktar dyr hvort sem um er að ræða í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Mikið ofboðslega er ég fegin að ég kem alltaf til dyrana eins og ég er klædd, enginn þarf að efast um að ég sé að sýna af mér einhverja falska ímynd, leika hlutverk sem mér er ekki eðlilegt, er opin (eflaust fyrir margra smekk of opin) og heiðarleg við "náunga" mína. Deili minni gleði og sorgum vonandi án þess að íþyngja einum eða neinum með minni tilveru en þykir vænt um að eiga góða að sem ekki einungis taka mér eins og ég er heldur kjósa að eiga mig að í þeirra lífi.
Á sama tíma og ég velti þessu fyrir mér verður mér hugsað til þess að svo margir ganga ekki um lífið á þennan máta, þessir aðilar eyða óþarfa orku í að spila út ímynd sem oftar en ekki er þeim mikilvægari en að reyna að finna "raunverulega" útgáfu af sér, sýnast aðrir en þeir eru í stað þess að leggja sig fram við að vera sú manneskja sem þeir vilja vera. Neikvæðu áhrif facebook er gott dæmi um þetta, fólk sem kannski er með allt niður um sig, lífið og tilveran kannski á stað sem meðal maður myndi seint skilgreina sem hamingju ástand skellir inn statusum þar sem skal sko sýna alheiminum hversu frábært lifið er í raun og veru..... jú vissulega má bera fyrir sig að þessir aðilar séu kannski að "secret-a" málið en oftar en ekki fá þeir sem til vita bara kjánahroll og eiga erfitt með slikar yfirlýsingar þeirra sem leika þennan leik. Flest okkar hafa á einhverjum timapunkti meðvitað eða ómeðvitað sett inn slíka statusa hvort sem það er í samtali eða á netinu en met ég þá sem koma hreint fram og til dyrana eins og þeir eru klæddir mikils meira en þá sem svona leikaraskap stunda.
Ég reyni að kenna börnunum mínum að koma alltaf hreint fram, það þýðir ekki að þegar bankastarfsmaðurinn spyr þig hvernig þú hafir það á degi þar sem allt hefur farið úrskeiðis, dagurinn byrjaði í árekstri, kviknaði í þvottavélini hjá þér, veskinu þínu var stolið og kaffivélin biluð og so on...... að þú eigir að bresta í grát og hella sorgum þínum yfir hana, það er alveg eðlilegt að brosa bara og trúa á það besta þegar þú svarar heiðarlega..... Hef það bara fínt! eða bara "þetta er algjörlega einn af þessum dögum og brosa svo bara" þetta telst í mínum bókum ekki vera leikaraskapur, en mikið er gott að geta hringt í mömmu og farið að hágrenja yfir því að jafn einfaldur hlutur og að kaffivélin hafi verið biluð setti mann algjörlega á hliðina, hvað þá að geta talað við hana um allt þetta mikilvæga, lífið, tilveruna, viðveruna, áreitið, ánægjuna og allt þar á milli..... já þannig samband vill ég eiga við mína nánustu, hvort sem það er fjölskylda, vinir eða meira að segja kunningjar.....
En á sama tíma og ég kem fram eins og ég er klædd er ekki þar með sagt að allir sjái eða þekki þá persónu.... bæði skynjar fólk hana misjafnt sem og hin ýmsu áhrif stjórnar því hvernig fólk sér manneskju..... sem dæmi má nefna að mjög margir ekki bara telja heldur telja sig vita að ég sé gay. ansi margar og misskemmtilegar sögur hafa sprottið upp um mig og margar hverjar alveg bráðfyndnar, en það góða er að slíkt hefur aldrei svo mikið sem böggað mig í eina sekúndu af mínu lífi...... og hef ég alltaf sagt að "aumur er sá maður sem ekki er um rætt" þannig að ég lifi það vel af að heyra allar þær sögur sem af mér fara, breytir engu um hver ég er og hvað ég stend fyrir, eyði ekki orku í að leiðrétta þær, séu þær rangar, né velta því mikið fyrir mér hvernig þær urðu til. Hef svo sem alltaf sagt ef þú ert í einhverjum vafa spurðu þá bara viðkomandi, svo það á allt eins við hérna....ef þú hefur áhuga veistu hvar mig er að finna :)
eigið yndislegan sunnudag kæru mín og njótið lífsins ALVEG EINS OG ÞIÐ ERUÐ..... í allri ykkar dýrð!!
Bloggar | Breytt 3.2.2014 kl. 05:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)