Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2013 | 13:15
ungviðin og yndislega kæruleysið :)
Mér verður hugsað til fyrstu skrefa minna í fjölskyldulífinu, vissulega kæruleysislega fljótt rokið í málið. Ég og barnsfaðir minn hlupum eiginlega alveg yfir falska tímabilið (þetta yndislega tímabil þar sem allir eru spari útgáfan af sjálfum sér, enginn leysir vind, líta oftast út eins og kvikmyndastjörnur og alls ekki andfúlir) yfir í stig sem kannski ekki ætti að koma þar á eftir.... ógleði, þyngdaraukning og mjög svo öflugar hormónasveiflur tóku við, þegar væntanlegur faðir vildi bara grilla steikur meðan væntanleg móðir gat rétt svo slafrað í sig disk af kókópuffs.... nokkrum skrautlegum mánuðum síðar og þónokkrum óþolinmæðisdögum og vikum of seint tókst að koma frumburðinum í heiminn.
dauðþreytt, útbólgin af bjúg (og á líkampörtum sem ég vissi ekki að gætu stækkað svo mikið sökum vatnssöfnunar) blóðlítil, alltof þung (self inflicted I add), krúnurökuð (klíni því á hormónaójafnvægi meðgöngunar) reyndi ég að fagna komu þessara yndislegu mannveru. Átti auðvitað þessa NORMAL daga nýbakaðrar móður ..... brjóstagjöf var nýtt og asnalegt fyrirbæri sem ég hafði ENGA ánægju af en það mátti auðvita ekki segja, svaf illa, grét ýmist yfir ójafnvægi hormóna eða svefnleysis eða bara vegna þess að hinn nýbakaði faðir fannst ógeðslega ljótu knickerbox nærbuxurnar mínar ljótar (sem var það eina sem ég passaði nokkurn veginn í eftir ógeðslega sexy netanærunar sem ég notaði á bleyjutímabilinu MÍNU) já þetta var vissulega skrautlegur tími en sem betur fer afskaplega yndislegur inná milli og þegar maður horfir til baka getur maður ekki annað en brosað og jafnvel hlegið af þessu öllu saman og þegar öllu er á botninn hvolft svo fullkomlega EÐLILEGT og nánast allar konur eiga svipaðar sögur.
á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum þetta allt á tíma þegar þroskinn var vissulega minni en hann er í dag, kæruleysið var meira og allt þar með að mínu mati auðveldara en ég ímynda mér að það væri í dag ef ég væri að feta þessi fyrstu spor mín núna. Þegar frumburðurinn æfði hlaup í sófanum vissi ég svo sem alveg hvað myndi gerast en ég var ekkert í taugaáfalli þegar álfurinn hljóp fram af sófanum með tilheyrandi meiðslum og grátri, í dag væri ég eflaust með "ömmuviðbragðið" eins og ég kýs að kalla það og löngu búin að stoppa kjánann áður en hann færi sér að voða :)....... þessi tvö krýli sem ég og barnsfaðir minn komum í þennan heim eru nokkuð heil á líkama og sál (enn sem komið er) með viðeigandi fjölda af örum og ummerkjum þess að hafa rekið sig á nokkrum sinnum í lífinu og fyrir það er ég afskaplega þakklát.......
en núna bara að vonast til þess að eitthvað lifi af þessu kæruleysi mínu fyrir komandi unglingsár barna minna, því þau ár eru komin og nóg eftir að gera :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2013 | 21:42
internetsían....Proper planing prevents piss-pour performance
Mikið getur internet dating fyrirbærið verið broslegt og grátlegt fyrirbæri, var aðeins búin að dippa tánum í þennan heim eins og áður sagði uppfull fordómum og lagði fyrirbærið aðeins á hilluna en tók það niður úr hillunni aftur núna til að fagna ári mínu sem A SINGLE WHITE FEMALE....
Sem betur fer hef ég ennþá ótrúlega mikinn húmor fyrir þessu öllu saman en eftir að hafa horft á myndbandið sem er hérna að neðan sá ég að á einhverjum tímapunkti væri kannski viturlegt að massa smá dýpri hugsun í þetta... (skiljið það að loknu myndbandinu)
að því sögðu þá hef ég nú ekki lagt mjög djúpa hugsun í þetta mál, bara opnaði profil (á dönsku) skellti inn nokkrum mjög svo ólíkum myndum af mér (ein krúnurökuð, ein með sítt hár, ein stutthærð, ein í grímubúning og ein í fjallgöngu) svona til að sýna the true me...jafn breytileg og veðrið á Íslandi. Textinn er mjög stuttur og einfaldur (kannski sökum tungumálsins og líka bara lagði ekki mikla hugsun í málið í byrjun og ekki búin að "analyse"a textann þannig að ég maximize-i líkur mínar á góðu eintaki úr þessum hafsjó....það kannski kemur í framhaldinu af þessum skrifum!!!!
En það fyndna er að á sama tíma og ég leyfi mér að hlægja af svo mörgu úr þessum heimi þá er svo margt þarna sem er eigilega hálf broslega grátlegt. Ég byrjaði þarna inni með fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað ég vildi, samt meira byggða á því sem ég vill ekki og án nokkurs annars en að ýta á nokkra hnappa og velja er ég búin að velja og hafna án nokkurrar eftirsjáar eða jafnvel leitt hugann af því fyrr en núna... það að eiga það á hættu að vera mjög svo unpoliticly correct þá læt ég það flakka hverja mínu fyrstu síur voru, margar hverjar hrikalega yfirborðskenndar og asnalegar og virka kannski ennþá asnalegri þegar ég ber þær saman við þau svör sem ég hef stundum fengið....
hérna er listinn
- Enginn undir 180 cm (og þar með var ég búin að útiloka mjög svo stórt hlutfall manna á þessari síðu sem ég vafraði um)
- Helst þyngri en ég (wishfull frekar en mjög ströng skilyrði)
- Verður að vera með mynd (fyrirfram búin að ákveða að það sé giftur maður að halda framhjá ef svo er ekki)
- Ef eitthvað í skrifum hans fær mig til að brosa og sér í lagi hlægja þá skrifa ég bréf(t.d einn gaur sagðist elska Mörgæsir..... og skildi að það væri ef til vill mjög broslegt... fyrir mér var þetta bara svo yndislega honest að hann fékk bréf.... reyndar hafði ekki sömu kurteisisreglu og ég og svaraði ekki)
- Allir sem senda mér skilaboð (um eitthvað annað en að sleikja á mér tærnar eða þaðan af hallærislegri hluti) fá svar, þótt það sé ekkert annað en takk fyrir póstinn, en ég hef ekki áhuga á neinu meira :)
- Engir frá heitu löndunum (ætla ekki einu sinni að reyna að verja þetta með neinu öðru en má víst ennþá velja fyrir mig sjálfa)
- Enginn undir 30 ára....og er búin að sjá það að 78 er eiginlega aðeins of þroskað fyrir mig.
- Ekki vera með lengri sakarskrá en ég :)
- helst að eiga börn (þótt að 6 séu kannski aðeins of mikið af hinum góða) eða langa ekki í börn (ekki mikin áhuga á frekari barneignum)
- langa ekki að eignast fleirri börn (það að segja ekki önnur en þau sem eru þegar fædd)
- Vera með markmið í lífinu
- toppstykki sem virðist virka í flestum tilvikum ágætlega
- eiga eða langa í hund (ekki aðalatriði)
- ekki metro
- helst svona manly man, ekki boyish....
já the hard livings of a single white female :):)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2013 | 21:19
Proper planing prevents piss-pour Performance
Mikið getur internet dating fyrirbærið verið broslegt og grátlegt fyrirbæri, var aðeins búin að dippa tánum í þennan heim eins og áður sagði uppfull fordómum og lagði fyrirbærið aðeins á hilluna en tók það niður úr hillunni aftur núna til að fagna ári mínu sem A SINGLE WHITE FEMALE....
Sem betur fer hef ég ennþá ótrúlega mikinn húmor fyrir þessu öllu saman en eftir að hafa horft á myndbandið sem er hérna að neðan sá ég að á einhverjum tímapunkti væri kannski viturlegt að massa smá dýpri hugsun í þetta... (skiljið það að loknu myndbandinu)
að því sögðu þá hef ég nú ekki lagt mjög djúpa hugsun í þetta mál, bara opnaði profil (á dönsku) skellti inn nokkrum mjög svo ólíkum myndum af mér (ein krúnurökuð, ein með sítt hár, ein stutthærð, ein í grímubúning og ein í fjallgöngu) svona til að sýna the true me...jafn breytileg og veðrið á Íslandi. Textinn er mjög stuttur og einfaldur (kannski sökum tungumálsins og líka bara lagði ekki mikla hugsun í málið í byrjun og ekki búin að "analyse"a textann þannig að ég maximize-i líkur mínar á góðu eintaki úr þessum hafsjó....það kannski kemur í framhaldinu af þessum skrifum!!!!
En það fyndna er að á sama tíma og ég leyfi mér að hlægja af svo mörgu úr þessum heimi þá er svo margt þarna sem er eigilega hálf broslega grátlegt. Ég byrjaði þarna inni með fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað ég vildi, samt meira byggða á því sem ég vill ekki og án nokkurs annars en að ýta á nokkra hnappa og velja er ég búin að velja og hafna án nokkurrar eftirsjáar eða jafnvel leitt hugann af því fyrr en núna... það að eiga það á hættu að vera mjög svo unpoliticly correct þá læt ég það flakka hverja mínu fyrstu síur voru, margar hverjar hrikalega yfirborðskenndar og asnalegar og virka kannski ennþá asnalegri þegar ég ber þær saman við þau svör sem ég hef stundum fengið....
hérna er listinn
- Enginn undir 180 cm (og þar með var ég búin að útiloka mjög svo stórt hlutfall manna á þessari síðu sem ég vafraði um)
- Helst þyngri en ég (wishfull frekar en mjög ströng skilyrði)
- Verður að vera með mynd (fyrirfram búin að ákveða að það sé giftur maður að halda framhjá ef svo er ekki)
- Ef eitthvað í skrifum hans fær mig til að brosa og sér í lagi hlægja þá skrifa ég bréf(t.d einn gaur sagðist elska Mörgæsir..... og skildi að það væri ef til vill mjög broslegt... fyrir mér var þetta bara svo yndislega honest að hann fékk bréf.... reyndar hafði ekki sömu kurteisisreglu og ég og svaraði ekki)
- Allir sem senda mér skilaboð (um eitthvað annað en að sleikja á mér tærnar eða þaðan af hallærislegri hluti) fá svar, þótt það sé ekkert annað en takk fyrir póstinn, en ég hef ekki áhuga á neinu meira :)
- Engir frá heitu löndunum (ætla ekki einu sinni að reyna að verja þetta með neinu öðru en má víst ennþá velja fyrir mig sjálfa)
- Enginn undir 30 ára....og er búin að sjá það að 78 er eiginlega aðeins of þroskað fyrir mig.
- Ekki vera með lengri sakarskrá en ég :)
- helst að eiga börn (þótt að 6 séu kannski aðeins of mikið af hinum góða) eða langa ekki í börn (ekki mikin áhuga á frekari barneignum)
- langa ekki að eignast fleirri börn (það að segja ekki önnur en þau sem eru þegar fædd)
- Vera með markmið í lífinu
- toppstykki sem virðist virka í flestum tilvikum ágætlega
- eiga eða langa í hund (ekki aðalatriði)
- ekki metro
- helst svona manly man, ekki boyish....
já the hard livings of a single white female :):)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2013 | 23:27
Að skora mörk!!!!
Að setja mörk og halda þau er eitthvað sem við gerum all flest á mörgum sviðum í okkar lífi, við ákveðum okkar eigin mörk og þau eru jafn mörg og þau eru misjöfn og við virðum okkar eigin mörk misvel eftr mismuandi aðstæðum. Sumir eru ótrúlega færir á þessu sviði í sínu faglega lífi en þegar það kemur kannski að einkalífinu þá er kannski sá hinn sami aðili með öllu ófær um að setja mörk og ef hann kannski nær að setja þau þá brýtur kannski sá hinn sami ævinlega sín eigin mörk, það fyrirbæri er afskaplega mannskemmandi til lengdar.
Fyrir meðvirka manneskju er þessi lína ofboðslega óskýr, í mínu tilviki er ég engin undantekning þar á. Ég hef mjög oft séð hvaða mörk ég þarf að setja, hef séð hvernig að virða þau mörk þá sé ég að gera það besta fyrir mig hverju sinni, en iðulega hef ég sjálf brotið þau mörk sjálf vegna þess að halda þau var mér sjálfri svo erfitt, fannst ég stundum hreinlega vera vond, og þá var ég alls ekki að horfa að ég væri að vera vond við mig sjálfa heldur var ég að vera VOND við alla hina. En í óteljandi tilfellum,og mörg þeirra eru á dagatali sem blasir vel við mér, virti ég engan veginn mín eign mörk. Í all flestum tilvikum get ég ekki einu sinni sagt að það hafa verið "óvart" eða í hugsunarleysi, í all felstum tilvikum var það bara eins og feitur maður á Mc-D sem seldir sér hugmyndina um að það væri ekkert óhollt að fara á Mc-D ef hann bara fengi sér salat....en áður en kauði var búinn að panta var komin Big Mac máltíð með stórum fröllum og flurry on the side, öllu slafrað í sig og ekkert eftir nema vanlíðan yfir máltíð sem var jafn næringarrík og pappír úr endurvinnslutunnu.
En það að setja sér mörk á ekki að snúast um vont eða gott, heldur um eigin vellíðan. Fyrir meðvirka manneskju reynist það mjög erfitt að sjá það og finna í fyrstu en heildarmyndin blasir við ef maður nær að horfa svo lengi á málið. Á mörgum sviðum á ég ekki í neinum erfiðleikum með að setja mín mörk og hvað þá að halda þeim (hvaðan haldið yður að frasinn "sálarlaus djöfull með hjarta úr steini" komi) en svo á öðrum á ég jafn erfitt með að setja mörk og það væri fyrir Hitlar að knúsa gyðing.
Góð kona lánaði mér bók og ræddi við mig í alls ekki langa stund (á mælistiku alheimsins) um bæði bókina og fyrirbærið að setja sér mörk og var ánægjulegt að sjá hvað hún hafði uppskorið úr sinni vinnu og hvatti mig til að byrja mín skref, oftar en ekki þung skref en mikið ofboðslega eru þau góð þegar þau fara að gefa af sér. Smátt og smátt finn ég sjálf hvernig þungu fargi er lyft af herðum mínum þegar ég stíg þessi hollu og góðu skref, með plástur og tape hingað og þangað eftir að hafa hrasað í brekkunni. En ótrauð held ég áfram samt, eitt skref í einu þótt það sé stundum bara hænufet.....
það fyrsta í þessum málum eins og öllum er að átta sig á vandanum, þá fyrst er hægt að gera eitthvað í málinu. Þegar vandinn er viðurkenndur kemur næsta skref, það er að leita leiða til lausna, það er sem betur fer haugur af fólki búið að fara í gegnum þetta á undan þér þannig að í staðinn fyrir að finna upp hjólið þá er um að gera að læra af því og nýta sér það. Næsta skref er svo að finna út hvernig hægt sé að vinna að lausn fyrir sig sjálfa/n og það að lesa eina bók og halda að maður sjái ljósið jafn skýrt og mormóni í Biblíubúðum er álíka heimskulegt og að halda jól í júlí. Róm var ekki brennd á einum degi frekar en hún var byggð og það tekur tíma og vinnu að breyta venjum sínum ef vel á að takast, gefðu þér tíma og ekki "refsa" þér fyrir það að það takist ekki í fyrstu tilraun. Það er engin ástæða til þess að gefast upp...... þegar þú ferð að sjá litlu fræin þín vaxa í jarðvegi sem þú skapar sjálfur mun léttirinn og vellíðan þín koma og allt verður bara einhvern veginn örlítið betra.......
og mundu betra er best!!!!
more to come.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2013 | 08:24
Baklandið.....
Mikið ofboðslega er ég þakklát fyrir það bakland sem ég á, sambland af fjölskyldu, vinum og kunningjum sem göfga mína tilveru. Eru til staðar þegar ég þarf á að halda og vonandi upplifa þau það sem "two way street". Þetta fólk hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina og mun væntanlega um ókomna tíð.
En baklandið er ekki sjálfsagður hlutur, baklandinu má í marga staði líkja við bakgarðinn hjá þér. Ef þú ræktar hann ekki og sérð til þess að þú hreinsir arfa og annað illgresi úr garðinum þá mun hann aldrei vera fallegt og gott fyrirbæri. Hversu mikla rækt hver og ein planta í garðinum þarf er misjöfn en allar þurfa þær eitthvað. Það er því í okkar hlut að ákveða hversu miklir garðyrkjumenn við viljum vera og hvernig við viljum að okkar garður vex og dafnar.
Í því samhengi verður mér hugsað til texta sem ég las nýverið "ef þér finnst alltaf grasið grænna hinu megin, hvernig væri væri þá að einbeita sér af því að rækta þitt eigið gras" ef maður er alltaf að hugsa um eitthvað annað en sitt bakland þá skal engan undra að það sé ekki til staðar þegar á reynir.
Þótt að ég búi í útlöndum og sé einu + hafi frá mörgum af mínum "plöntum" þá eru þetta all flest sígrænar furur sem hafa vaxið og stækkað á mun lengri tíma en mjólkin er að skemmast í kæliskápnum. Þessi "tré" hafa sínar rætur og vaxa og dafna best í jarðvegi sem þau velja sér og vonandi get ég verið smá áburður á þeirra jörð sem og þau mína. En ég er líka svo heppin að hafa einstaklega sterkt bakland í mínum nýja jarðvegi og líka notið þess að fá viðbót við mitt bakland í nýju landi og baklandið mitt mælist einungis í gæðum ekki magni. Ég er alltaf opin fyrir nýjum meðlimum í baklandið en vil líka einbeita mér að því að rækta það sem ég átti fyrir og ekki láta það visna upp og deyja heldur reyna að leyfa því að dafna og halda áfram rækt.
Já í dag sem og all flesta aðra daga er ég svo þakklát öllum þessum einstaklingum og segi hér með við hvern og einn þeirra (og þarf engan veginn að nafngreina einn eða neinn þið vitið hver þið eruð) "að mer þykir svo ofurvænt um ÞIG og allt sem þú hefur gert fyrir mig í lífinu og vona að þú vitir að þegar þú þarft á mér að halda, hvort sem það er um dag eða nótt, í dag eða eftir 10 ár, hérna eða á jaðri alheimsins þá verð ég til staðar fyrir þig og mun reyna allt sem ég get til að reynast þér jafn vel og þú hefur reynst mér og vonandi rúmlega það"
eigið yndislegan dag öll...
Inger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2013 | 09:24
Ertu eitthvað pirripirripúpú???
Lenti mjög nýlega í því að ég varð svo pirruð að Pollyanna bara hoppaði um borð í express flugvél í kringum heiminn og kom ekki til baka fyrr en c.a 4 tímum síðar þegar ég var búin að láta allan þennan tíma eyðileggja skap mitt og einbeitingu, pirraðri en andskotin yfir atburðum sem ég hafði enga stjórn á né skapaði ....og það sem pirraði mig allra mest var að ég hafði ekki betri stjórn á sjálfri mér en það að ég léti þetta hafa svona hrikalega neikvæð áhrif á mig. Það var engum að kenna nema mér sjálfri!!!!
það að ég skuli hafa leyft mér að missa kúlið var engum að kenna nema mér sjálfri.
það að ég skulu hafa brugðist svona við er engum að kenna nema mér sjálfri.
það að ég gat ekki einbeitt mér og var umhverfi mínu ómöguleg er bara mér sjálfri að kenna.
....... þegar ég svo loksins sá það í pirrings kasti mínu náði ég að hringja í Pollyönnu og koma henni heim aftur, við tvær settumst yfir málið og ákváðum að læra af þessu, finna leiðir til þess að mögulega koma í veg fyrir svona viðbrögð aftur og muna hvernig við ætlum að takast á við aðstæður sem þessar og muna um fram allt að bæði skapaði ég þær og ber ábyrgð á því að koma mér úr þeim aftur. Einungis ég get valið hvernig ég bregst við áreiti og passað að missa ekki boltann margoft.
bæði ég var vandinn og lausnin, sem oftar en ekki en ekki nákvæmlega það sem málið snýst um.
ég vona að ég læri fljótt og æfi mig í að horfa á lausnina hverju sinni en ekki dvelja í vandanum sjálfri mér og umhverfi mínu til ómældrar ánægju.
já batnandi mönnum er best að lifa, Pollyanna og ég kveðjum að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2013 | 10:16
single living.......modern living
jæja á léttari og skemmtilegri nótum skal velta sér aðeins upp úr hinu nýja single living.....
Seinast þegar ég var single voru farsímar að líta dagins ljós, samskipta hraðinn var allt annar, internetið var að fæðast og mikið og margt hefur svo sannarlega breyst síðan þá. Sem dæmi má nefna hef ég aldrei (fyrr en nú) farið á stefnumót með öðrum en kærasta mínum. Sú menning er mér algerlega framandi og er náttúrulega bæði broslegt og grátlegt að hugsa það mál til enda.
seinast þegar ég var single voru áherslur mínar allt aðrar en þær eru í dag, þroski minn og áhugi allt annar og þar af leiðandi verður nálgun mín á málinu væntanlega allt önnur.
Í fyrstu hugsaði ég til þess að fyrirbærið "internet dating" væri ALLS ekki fyrir mig, ég var nokkurn vegin búin að dæma eitthvað sem ég ekki þekkti án þess að skoða það eitthvað nánar. Full fordómum fór ég hins vegar af stað án þess að þekkja leikreglur né nokkuð annað. Leikmennirnir eru náttúrulega jafn mismunandi eins og þeir eru margir og niðurstaðan eftir því.
Fyrsta skiptið sem ég prófaði fyrirbærið virtust einungis neikvæðir hlutar þess blasa við mér, mér tóks á 1 mánuði að finna tvo stalkera, 3 með feet fetish og ekki einn einasta mann sem fyrir mér virtist komast í flokkinn "a maybe" eitthvað. Eftir mánuð lokaði ég bara mínum profile, enda áttaði ég mig sjálf á því að ég var vart tilbúin sjálf til þess að geta gefið eitthvað vitrænt af mér sjálfri :):)
en núna fyrir rúmum hálfum mánuði fann ég að ég var tilbúin að opna þennan möguleika aftur, jákvæðari gagnvart málinu fór ég af stað aftur. Það sem mér finnst standa upp úr í samskiptum á þennan máta að þá má nánast skipta fólkinu (eða mönnunum í mínu tilviki) upp í tvo flokka.
flokkur 1: eru þeir sem eru eins og ég, vilja filtera á þann máta að spjalla saman hvort sem það er á netinu, síma eða annað áður en þeir mæla sér mót og sjá hvort sameiginlegur áhugi er fyrir hendi fyrir einhverju meira. Þessi hópur leggur höfuðáherslu á að persónuleikinn sé eitthvað sem heillar þig.
Flokkur 2: eru þeir sem meta fyrirbærir "kemi" eða physical attraction um fram persónuleikan og vinna sig þaðan í að kynnast fólki á öðru leveli.
hvort fyrir sig er algerlega í lagi og ekkert rétt eða rangt í þeim efnum.
Þessi reynsla eins og hver önnur á eftir að verða tilefni í margar skemmtilegar og góðar sögur, hvort sem það eru feilspor eða skref í leit að jákvæðu samneyti við annað fólk......
Þetta hefur meðal annars kennt mér enn og aftur að dæma ekki svona harkalega það sem ég ekki þekki, því á sama tíma og þetta hefur rosalega neikvæð áhrif á einn þá getur þetta haft rosalega jákvæð áhrif á einhvern annan.
......ég fer varlega af stað og í hausnum hringlar djókurinn "sometimes the knight in shining armour is just an retard in a tin foil"........
have fun you people out there :)
Inger
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2013 | 06:57
Magnaður mánudagur!
Skilnaður og börn.... er málefni dagsins hjá húsfreyjunni á Nørregade. Fyrir nákvæmlega ári sátum við fyrrverandi hjónin í sófa á fyrrum heimili okkar og tilkynntum börnum okkar að foreldrar þeirra væru að skilja. Eðlilega var það þeim mikið áfall en við reyndum að hughreysta þau í gegnum fyrsta skrefið með því að segja þeim að auðvitað væri þetta ekki neitt sem þau bæru sök eða ábyrgð á og að þótt að foreldrar þeirra væru að rjúfa sín tengsl/heit/samband þá væri okkar höfuðmarkmið að koma þeim áfram til manna og reyna allt sem við gætum til þess að allt sem við gerðum væri þeim fyrir bestu. Þetta hafa síðan þá báðir aðilar reynt að gera eftir mesta megni með eðlilegum hrösunum að ég tel.
Það fyrsta sem ég verð að segja í þessu samhengi er að þrátt fyrir að þau séu aldrei orsök eða afleiðing skilnaðar væri afskaplega óþroskað að halda ekki að þau séu þáttakendur í skilnaði hvort sem maður gæfi handlegg og nýra til þess að hlífa þeim við þeim gjörningi. En það besta er að viðurkenna að þau eru líka þáttakendur í skilnaði hjóna því jú þau eru meðlimir nær fjölskyldunnar. Hvernig þeirra hlutverk er spilað í gegnum þetta ferli er svo aftur í stórum dráttum á ábyrgð fullorðna fólksins. Það er okkar að reyna að skilja að, rof á fyrrum sambandi okkar og ábyrgð okkar sem foreldra. Þetta auðvitað er mjög flókið og kannski veitir það einhverja huggun að all flestir foreldrar sem standa í skilnaði reka sig eitthvað á, á leið sinni í gegnum þetta allt saman. Ég eins og flestir foreldrar er engin undantekning þar á. Fyrir mér er afskaplega mikilvægt að ég reyni að skilja eins vel að samskipti mín við minn fyrrverandi mann varðandi einhver málefni okkar á milli og nauðsynleg samskipti varðandi börnin, þetta hefur auðvitað ekki alltaf gengið vel en eins og í byrjun vorum við bæði að reyna að fara eins "ljúft" í gegnum þetta ferli og við gætum, okkur báðum var ekkert mikilvægara en að börnin kæmust eins heil eins og mögulegt var og með það að leiðarljósi er sú vegferð amk mun auðveldari en ella. Við byrjuðum eins og svo margir aðrir að reyna að vera vinir, en ári seinna og kannski örlítið vitrari tel ég að það sé fyrir all flesta ómögulegt á meðan báðir aðilar eru að reyna að vinna sig í gegnum skilnað, þegar þeirri vinnu er lokið er það kannski raunhæft en ekki á meðan á því stendur. Allar línur verða óskýrari því auðvitað hoppar maður ekki yfir í nýtt hlutverk með því að smella fingrum og allt er eins og maður óskar sér það. Þetta rákum við okkur á miklu oftar en einu sinni.... En það að vera kurteis og ófeimin/n að eiga heilbrigð samskipti hvað varðar börnin ætti að vera það eina sem skiptir máli, hvort fólk sem er að standa í skilnaði séu vinir og í stöðugum samskiptum er algerlega aukaatriði og satt best að segja út frá minni reynslu bara að gera alla hluti erfiðari fyrir alla aðila.
Það skal ekki gleymast að skilnaður er rof á einhverju og þótt að það sé auðvitað það sem erfitt er að rjúfa er það nákvæmlega það sem þarf að gerast, rjúfa fyrri tengsl enda öllum ljóst að þau voru og eru engum góð því þá væri fólk auðvitað ekkert að standa í skilnaði. En eins og áður sagði eru börnin þáttakendur í þessu ferli hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þau eru eins og við segjum saklausir þáttakendur í miður skemmtilegu ferli, en það er alfarið á okkar ábyrgð hvort að við viðurkennum það hlutverk og reynum að leiða þau í gegnum þetta ferli með eins litlum neikvæðum áhrifum eins og hægt er, og reyna að minnsta kosti sitt allra besta hverju sinni. Ég á afskaplega opin samskipti við mín börn, það er ekkert sem ég ekki ræði við börnin mín komi viðfangsefnið upp, hvernig ég ræði það er auðvitað kannski mjög ólikt þar sem annað barnið er 14 ára og hitt er 11 ára og í grunnin eru þau líka svo ólík að ég beyti í mörgum tilvikum ólíkum aðferðum þar. Ég hef það að markmiði að spila börnin mín aldrei sem peð í samskiptum mínum við minn fyrrum mann og heilagasta reglan mín þar er að ALDREI eiga samkipti í gegnum börnin og hana hef ég alltaf virt, alveg sama hvernig mér líður eða hvað sé í gangi í samskiptum mínum og fyrrverandi manns míns, höfum við skyldur sem ekki falla niður við skilnað og það er að passa rétt barna okkar á eins góðu lífi og okkur er fært að veita þeim og meðan tveir eru um það hlutverk þá er ekki hægt að gera það án samskipta og í mínum huga miður sorgleg samskipti að eiga þau í gegnum börnin en oftar en ekki það algengasta sem fólk gerir í skilnaði og þar með búin að setja börnin í hlutverk sem fyrir mér er þeim alls ekki holt.
En það að stinga höfðinu í sandinn og tala ekki um neitt og fela fyrir þeim hvað sé í gangi nánst sama hvað það er, er fyrir mér leið sem engum getur reynst góð. Við fullorðna fólkið gleymum því oft hvað þetta eru skynsamar verur þessi börn okkar og hafa í gegnum árin lært miklu meira en við gefum þeim kredit fyrir og að mínu mati ef að við eigum ekki samskipti við þau og reynum að upplýsa þau hverju sinni sækja þau upplýsingarnar eitthvað annað, hvort sem það er í hausnum á sér á atburðum og tilfinningum sem þau kannski ekki skilja eða þekkja en þó það skynsöm að skynjun þeirra er oftar en ekki framar okkar skilningi. Eina vopnið mitt hérna eru opin og heilbrigð samskipti, hvort sem það er rétt eða ekki verð ég að gera það sem ég tel best í uppeldi barna minna hverju sinni og eins og ég hef skrifað í fyrri skrifum mínum er það eitthvað sem ég ber ábyrgð á og meðan ég er sátt við framferði mitt á því sviði þá get ég verið besta útgáfan af mér hverju sinni.
En þetta er mín leið, hvort og hvernig hún heppnast mun ekki koma í ljós strax, það mun tíminn leiða í ljós. Hún er ekki allra og eins heitt og ég óska þess að aðrir virði minn rétt til þess að ala mín börn upp á minn hátt þá reyni ég eftir fremsta megni að virða annar rétt til hins sama. Ekkert alltaf sammála aðferðum og tækni en það að vera sammála um að vera ósammála er þroskaðasta og virðingarfylsta skilgreining mín á því að virða mínar aðferðir sem og annara.
að því sögðu óska ég ykkur velferðar inní þessa viku :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2013 | 11:03
Léttur laugardagur!!! Cleaning house !!!
Eins og flestar myndalegar (hóst,hóst) húsmæður þá var þessi laugardagur ekkert ólíkur öðrum húsfreyjum sem ekki fá að njóta 2007 fýlingsins og hafa hreindýr í vinnu, eytt í þrif (í bland við aðra skemmtilega hluti).... Byrjað var á þrifum á bílnum, svo var öll höllin tekin í gegn og svo bara endað á smá fíniseringu á húsfreyjunni sjálfri.... öll þessi þrif fengu mig til að hugsa um þann gjörning sem "cleaning house" getur táknað.
Cleaning house, er í sinni einföldustu merkingu nákvæmlega það sem ég var að gera í dag, þrífa kastalann. Þegar allt er hreint og fínt og (nánast) allir sínir hlutir komnir á sinn stað, þvottakarfan tóm og allur þvottur samanbrotin, hreint á öllum rúmum, klósettsetan og öll umgjörð hennar skrúbbuð með svampi og klórhreinsiefni (sem nota bene á að vera skylduverkefni karlkyns mannvera allra heimilia) og allt svona "AJAX" hreint, getur maður ekki annað en upplifað gleði, vel unnið verk sem maður fær að njóta sjálfur. Vellíðunin streymir um líkamann og allt er einhvern veginn bara aðeins betra.....ef ekki bara hreinlega miklu betra!
en Cleaning house, er í raun og veru það sem við þurfum að gera á fleirri sviðum og ekki að ástæðu lausu að þetta engelsaxneska orðasamband er notað um allt annað fyrirbæri eða að taka til hjá sér sjálfum!!!! það getur þýtt að hreinsa til í sínu lífi eða hreinsa til hjá sér sjálfum, vinna með huga og sál og í raun fléttast þetta tvennt saman.
auðvitað er gott að fólk geri þetta reglulega, eins og við á um eðlileg heimilisþrif en oftar en ekki er miklu erfiðara að "clean house" heldur en að rumpa því af að taka til heima hjá sér.
Atburður sem þótt að hafi verið fyrir ári síðan, skilnaður minn, sparkaði í rassinn á mér að gera nákvæmlega þetta í miklu meira mæli heldur en ég hafi kannski tileinkað mér áður. Það er ekki þar með sagt að á fyrsta degi hafi ég bara risið upp úr áfalli mínu og tekið til í hausnum á mér, greint og unnið með þá hluta sem ég taldi þurfa að vinna með til þess að öðlast sátt og frið með sjálfri mér. Ég fór í gegnum (og er ennþá að) öll tilfinningarstig skilnaðar/áfalls en tel mig vera að þokast í rétta átt að því að vinna mig gegnum það, á minn hátt hver sem hann er og hvernig sem hann fullviss um að það sem ég geri hverju sinni er kannski ekki allra háttur, jafnvel ekki einu sinni "sá rétti" en fyrir mig er hann sá eini rétti hverju sinni og meðan ég upplifi og trúi því er ég að gera það allra besta sem ég get gert, ekkert meira og ekkert minna.
Ég geri það ef til vill opinberara en mörgum finnst þægilegt en það er leið sem fyrir mig er góð, og megin ástæða þess er að svo sé, er að ég vill ala upp börnin mín að enginn vetvangur hvort sem hann er í huga hverjum manns eða á öldum ljósvakans og alls þar á milli er rangur meðan við erum að vinna með okkur sjálf og taka ábyrgð á okkur, okkar lífi, okkar mistökum, okkar sigrum og svo framveigis, þá er engin ein leið rétt eða röng svo framarlega sem við vinnum úr okkar tilfinningum, okkar vandamálum, án þess að upplifa skömm, sannfærð um að við getum haldið haus ánægð með okkur sjálf. Ég kýs að taka öfgarnar kannski vegna þess að það kemur mér afskaplega eðlislegt að vera opin og algerlega laus við einhverja skömm af einu eða neinu í mínu lifi og ef að það mögulega kennir börnunum mínum vott af því viðhorfi og eiginleika þá get ég sett einn plús í kladdann hvað varðar uppeldi barna minna. Þau hafa svo aftur val á að velja sér sinn vettvang hverju sinni með ósk móður sinnar að þau amk vinni sína vinnu hverju sinni, ekki að velja sér leiðir eða aðferðir að byrgja sínar tilfinningar og upplifanir inni, hvort sem þær eru góðar eða slæmar heldur alltaf að vinna með þær á máta sem veitir þeim frið og sátt.
Cleaning house.... er mín leið að vinna með mitt, ég vil notast við að hreinsa til neikvætt, ekki láta neitt mygla í skúmaskoti einhvers staðar einungis til þess að láta það eitra út frá sér yfir í jákvæða hluta míns sjálfs og sú vinna hefur einugis skilað mér góðum tilfinningum, eiginlega jafn góðum ef ekki betri eins og vellíðan mín yfir hreinum og vel hirtum kastala.
megi þessi dagur sem og aðrir færa þér kæri lesandi tíma og frið til þess að horfa inná við, einbeita þér að því sem þú þar sérð og leiðir til þess að vera sáttur við það sem þú sér þar.
Ég er í dag afskaplega sátt við það sem ég sé þótt að ég viti að vinnu minni er langt frá því að vera lokið.....hún er rétt að byrja!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2013 | 06:23
Er hamingjan handan hornsins eða er hún ef til vill beint fyrir framan nefið á þér!
Hamingja, sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði, ánægju og velferð. Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á. Hugtakið er samt mikilvægt í heimspeki, sálfræði og í trúarbrögðum auk þess sem markaðsrannsóknir ganga oft út á að reyna að meta hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt.
hin eilífa leit að hamingju verður alltaf til staðar og eins og kemur fram í skilgreiningu Wikipedia á hugtakinu kemur meira að segja fram að markaðsrannsóknir ganga oft út á að reyna að meta hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt..... númer 1.2. og 3 berum við ábyrgð á okkar eigin hamingju, enginn og ekkert getur gert okkur hamingjusöm, við getum upplifað gleði og hamingjutilfinningu í samvist við aðra og upplifað sama frá dauðum hlutum en þegar öllu er á botninn hvolft þá berum við sjálf ábyrgð á okkar hamingju og þar af leiðandi óhamingju. Hver og einn hefur val, hvernig hann eða hún vinnur úr valinu og tekur ábyrgð á því er undir hverjum og einum komið.
ef ég er óhamingjusöm þá er þá á mína ábyrgð að vinna í þeim breytum sem ég þarf til þess að ég geti verið hamingjusöm ef ég ekki geri það þá liggur ábyrgðin alltaf samt hjá mér að ég sé óhaminjusöm, ef ég vel ekki að vinna í þeim breytum sem ég tel þurfa fyrir mig og mína hamingju þá er alveg ljóst að mit val og einungis MITT val olli því. Enginn annar getur borið ábyrgð á því hvort þú sérst hamingjusöm/samur annar en ÞÚ...
og ekki ætlast til þess að breyta einstakling til þess að uppfylla þínar hamingjuþarfir, þú getur reynt að breyta hegðun, hlutum, aðstæðum og umhverfi en aldrei einstaklingnum sjálfum og ætti hver og einn sem það vill eða reynir að sjá fjarstæðu þess að ætla sér það.
Persónulega finnst mér þannig lagað nýjar aðstæður mínar varpa ótrúlega skýru ljósi á þennan faktor, núna er ég einhleyp og þótt að það sé ótrúlega nýtt fyrirbæri fyrir mér hefur þessi tími sýnt mér ennþá skýrar mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin hamingju. Hvorki fyrrverandi maðurinn minn né (vonandi) mögulega framtíðar maki/lífsförunautur/félagi ber ábyrgð á því hvort ég sé, hafi eða mun vera hamingjusöm. Ef ég er ekki sátt í eigin skinni, líður vel með sjálfri mér og geng kannski svo langt að segja að ef ég ekki elska sjálfa mig, hvernig í þessu veraldarríki eða næsta get ég ætlast til þess að annar aðili uppfylli þá þörf? það get ég vissulega ekki, hvorki af maka, börnum , vinum eða fjölskyldu þrátt fyrir að þessir aðilar allir séu ríkur þáttur að veita mér AUKNA hamingju í lífinu, en grunnhamingjan liggur alltaf hjá mér sjálfri.
með eðlilega sveiflum upp og niður, upplifi ég gleði og sorg, ást og hatur, hlátur og grátur, neikvæðni og jákvæðni. En get ég sagt frá botni hjarta míns og hugar að ég sé mjög hamingjusöm og því þakka ég fyrst og fremst þeirri manneskju sem ég hef að geyma sjálf, hvort sem það er samsetning DNA og/eða uppeldis eða allra annara fyrirbæra sem mótuðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.
þegar ég met mína eigin hamingju er ég ánægð, ég t.d er ,að ég tel, að feta mikilvæg skref í að horfa til baka og vinna með og læra og njóta fortíðar og þá einungis sé ég bjartari framtíð, sátt við mig sjálfa og ánægð að ég amk reyni alltaf að gera það besta sem ég get hverju sinni fyrir mig og mína, því að ef ég er sátt þá hef ég möguleika á að vera hjálpartæki fyrir aðra og kannski auka þeirra hamingju. Eins og áður sagði tel ég vini, maka, börn, fjölskyldu og þá sem að í lífi okkar eru vera mjög svo mikilvægan þátt að því að ég upplifi hamingju í því mæli sem ég geri, ekkert þeirra ber þó ábyrgð eða sök ef svo er ekki heldur liggur það alfarið hjá mér, en að því sögðu þá get ég ekki annað en sýnt þakklæti fyrir að vera svo lánsöm að hafa náð að safna í kringum mig hóp að fallegu fólki sem gövgar og gleður mína tilveru. Ég veit að þau eru hjá mér í anda og nánd í gleði og sorg, hjálpa mér að hafa hugreki og kjark til að taka ábyrgð á eigin hamingju og þegar ég misstíg mig í þeirri vinnu eru þau hluti af því að ég vil standa mig betur og reyni þá eftir mesta megni að finna leið aftur á rétta braut, oftar en ekki með þeirra hjálp en algjörlega á mínum forsendum og ábyrgð.
og meðan ég man að ég sjálf ber ábyrgð á minni hamingju þá frelsa ég mig sjálfa frá allri ásökun, reiði og þörf að kasta sök á einhvern ef ég upplifi eitthvað annað en hamingju. En ég eins og flestir aðrir hef ekki alltaf stundað það sem ég veit og tala um hérna í dag, enda mannlega og geri mistök eins og allir aðrir.
en við lærum svo lengi sem við lifum og höfum alltaf rými til þess að gera betur.
að því sögðu vil ég óska þér kæri lesandi allrar þeirra hamingju sem ÞÚ sjálfur getur skapað.
í tilefni þess að TGIF þá væri kannski sniðugt að nota "HAPPY HOUR" stund í að spá aðeins í ÞINNI EIGIN HAMINGJU.
over and out :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)