Barnaníðingar og aðrir níðingar!

Eftir að X sem ég þó hef bæði nafn og mynd af var dæmdur í 8 ár í seinustu viku fyrir að hafa brotið á fyrrum sambýliskonu sinni sem og veist að föður sínum fyrir að koma henni til bjargar þá fór ég að lesa dóminn (og svo í beinu framhaldi nokkra aðra níðingsdóma þar sem allir viðkomandi aðilar heita ýmist X,Y,A,B og svo framvegis. Þetta er ýmist gert til þess að skaða ekki rannsókn eða málaflutning á öðrum málum sem ef til vill þetta mál snertir á einhvern máta eða til þess að "vernda" fórnarlambið með því að halda nafnleysi þess. En mér finnst tvær ástæður mun verri sem þetta hefur einnig í för með sér. Númer 1 það að þetta sé gert í nafnleysi ýtir undir þá líðan fórnalambsins að það hafi gert eitthvað rangt og þurfi að skammast sín fyrir eitthvað. Þetta gæti hins vegar ekki verið heimskulegra, hvers vegna í andskotanum á fórnalamb hvort sem það er ungt barn eða fullorðin manneskja að þurfa að fela sig og skammast sín fyrir það að hafa lent í þessum hörmulega atburði? hefur það ekki sýnt sig og sannað að það að fórnalambið þurfi að skammast sín hafi mun verri áhrif heldur en ef það tjáir sig um það hvort sem það er núna eða seinna og ýtir vitneskja okkar ekki bara undir það? Númer 2, þessir aðilar (hvort sem það eru menn eða konur) fá oftar en ekki smánarlegan lítinn dóm og í mesta lagi 3 ár á sakaskrá fyrir brot sín og þar sem þeir eru hvorki nafngreindir eða sýnilegir í þjóðfélaginu þá munu þessir aðilar bara hverfa af sjónarsviðinu í nokkur ár og halda svo áfram uppteknum hætti enda geta þeir það óáreittir vegna þess að okkur er svo í mun að virða friðhelgi fórnalambsins á kostnað heils þjóðfélags (og erum við í raun að hjálpa fórnalambinu með þessu nafnleysi, mér er spurn?)

alltaf velti ég því fyrir mér hvers vegna ég hætti að tala um það og fer að gera eitthvað í því að bæði berjast fyrir svipuðum lögum og Miranda lögin (þó vil ég herða skilgreiningu þess hvað sé "sex offender" en mér finnst það að vera tekin af löggunni fullur í nauthólsvík ekki vera það sama og t.d. varsla barnakláms!!!! svo líka láta á það reyna að halda út síðu með nöfnum og myndum dæmdra níðinga og þá hvort ég sé að brjóta lögin með því að hýsa slíkar síður erlendis en ekki hér heima en það sem ég hef kynnt mér með lögin eru að ég sé ekki að brjóta nein lög en þarf hins vegar að kanna með persónuverndarlögin þar sem jú þessi opinberu gögn eru sjaldnast í nafni en þó oftast flestum ljóst hver fremur glæpinn (og alls ekki vil ég bendla ranga aðila við þessa síðu)

já það er annaðhvort að fara að slást við löggjafavaldið í þessu máli eða hreinlega taka þessa aðila í bíltúr út í hraun og sjá til þess að þeir aldrei sjái dagsljósið framar!!!!!!

ég vill að við notum þessar upplýsingar til þess að halda þessum aðilum í skefjum því "knowlege is power" og þegar við erum vel upplýst þá erum við öll að tánum gagnvart þessum aðilum og við skulum líka alveg átta okkur á því að dæmdir aðilar fyrir svona verknað mega alveg eyða restinni af sínu lífi í því að biðjast afsökunar á tilveru sinni enda miklu verra en að fremja morð, eða það er amk mín skilgreining og flestra í okkar þjóðfélagi.

ég veit að þetta hljómar kallt og fyrir suma eins og ég sé sálarlaus döfull úr steini sem augljóslega hef aldrei lent í misnotkun og þess vegna skil ég ekki málaflokkinn en það er ekki rétt.

Kallt jú
misnotuð nei

en þarf ég að vera fórnalamb til þess að hafa skoðun á þessum málaflokki?

já þetta eru margar pælingar en þögnin er það versta og því finnst mér komin tími til þess að við hættum að segja usssssssss í þessum málum og bara birtum nafn þessara aðila (dómsorð sé aðili fundinn sekur um slíkt athæfi) ekki endilega málaferli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband