30.6.2009 | 15:26
The gift of life!!!!!
Ég var stödd á dekkjaverkstæði á föstudaginn og var að lesa grein í mannlífi (reyndar eldra blað eins og kannski gengur og gerist) en þar var verið að ræða við fólk sem þurfti að bíða í 5 ár eftir eggjagjafa!!!!!! á Fimmvörðuhálsinum íhugaði ég þetta mál og ræddi svo við elskulegan eiginmann minn um það hvort ég ætti ekki að gefa egg! Andskoti oft hef ég reynt að gefa eitthvað af mér (annað en klikkaða jákvæðni) og farið að gefa blóð en eftir að hafa splæst á þá 4 ml í sýnatöku er ég alltaf send heim með járn og beðin að koma seinna :)
En Egg hlýt ég að geta gefið! ég meina hver vill ekki eignast afkvæmi með dna frá ljóshærðri,bláeygðri,krúttlega búttaðri (ekki feitt bara curved)stelpu úr Breiðholtinu :)
ég er því búin að setja ferlið í gang og ef allt gengur upp mun ég gefa egg í lok ágúst, sept en það sem þarf að kanna fyrst eru nokkur atriði
nr 1: hvort ég sé ekki með öllum mjalla......
nr 2: hvort ég hafi einhverja ættgenga eða arfgenga sjúkdóma
en svo má ég ákveða hvort ég verði Nafnlaus eða þekktur gjafi og ég er búin að ákveða að vera þekktur gjafi.....það eina sem ég sé í þeirri stöðu er að ef þessi einstaklingur sem verður til úr egginu sem ég gef (einstaklingar) lenda einhvern tíman í veikindum og þurfa á t.d beinmerg eða einhverju slíku frá "ættingjum" þá þurfa þau kannski að leita í þennan blóðlegg og þá vill ég ekki loka þeim dyrum. Það er alveg ljóst að ég er ekki mamma þessara einstaklinga og þau eru ekki systkyn barna minna þótt vissulega þau deili með þeim DNA :)
ég vil með þessu hvetja fleiri konur til þess að skoða þennan kost, mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur fyrir mig (hver og einn verður að meta fyrir sig) enda var ég svo lánssöm að eignast tvö heilbrigð börn nánast án þess að hafa fyrir því ......ég meina hver hefur ekki gaman af því að æfa þann leik en á endanum viltu samt fá verðlaunin :)
kveðja Varphænan úr Holtinu :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.