all for one and one for all!!!!

Pæling dagsins kom upp þegar ég var að ræða við föður minn í gær, ég hafði ekki heyrt í honum lengi og við vorum að ræða hluti í lífi hvors annars. Ég sagði honum frá því hvað væri búið að vera í gangi hjá okkur og vs. versa. Í framhaldi erum við að ræða um geðsjúkdóma og geðræn vandamál. Við vorum að ræða hvernig er að eiga við einstakling með geðræn vandamál sem í marga staði lítur eðlilega út, að mörgu leyti virkar eðlilega samkvæmt samfélags stöðlum um eitthvað sem flestir geta sætt sig við að sé norm en er ef til vill langt frá því að hafa það gott. Margir og allflestir sem til þekkja sjá vandann ef þeir horfa nógu djúpt en fáir geta verið partur af lausninni og þeir sem leggja þá vinnu á sig fá oftar en ekki mikið þakklæti frá viðkomandi eða umhverfi sínu. Það getur nefnilega oft verið þannig að aðilinn sem er veikur gerir sér enga grein fyrir því, eða vill i marga staði ekki viðurkenna vandann. Þetta er í raun og veru eins og standa frammi fyrir einstaklingi með opið beinbrot og reyna að sannfæra hann um að hann þurfi að komast undir læknishendur en einstaklingurinn sem um ræðir hvorki sér það né vill læknishjálp. Hvað er þá að gera, já með opið beinbrot hringir þú bara á sjúkrabíl en hvað í andskotanum áttu að gera með einstaklinginn sem á við geðræn vandamál að stríða???

Við ræddum nokkuð opinskátt ég og faðir minn um barnsfaðir minn, ég sagði honum að mitt hlutverk núna væri að hlúa að börnunum og koma þeim í gegnum lífið, barnsfaðir minn væri sjálfur búin að búa svo um rúm sitt að baklandið hans er eins þunnt og raun ber vitni. Ég ræddi einmitt þá staðreynd að fyrir þessa lotu af rugli hjá honum gæti ég sagt að hann er þegar hann er að reyna að vinna í sér og sínum vanda góður pabbi, það er blessunarlega mynd sem börnin hans eiga af honum þrátt fyrir að raunin sé önnur núna. Hver og einn verður að velja sinn veg í lífinu, það er hverjum og einum frjálst og því er ég ekki að reyna að breyta, það eina sem ég passa er hvernig þær ákvarðanir hafa áhrif á tvær litlar sálir sem báðu aldrei um að standa í þessum sporum, en bæði ég og faðir þeirra berum ábyrgð á þó ekki nema bara fyrir þær sakir að við bæði stuðluðum að því að koma þeim í þennan heim, hvað við höfum gert síðan ber hver og einn ábyrgð á.

Við veltum því aðeins fyrir okkur hvernig líf í neyslu (hvort sem er læknadóp,áfengi eða önnur fíkniefni) í bland við geðræn vandamál getur verið hættulegt. Ég sagðist einmitt velta því fyrir mér að þeim mun lengur sem þetta ástand varir og þeim mun oftar sem þau koma þeim mun ólíklegra er að eitthvað verði eftir að þeirri góðu mynd sem fyrir var, ekki bara vegna þess að það slæma eyðir út því góða heldur bara vegna þess að flestum ætti að vera ljóst hversu hættulegt fíkniefni hvort sem þau eru lögleg eða ólögleg eru fyrir geðræna sjúkdóma. Td veit ég bara sjálf hversu slæmt áfengisneysla barnsföðurs míns hafði á þunglyndi hans og kvíða, oftar en ekki var vont að sjá orsök og afleiðingu í því samhengi en alveg ljóst að þegar eitt var tekið út úr jöfnunni var miklu auðveldara að eiga við hitt. Ég ræddi einmitt það að þetta væri ástand sem ég væri að eiga við ekki einstaklingur, þegar "ástandið" er til staðar er sá hluti sem ég þekki af einstaklingnum nánast ekki til staðar....... flestir þeir góðu eiginleikar sem barnsfaðir minn býr yfir virðast vera honum víðsfjarri, eins og ...

 

  • Gáfaður, hann er miklu gáfaðri en þetta og ætti að vita betur
  • Góður vinur, góður pabbi, góður maður......en það er erfitt að sjá það þegar heimurinn snýst nánast bara um hann sjálfann
  • klár, hann er meira en vel gefinn maður sem þó í "ástandi" lætur út úr sér heimskulegustu hluti
  • Hugsa vel um sig!! rækta líkama og sál.... mjög áberandi að það á ekki við núna.
  • Skemmtilegur, gaman að tala við hann, gaman að rökræða við hann, gaman að vera í hans félagsskap! ekkert af þessu á við þegar hann er í neyslu, jú hann getur kannski reynt að fela það ástand fyrir öðrum í einhvern tíma en þessi eiginleiki byrjar að hverfa með ástandinu

 

en eins og áður sagði verður hver og einn að velja sína leið og þegar á öllu er á botninn hvolft þá er það ekki all for one and one for all, heldur every man for him self.

  

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband