27.3.2014 | 09:56
Vonbrigði........og Von!!!
Þar sem ég hef ævinlega verið jafn opin og símaskráin ætla ég ekki að stoppa hérna. Í dag velti ég fyrir mér vonbrigðum. Eins og vitað er þá skildi ég og fyrrum maki minn fyrir rúmu 1 1/2 ári síðan, skilnaðurinn var að hans ósk. Margar voru ástæðurnar gefnar en allar aðalega hversu mikil vonbrigði ég var fyrir fyrrum maka minn, þá skoðun hefur og hafði hann fullan rétt á. Þakka hins vegar fyrir að ég hef sterkari skráp en það að láta það algerlega brjóta mig niður. Tók vissulega hluta ábyrgðarinnar en langt frá því að ég tæki hana alla, fór sem fór. Fyrstu vikurnar fóru í sorgarferli, vonbrigðin voru gríðarleg, ég hafði tapað keppninni (þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki af stað í neitt sem ég ætla mér ekki sigur í og fjölskylda mín var engin undantekning).... Ég þurfti að læra að sjá hlutina í nýju ljósi, syrgja bæði fjölskyldu mína sem og það sem meira var "hugmynd" mína um fjölskylduna, því þegar ég steig frá því þá á ákveðnum timapunkti gat ég ekki hugsað mér að fara til baka. Ég sagði við barnsföður minn að ég myndi aldrei bakka frá þeim degi sem við segðum börnunum frá ákvörðun okkar (aðallega sökum þess að við höfðum verið i þessum sporum áður) en þegar ég horfi aftur get ég því miður sagt að ég er ekki viss um að svo hefði verið fyrstu vikurnar á eftir, ég var engan vegin nógu sterk til að velja það besta fyrir mig og þar með fyrir börnin en blessunarlega kom aldrei til þess. Í desember það ár þegar ljóst var að barnsfaðir minn var algerlega fallinn í neyslu á bæði læknalyfjum og áfengi að hann væri á vondum stað og sem betur fer ákvað hann að fara í meðferð, dagana fyrir meðferð dvaldi hann á mínu heimili. Hann spurði á þeim tíma (þá næstum 3 mánuðum eftir skilnaðinn) hvort það væri einhver von fyrir okkur. Ég sagði honum að það væri enginn grunnur fyrir því að hann vissi það sjálfur hvað hann vildi, hann væri bara kominn heim í öryggi fjölskyldunnar og það væri alltaf betri staður en hann hafði dvalist á seinustu mánuði og best væri að hann færi bara í sína meðferð og hvort okkar myndi hugsa sinn gang og meta stöðunna að meðferðinni lokinni. Þessi orð meinti ég frá botni míns steinshjarta, fjölskylda mín átti það inni hjá mér að ég myndi ekki bara vísa þessu frá mér án nokkurar yfirferðar og ef svo hefði verið þá hefði það bara verið gert í biturleika og reiði og það er ekki leið sem hentar mér. Ég eyddi fyrstu vikunni eftir jól að velta þessum möguleika fyrir mér og sá ekki neina leið, né neinn vilja til þess að fara til baka. Þótt að ég hefði einungis unnið mig skamman veg frá sambandi mínu hafði ég þó komist þangað. Ég og barnsfaðir minn ræddum þetta aldrei meðan hann var í meðferðinni, þegar hann kom til baka til Danmerkur var það, það fyrsta sem ég gerði þegar ég hitti hann var að segja honum að ég sæi aldrei framtíð þar sem ég og hann værum par, það góða er að hann sagðist vera alveg sammála mér og þar með var það leyst og hvert okkar gat haldið áfram sinni vinnu að læra á hið nyja líf. Ég bæði meðvitað og ómeðvitað var ekki að flýta mér í samband, eins yndislega gaman og það er að vera skotin/ástfangin þá er það alveg ljóst að það er aldrei pláss fyrir eitthvað nýtt fyrr en gamalt hefur verið fjarlægt og það var alveg tilfellið hjá mér. Þrátt fyrir að ég vissi um áramótin að ég gæti aldrei farið til baka í samband þýðir ekki að ég hafi þá og þegar verið búin að afgreiða málið, langt í frá. Maður sem ég hafði eytt einum og hálfum áratug með var ekki alveg svo fljóttur að yfirgefa tilfinningabúið. Það gerðist (ekki að sjálfu sér, margir þættir koma þar að, bæði aðstæður,atburðir og sjálfsvinna) en einungis næsta haust á eftir.....get ekki munað hvort það var í ágúst eða september það ár....en það gerðist!!!!! Allir sem skilja vita að það tekur á bæði á fullorðna og börn og við vorum engin undantekning þar, árekstrar voru á milli þess sem við remdumst eins og rjúpur við staur að vera vinir og gera allt vinsamlega og á það við báða fullorðnu aðilina í þessu fyrra sambandi. En minn skilnaður kenndi mér það að það er enginn þörf að vera vinir, það þarf einungis að vera kurteis og heiðarlegur þegar kemur að samskiptum varðandi börnin, ég dró bara minn eigin bata á langinn að rembast í vinskap og væntanlega á það sama við hann. Barnsfaðir minn reyndist börnunum vel fyrstu mánuðina og voru þau bæði glöð og kát að fá hann aftur úr tveggja mánaðar meðferð, hann bjó í íbúð ekki langt frá þeim og samskiptin voru góð. Hann þjálfaði dóttir okkar í fótbolta og sinnti því vel framan af. En Adam var ekki lengi í paradís því með haustinu fór að halla undan fæti, barnsfaðir minn fór að sína merki sem ég þekki alltof vel enda bjó ég með fíkli í 15 ár. Það eina góða fyrir mig á þessum tíma að ég var komin á stað að þessi staða olli mér engum vonbrigðum, þá meina ég mér persónulega (sem það hefði gert nokkrum mánuðum áður) en í staðinn voru vonbrigðin farin að sjást á þeim sem minna mega sín, börnunum. Það var þá mitt verkefni að veita þeim þau verkfæri að komast á stað þar sem þau átta sig á að þau bera einungis ábyrgð á sér og engum öðrum og sér í lagi ekki fullorðnu fólki og hvað þá foreldrum sínum sem hafa þá ábyrgð að hugsa um þau en ekki vice versa. Á þessum tíma átti dóttir mín mun erfiðara með allt sem gekk á, bæði skilnaðinn, samskiptin við báða foreldra sína og sjáfa sig í þessari stöðu. Ég og hún fórum strax af stað og fengum handa henni ráðgjafa sem hefur gert kraftaverk fyrir hana, hún gaf henni tæki og tól til þess að virkja hugann, virða sig og sýnar skoðanir og vilja og það er fræ sem ég sem foreldri vill rækta áfram hjá henni og styrkja hana þar með. Sonur minn er bæði eldri af árum og opnari í umræðum, en hann hefur átt og á ennþá sín móment þar sem þetta allt er erfitt fyrir hann, á sama tíma og hann er að þroskast í ungann mann uppfullur af hormónum og getur verið nógu erfitt eitt og sér. Haustið kom og ekki skánaði staðan, fyrrum barnsfaðir minn byrjaði í sambandi sem hann kynnti strax fyrir börnin, sonur minn sem þá ræddi meira um málið hafði ekkert nema gott um þá stúlku að segja, sagði hana opna og skemmtilega en velti eðlilega fyrir sér hvernig "fjölskyldurlíf" föður síns yrði í framtíðinni, þetta ræddi hann opinskátt við mig og veit ekki hvort hann gerði það líka við föður sinn, það voru bara eðlilegar pælingar eins og "heldur þú að pabbi muni eignast fleirri börn, enda kærastan hans 26 ára og barnlaus" "heldur þú að hann flytji heim eða eitthvað annað"... þessu gat ég auðvitað ekki svarað, hvorki vegna þess að ég hef aldrei hitt þá manneskju og hvað þá að ég viti né að það komi mér við yfirhöfuð, en var ánægð að sonur minn skyldi ófeiminn ræða það við mig og vera opinn um málið.
Vikurnar liðu með stöðugum árekstrum milli mín og barnsföðurs míns, hann skyldi börnin eftir ítrekað meðan hann fór í partý eða á skólabarinn (sem í sjálfu sér er ekki stórmál enda engin smábörn en er ekki staður þar sem hann ætti að vera í ljósi þess að hann hafði börnin í sinni umsjá og einungis nokkrir mánuðir frá því að hann kom úr meðferð. Ég gaf honum þann kostinn að ef hann vildi sinna skemmtanalífinu þá skyldu börnin vera hjá mér á meðan, eftir langar umræður var það ákveðið og faðir þeirra ætlaði að virða það og kom aldrei til þess að hann bæði um það. Það ástand endist þó ekki lengi og hegðun barnana sagði mér að ekki væri allt eins og það ætti að vera. Það endaði svo þannig að þann 27. desember sótti ég dóttur mína til föður síns, hafði þá fyrr um daginn sótt u frænku hennar illa lyktandi af sígarettureyk þar sem fullorðnafólkið á heimilinu hafði verið að reykja innandyra í þónokkurn tíma, það eitt og sér segir mér mikið um barnsföður minn því að hann hafði aldrei meðan hann ekki væri í neyslu eða í einhvers annars konar annarlegu ástandi reykt ofan í hvorki börnin sín né annara manna börn, hann hafði sjálfur nokkrum mánuðum áður bannað syni okkar að vera heima hjá vini sínum þar sem var verið að reykja ofan í þau. Daginn eftir brotnar dóttir mín niður og segir mér að henni líði ekki vel heima hjá pabba sínum, hún sé ósátt við kærustuna er það eina sem hún segir. Ég útskýrir fyrir henni að auðvitað breytast hlutirnir þegar kærasta/kærasti koma til sögunnar en ekki endilega til verri vegar, ég hefði verið svo heppin að eiga yndislega stjúpmömmu sem var alltaf gaman að koma heim til, hefði hugsað vel um okkur og sinnt okkur ennþá betur og ef það væri tilfellið væri ég glöð að heyra það en ef svo væri ekki þá vildi ég líka heyra það. Á þessum tíma hafði faðir hennar ekki þjálfað fótboltann í rúma 1 1/2 mánuð, hann bar fyrir sig annríki í skólanum en þetta tók dóttir hans gríðalega nærri sér. Ég vill meina að dóttir mín hafi ekki hitt kærustu föður síns nógu mikið til að geta á nokkurn hátt myndað sér neitt annað en góða mynd af henni miðað við það sem sonur minn hefur sagt mér af henni en börn eru einstaklega skynsamar verur og hún á þessum tíma væntanlega hefur haft vonda tilfinningu fyrir einhverju bara gat ekki nemið hvað það var, enda skilningurinn takmarkaður á málefninu. Miður þótti mér að sama dag fæ ég þau tíðindi að kærasta og verðandi sambýliskona barnsföðurs míns ætti sögu sorglega, eiturlyf og misnotkun þeirra kemur á yfirborðið. Ég kalla til mín barnsföður minn að ræða málefni dóttur okkar, hann tekur vel í málið í fyrstu en breytir skyndilega um stefnu og vill ekki að dóttir okkar ráði því hvern hann hittir og segir að hann ætli ekki að reka sambýliskonu sína út af sínu heimili, sem var aldrei ósk mín í þessari umræðu. Á þeim tíma hafði ég ekki hugmynd um að hún væri að flytja inn og allt í einu varð það jafn stórt atriði og upplifun dóttur okkar, því fyrir mér skulu börnin mín ekki búa með eða umgangst fólk í neyslu og velferð þeirra er mér allt. Ég spyr barnsfaðir minn um það hvort sambýliskona hans sé í neyslu og sé einnig talsmaður fyrir lögleiðingu kanabis , svarið sem ég fékk var eins og blaut tuska í andlitið, vissuleg vonbrigði fyrir mig sem foreldri. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um það, ég sagði honum að ég skyldi gefa honum vafan þar enda þau einungis búin að vera saman í nokkra mánuði, en það hlyti að vera honum mikið atriði að komast til botns í enda velferð barna okkar að veði. Svarið sem ég fékk þá var ennþá verra "Nei það skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli er að hún sé góð við börnin" það var með öllu vonlaust að rökræða þegar málið var komið á þetta level og ég bað barnsfaðir minn á endanum bara að fara heim til sín, ræða við sína sambýliskonu og koma svo að samningsborðinu aftur þvi hann skyldi hafa það alveg á kristal tæru að börnin mín eru ekki inná heimili sem neysla er eða neysla á eiturlyfjum er viðurkennd. Í framhaldi af þessu fór ég fram á það við barnsfaðir minn og sambýliskonu hans að þau bæði færu í blóð og þvagprufu og við gætum tekið boltann þaðan, þetta gerði ég bæði vegna þess að ég treysti honum ekki, hinn punkturinn er að þetta er tækifæri fyrir hann að sanna sig og sýna, ef hann hefur ekkert að fela þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur þótt að hann þurfi að fara 100 sinnum í prófin, ef hann er "clean" þá að sjálfsögðu er hann partur að lífi barna sinna, en sé hann það ekki er partur hans alltaf takmarkaður eða enginn, það er því nú ver og miður bara svo. Hann verður alltaf faðir barnana en sá réttur er ekki ótakmarkaður og skilyrðislaus enda sem betur fer höfum við lög og reglur sem vernda rétt saklausra barna í stöðum sem þessum og verri. Vonbrigðin voru gríðarleg fyrir börnin að hann hefur neitað staðfastlega að fara í prófin, telur mig vera að brjóta á sér og sakar mig um misjafna hluti í sinn garð, það allra versta þó að ég sé að beyta börnunum gegn honum. Það hef ég ekki gert og mun aldrei gera, börnin mín eru auðvitað partur af þessu og hef ég verið einstaklega heiðarleg um hvað ég sé að biðja föður þeirra um og hvers vegna. Ég hef útskýrt fyrir þeim að fari þetta opinbera leið (sem það er að gera núna) þá sé rétturinn alltaf þeirra og faðir þeirra og sambýliskona hans hafa lagalega skyldu til að koma í blóð og þvagprufu. I byrjun janúar fór það svo að bæði börnin óskuðu þess að hitta ekki föður sinn um stund, það var honum gert ljóst af mér enda ekki þeirra að þurfa að standa svörum fyrir það við föður sinn frekar en þau vilja. Ég hvatti hann til þess að hafa samband við statsforvaltningen ef hann væri ósáttur og fá þriðja aðila inn i málið en aldrei að fara fram hjá mér þeirra forráðamanni og ræða beint við þau, það hefur hann ítrekað gert. Það allra síðasta var að hann hafði samband við son okkar beint og sagði honum að hann væri búinn að fara í blóðprufu, og að ég vissi það mætavel (veit ekki hvernig ég ætti að vita það þar sem ég hef ekki heyrt frá né í barnsfeðri mínum síðan 28.janúar) og að hann væri velkomin að koma að skoða hana. Sonur minn sem bæði er skynsamur og gáfaður ungur maður beindi föður sínum á rétta braut og bað hann að hafa samband við mig, enda alveg ljóst að það er okkar hlutverk að ræða málefni sem varða velferð barnana ekki að börnin eigi að taka þá afstöðu sjálf. Ég hef ítrekað reynt að hafa samband við barnsföður minn bæði á sms og hringja, boðið honum að ræða þessa umræddu blóðprufu við mig og hvort grundvöllur sé fyrir samskiptum milli hans og barnana. Hann svarar engu. Mín seinasta von er að við eigum að hittast í statsforvaltningen (ígyldi sýslumanns) 1.apríl þar sem hann óskar eftir fastri umgengni við börnin. Takist honum að sýna fram á það á lögmætan máta að enginn neyla eigi sér stað á hans heimili þá er enginn hindrun í veginum fyrir því að hann og börnin geti reynt að byrja að laga þann skaða sem þegar er orðin, sé vilji fyrir því hjá öllum aðilum.
Mitt verkefni núna er að hlúa að börnunum, ef einhver heldur að þetta séu ekki vonbrigði að svona sé komið og að ég hafi gaman af því að hlutirnir séu svona þá þekkir sá hinn sami mig ekki mikið né vel. Mér finnst þetta miður sorgleg staða, en mín eina ábyrgð í þessu máli er að passa upp á börnin mín tvö og það er ekkert í þessu veraldarríki sem stoppar mig í því annað en dauðinn. Ég reyni að styrkja þau á tímum sem eru þeim erfiðir en á sama tíma verður maður líka að reyna að minnka skaðann fyrir þau eins og maður getur hverju sinni.
þótt margt tengt þessu máli séu eintóm vonbrigði þá er líka ótrúleg von, von um börnin, bjartari framtíð, fulla af kærleik og styrk, fjölskyldu og vinum, sumar og vetri og svo mörgu jákvæðu í lífinu.
Munum að vera þakklát fyrir hvort annað og það sem við eigum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.