26.3.2014 | 15:50
The great escape .....
Í dag velti ég fyrir mér þörf mannsins til að flýja, mörg ef ekki öll erum við sek um að flýja frekar af hólmi en að standa orrustuna á einhverjum punkti í okkar lífi. En sumir læra af reynslunni og reyna frekar að takast á við vandann, lífið, verkefnið hvað það sem fyrir liggur meðan aðrir kjósa að flýja. Það að flýja getur vissulega í sumum tilvikum verið lausn, en í all flestum tilvikum er hún einungis skammtímalausn og vandinn kemur upp aftur sterkari en nokkru sinni fyrr, málið er nefnilega oftast það að þótt að þú flýjir þá ert "þú" sem oftar en ekki ert þáttakandi í þínu eigin lífi (vona ég amk) partur af bæði vanda og lausnar og þótt að þú takir þig sjálfan úr jöfnunni þá kemur alltaf þinn hluti jöfnunar með þér ;)......
sumir telja sér jafnvel trú um að flóttinn sé ekki flótti heldur bara minnkun á skaða eða jafnvel sé verið að leysa málið fyrir sig og aðra. Tökum sem dæmi "ég tók mig til árið 1996, eftir 8 vikna verkfall í framhaldskólum, að hætta í skólanum þá önnina. Ég hafði það ekki í mér að segja elskulegri móður minni þessa annars vegar glæsi ákvörðun mína þannig að ég þóttist bara fara í skólann, þóttist meira segja bara fara í próf og ef ég man rétt meira að segja laug til um einkunnir mínar. Þarna taldi ég mig bara vera gera öllum greiða, ég var ekki að ráða við viðbrögð móður minnar og sannfærði sjálfa mig bara að ég væri raun að gera henni greiða með því að "íþyngja henni ekki með þessu", flúði bara vandann og fór til færeyja að "prófum" loknum sem au pair. Um sumarið varð svo úr að vinkona mín sagði systir minni frá þessu sem hvorug hafði hugmynd um að hin vissi ekki af þessum glæsigjörningi mínum. Systir mín gaf mér val um að koma hreint til dyra og hringja í mömmu sjálf eða hún myndi segja henni frá þessu, ekki var vandinn flúinn meira hjá mér og gekkst við brotum mínum og svikum "I did the crime og var kominn tími til þess að do the time". Ég bjóst alltaf við því að móðir mín sem í uppeldi mætti teljast frekar ströng og ákveðin (alls ekki slæmt uppeldi ) yrði mér, örverpinu dóttur sinni afar reið og reyndi að búa mig undir það "högg". En það sem kom var miklu áhrifaríkara og lærdómsríkara, móður mín var mjög sár, vonbrigðin leyndu sér ekki og ég vissi varla hvernig ég átti að taka því. P-in mín (propper planing and preparation prevent pisspour perfomance ) komu ekki að neinu gagni, ég hafði flúið, svikið, logið og var núna að upplifa fullan þunga áhrifa þess á aðra, var kippt út úr sjálfselsku bólunni minni inn í raunveruleikann, tilfinningin var ekki góð en ég fékk einstakt tækifæri til þess að læra, þetta var engum að kenna öðrum en mér, ég hafði valið þessa leið, ég var ekki fórnalamb aðstæðna, enginn hafði valið eða framkvæmt aðrir en ég en þegar ég var aðeins komin frá þessu var ég gríðarlega fegin að upp komst. Líf lyga og flótta er ekkert líf að lifa, þeim mun meiri lygar, þeim mun ríkari þörf að flýja. Haltu frekar haus og reyndu að vinna þig frá því sem þú ert að flýja, ég get eiginlega lofað þér því að sú leið er alltaf gæfuríkust ekki bara fyrir þig heldur alla sem að málinu koma. Flóttinn getur verið á svo margan hátt, en verður alltaf meðan þú sem einstaklingur velur þá leið en ekki lausnina, neikvæð. Lausnin er kannski ekki alltaf auðsjáanleg en vissulega alltaf til staðar ef þú ætlar þér þangað.
knús í daginn mín kæru :)
I
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.