Fíkn.......... sjúkdómur eða plága???

Ég held að við getum öll verið sammála því að fíkn sama hvert sú fíkn leitar er ALDREI blessun á líf neins né nærumhverfi þess einstaklings sem í fíkninni lifir. En tveir atburðir í vikunni kalla fram þann "póst" sem núna er skrifaður.

sá fyrri var þegar ég og sonur minn fórum og hittum ráðgjafa til þess að sjá hvaða úræði eru í boði fyrir ungmenni sem alast upp á heimili þar sem fíkn hefur verið eða er, og öllu meira eiga foreldri sem er fíkill. Ég trúi nefnilega alltaf á mátt forvarnar, vinna í málinu strax en ekki að bíða eftir því að allt fari í "shittyfuck" áður en maður gerir eitthvað og blessunarlega þekkja og hafa/munu börnin mín lært það. Í þessu ágæta viðtali fengum við ágætis hjálp en það sem líka stóð upp úr í þessu viðtali (sem nota bene var það allra fyrsta sem hún hefur hitt minn ágæta son og stoppuðum við þarna í max 20 mín) voru orð ráðgjafans þegar sonur minn sagði henni frá sinni upplifun af núverandi ástandi.... en þá sagði ráðgjafinn "mundu það pabbi þinn er ekki að velja það að vera "misbruger" hann er einungis veikur og þú veist að hann elskar þig ótrúlega mikið"........ til þess að allt fari ekki í panik hérna er best að ég svari þessu strax!!!!

Ég tek þann pólinn í hæðina að segja við börnin mín að muna það sem þau hafa gengið í gegnum, í mestu eiga þau sterkar og ánægjulegar minningar þar sem faðir þeirra hefur verið þeim góður faðir, þar sem hann hefur sýnt þeim ást, alúð og umhyggju. Með það að leiðarljósi get ég með fullri vissu sagt við börnin já þið vitið að þrátt fyrir allt þá er ég viss um að pabbi þeirra elskar ykkur, en við vitum öll að ást er ekki öllu yfirsterkari og getur ekki bjargað einum eða neinum frá þeirra eigin sjálfseyðirleggingu og aldrei skal sú viðleitni liggja á herðum barna, fullorðið fólk getur ákveðið að rembast eins og rjúpur við staur að "bjarga" einhverjum en þegar öllu er á botninn hvolft liggur það alltaf hjá fíklinum sjálfum að bjarga sér sjálfur.

annað atriðið var þessi hérna grein http://www.drugabuse.gov/about-nida/noras-blog/2014/02/addiction-free-choice  sem að er að leggja áherslu á hugtakið "sjúkdómur" þegar kemur að fíkn og benda á vísindalegar staðreyndir að einstaklingar sem glíma við fíkn ráða ekki yfir sínu vali, heldur er heilinn á þeim bara "víraður" þannig og það sem angraði mig mest í þessari grein er samlíkingin við sykursýki og hjartasjúkdóm. Fyrir mér er þessi samlíkingin algjörlega út í hött, fíkn er engan vegin það sama og sykursýki og svo víðáttufjarri því að líkja því saman og finnst mér þetta svo víðtæka viðhorf samfélagsins vera ákveðið eitur!!! fíklar sem eru í gruninn bara ansi góðir að finna allar aðrar afsakanir fyrir sínum vanda en hjá sér sjálfum þurfa amk ekkert að taka ábyrgð á þessu "ástandi" sínu þar sem þetta er bara sjúkdómur og þeir geta ekkert að þessu gert!!!!! þessu viðhorfi ætla ég ekki að halda á lofti á mínu heimili. Skal upp að vissu marki viðurkenna fíkn sem sjúkdóm en eins og með alla geðsjúkdóma er fyrsta skrefið alltaf að fá hjálp, viðurkenna veikina og leita lausna. Þunglyndur einstaklingur hefur klárlega sjúkdóm en hversu slæmur sá sjúkdómur er, er alltaf í höndum hans sjálfs!!!! hvort hann geri allt í sínu valdi til þess að halda þeim sjúkdómi í skefjum eða akkúrat í hina áttina, leggst bara upp í rúm, reykir eina jónu og upplifir ákveðna fróun í skamman tíma en svo hellist yfir hann myrkrið og vítahringurinn eykst..... ef að við lifum í samfélagi sem ætlast til þess að við séum svona skilningsrík fyrir því að fíkn sé sjúkdómur og neysla sé afleiðing þess en ekki val og okkur beri að sýna því umburðarlyndi þá krefst ég þess af sama samfélagi að það sýni því skilning að þeir sem standa í innsta hring af fíkn og neyslu megi velja að vera ekki þáttakendur í því ástandi.

Ég reyni að styrkja börnin mín, vill kenna þeim að bera ábyrgð á sér fyrst og fremst. Ég reyni hvað ég get að hjálpa þeim í gegnum allt sem á þeim dynur ekki til þess að bjarga þeim frá sorginni, eymdinni og vonleysinu heldur til þess að gefa þeim tæki og tól til þess að koma út í lífið sterkari, glaðari og reyndari.  Mótlæti herðir er alltaf mín sterka trú en auðvitað getur það bæði beygt og brotið svo það er skylda mín sem foreldri að reyna allt sem ég get til þess að koma þessum ungum til eins vandaðra manna og ég get........ ég er ófeimin að segja við bæði börnin mín að komi til þess að þau velji sömu eða svipaða leið og faðir þeirra í misnotkun á bæði löglegum og ólöglegum efnum þá sé það ekki vegna þess að það hafi verið forritað í þeirra DNA, það er ekki vegna þess að ég var svo mislukkuð móðir, það er ekki vegna þess að þeirra líf hafi verið svo erfitt eða what not "ÞAÐ YRÐI ALLTAF ÞEIRRA VAL, OG VAL SEM ÞAU GETA FORÐAST"

Þessi vinna og verkefni eru ekki falin, við skömmumst okkar ekkert fyrir þau frekar en nokkuð annað í okkar lífi, öll erum við mannleg og gerum mistök en opin og heiðarleg samskipti eru fyrir mér mitt sterkasta vopn í lífinu, börnin mín verða annaðhvort sammála mér eða ekki þegar fram reyna stundir það á alveg eftir að koma í ljós en come rain, come shine er þá að minnsta kosti ekki annað en lærdómur sem þau taka í lífið.

þú ert kæri lesandi kannski ekki sammála mér að vera svona opinská og beinskeitt um mín persónulegu málefni en það er líka þinn réttur eins og það er minn að tjá mig um mín.

 

góðan laugardag kæra mannfólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það Inger, þú ættir að gefa út bók. Ert algjör snilldar penni og reynsla þín gæti virkilega hjálpað mörgum. Ég elska heiðarleika þinn, þvílikur styrkur !

Ég er svo sammála þér að þetta er sjúkdómur en ekki þess eðlis að hægt sé að bera hann saman við t.d. sykursýki, þar sem sjúkdómurinn FÍKN hefur þann frábæra eiginleika að geta verið læknaður með því að taka ábyrgð og VELJA að takast á við hann.

Börnin þín eru virkilega heppin að eiga þig að, því að viðurkenna ástandið, tilfinningarnar og sársaukan er svo nauðsynlegt til að komast í gegnum þetta og til að einmitt vera meðvitaður um valið......

Ég er virkilega heilluð af styrk þínum Inger.

Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband