Never kid a kidder!!!!!

Að ljúga eða blekkja er ekki list sem nokkur maður ætti að státa sér af að mastera, þeir sem eru einstaklega góðir í að leika slíkan leik eru oftar en ekki afskaplega siðblindir ef ekki siðlausir. Það ætti því að vera ákveðin fróun í því að vera lélegur í listinni.... gefur kannski von um að einstaklingur sem leggur það fyrir sig að ljúga/&blekkja og er lélegur í því er ekki það sem kallast "lost case".

Ég var alin þannig upp að dauðasyndin á mínu heimili var að ljúga. Var einu sinni flengd af móður minni ásamt Lottu systir fyrir atburð sem engin af okkur þremur man hver var annað en það að þegar við systur vorum gómaðar fyrir atburðin (sem nota bene var algjörlega engin leið að reyna að ljúga sig út úr) þá voru okkar fyrstu viðbrögð að ljúga...væntanlega hefur siðferðispostulinn hún systir mín meira haldið sig til hlés og ég reynt að halda uppi vörnum í þessum vonlausa glæpi okkar. Yfirdómarinn Hitler gaf litlu djöflunum sínum tækifæri til þess að baka út úr þessari þvælu en við systur stóðum brattar, með laskaðann geislabaug og englahár.......endaði með fyrirlýstum atburði með reiði,vonbrigðum og bossaskellingum. Aumar og beygðar við systur munum þetta ennþá og lexían um að ljúga ekki var fengin....... 

alls ekki þar með sagt að maður hafi ekki lagt það fyrir sig og man ég sérstaklega eftir því þegar ég var í sambandi með Pétri Má og hann hafði sterkan grun um að ég væri farin að bera tilfinningar til annars stráks. Öll tækifæri heimsins fékk ég til þess að gangast við því en veit svo sem ekki ennþá hvað olli því að ég viðurkenndi það ekki, væntanlega í ungri heimsku minni vildi ég eiga kökuna og borða hana án þess að hugsa mikið um afleiðingar gjörða minna. En þær fékk ég að upplifa fljótt og örugglega því nokkrum dögum seinna fór ég á dansiball þar sem umræddur strákur og ég vorum bæði, áfengi við hönd, engar hömlur og (ekki mikið um heila hugsun heldur) Inger sá sér lítið fyrir og fyrir framan alla í föstu sambandi bara dry humpaði gaurinn (ekki að gera lítið úr gjörningi mínum en held að það sé líka hægt að sjá sorglega broslegu hliðina við þetta móment mitt) Ekki fór betur (eða sem betur fer..... eiginlega) kom min kæri kærasti á svæðið, ásamt systur minni og mági..... vont var að segja hver var reiðastur af því teymi þetta kvöld. Pési greyið var eiginlega bara eyðilagður og sár og réttmætilega svo, Stjáni mágur var eiginlega alveg til í að fara með mig út í hraun, en Lotta systir mín oftar en ekki minn siðferðisviti (skal bara alveg viðurkenna það) var vægast sagt BRJÁLUÐ. Heimkoman til móður minnar var með verri heimferðum á annars vegar þann kærleiksstað..... Móðir mín taldi sig hafa alið upp betra eintak en ég var að sýna af mér þarna... og ekki var það sú staðreynd að ég hafi verið að dandalast með einhverju strák það versta heldur LYGIN, SVIKIN og allt sem þessu máli fylgdi. Já komandi vikur voru enginn dans á rósum, ég hafði mikið að vinna til baka og átti allt sem að mér kom og meira í raun skilið. I did the crime so I had to do the time. En á sama tíma fékk ég líka lexíu að flýja ekki vandann, ekki stinga hausnum í sandinn, ekki kenna öðrum um, taka ábyrgð á mér og því sem ég gerði og vinna traustið til baka hjá öllum sem ég sveik..... og horfi ég ekki til baka með stolti eða skömm, öll gerum við mistök og ég held að ég geti sagt að þessi gjörningur minn hafi ekki eyðilagt líf neins (þótt vissulega það göfgaði ekki líf neins heldur), það er hvernig við lærum af þeim og hvernig við vinnum með þau sem skiptir máli

En það eru ekki allir sem öðlast neina lexíu af því að ljúga,svíkja og blekkja, að minnsta kosti ekki þannig að þeir berjist áfram til að gera betur. Helstu dæmin um þetta eru fíklar, kannski er það vegna þess að það er samnefnari allra fíkla að þeir ljúgi, hvort sem það er bara að sjálfum sér eða öllu samfélaginu í kringum sig. Það er bara staðreynd að allir fíklar ýmist ljúga,blekkja eða svíkja eða "all of the above". Það skiptir engu hvort það sé átfíkilinn sem telur sjálfum sér trú um að low fat prótein stykkin séu holl eða hvort það sé dópistinn sem telur sig ekki vera dópisti, hvort það sé nikotín fíkilinn sem er bara að skaða sjálfan sig eða alkahólistinn sem felur fíknina sína. Já því miður eiga fíklar það allir sameiginlegt að stunda lygar, hversu miklar og víðtækar þær lygar eru, er svo allt annað mál. En merkilegt er að bæði samfélagið og þá sér í lagi fíklarnir sjálfir virðast viðurkenna það ástand, það er eins og það sé bara partur af sjúkdómnum og þar með í lagi upp að vissu marki. Það finnst mér mjög sorgleg staðreynd og ennþá sorglegra ástand. Börnin mín og á ákveðnum tíma ég sjálf höfum alveg upplifað okkar skerf af því, en það eins og svo margt annað má ekki segja. Má ekki tala um fíknina, ekki fíkilinn og hvað þá alla þá neikvæðu hluti sem henni fylgdu og gerir ennþá, og geng ég svo langt að segja að margir hafa borið það upp á mig bæði beint og óbeint að vera uppfull af lygum sjálf að leyfa mér að tala um þá hluti. Mikið getur mér ofboðið það ástand þá ótrúlega en satt ekki fyrir mína hönd, mér er eiginlega alveg sama hvað öðrum finnst, enginn getur sagt mér hvað ég gekk í gegnum, enginn getur sagt mér hvaða tilfinningar ég hafði og hef annar en ég sjálf og það getur vissulega enginn sagt um börnin mín tvö heldur, en það er einmitt þess vegna sem mér ofbýðir stundum, fyrir hönd barna minna og á sama tíma allra þeirra sem minna mega sín og hafa kannski ekki neinn til þess að halda upp vörnum fyrir þeirra tilfinningum, þeirra upplifun, þeirra vonbrigðum, þeirra sorg, þeirra vanlíðan í ástandi sem ÖLLUM finnst óþægilegt.  Mér er alveg sama hver á í hlut lygar hjálpa engum, ég vil ekki ala börnin mín upp í því að það er allt í lagi að ljúga/blekkja/svíkja svo framarlega sem enginn annar kemst af því eða það komist ekki upp um þau. Ég ætla ekki að gefa þeim fimmu ef þau verða svo góð í listinni að ekki komist upp um þau .......Nei ég legg mig alla fram við að reyna að kenna þeim að vera heiðarleg, þá fyrst og fremst við sig sjálf, enda þurfa þau að horfa á spegilmynd sína á hverjum degi og með heiðarleika og virðingu við sitt sjálft eiga þau mikið betri möguleika á að vera samfélaginu og nærumhverfi sínu viðauki, ánægju- og gleðigjafar.

ég minni þau reglulega á að mamma þeirra var ekki fædd í gær, var ekki alin upp af Hitler sjálfum (sem í þessu tilviki er ótrúlega mikið hrós elsku Mamma) og hef ekki bara ímyndaðan verndarengil á öxlinni, hann fæddist 18 mánuðum á unda mér og er ennþá að pota í góðu hliðarnar mínar, og um fram allt hef ég sjálf sagt mínar lygar í gegnum tíðina.......... so don´t kid a kidder!!!!!!

Vil miklu frekar að börnin mín fari minna grýtta veginn en ekki hrasi um allar hindranir á þeim sem þau eru á sjálf þegar kemur að heiðarleika...... 

já þetta líf er vandlifað en mikið ofboðslega er það gefandi þegar við gerum okkar besta :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef svo oft sagt ykkur systrum, þá er eina manneskjan sem maður þarf alla tíða að búa með, maður sjálfur og eins gott að geta litið sáttur framan í þá manneskju í speglinum á morgnana. Það er enginn fullkominn, en spurning hvort við lærum af mistökunum (eins og þið systur gerðuð svo sannarlega - þið munið alla tíð þetta eina skipti sem ég flengdi ykkur)og gerum betur næst.

Er óendanlega stolt af ykkur systrunum. Þrjár frábærar manneskjur sem "Hitler-inn" ykkar ól upp. :-)

Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband