Usssss ekki segja !!!!!!!!!!!!!!!! bara þegja!

Las seint í gærkvöldi að mikill snillingur kvaddi þennan heim í gær, Philip Seymour Hoffman. Óneitanlega er það verst mynd og afleiðing af hinum ömurlega heimi fíkniefnarneyslu. Heimur sem ég þekki þvi miður of vel. En svo virðist sem ég megi ekki segja að ég þekki þann heim þar sem ég er ekki fíkillinn sjálf, ég er bara einstaklingur sem á einum tímapunkti taldist aðstandandi, núna er ég einungis foreldri barna sem teljast aðstandendur. Mér ber að halda mig á mottunni, má ekki tala um þau neikvæðu öfl sem fíkn hefur spillað í mínu lífi og það sem verra er í lífi barna minna því guð minn góður að ég skuli hafa einhverja hugmynd um hvernig þetta lítur við mér og minna!!!! 

Engir tveir einstaklingar geta átt sömu upplifun af viðburðum,tilfinningum, atburðum og samskiptum, öllum ætti að vera ljóst að í öllum samskiptum einstaklinga eru amk alltaf tvær sögur/útgáfur, hvor hefur fullan rétt á sér enda ekkert annað en að endurspegla hvers útgáfu af ef til vill sama atburðinum. Við sem höfum gengið þennan heim í meira en tvo vetur ættum að minnsta kosti að vera búin að læra það, þótt að margir virðast oftar en ekki gleyma þessari augljósu staðreynd og oftar en ekki eyða mikilli orku í að láta þessa staðreynd naga sig. 

Það sem er hvað erfiðast að eiga við þegar kemur að samskiptum við fíkil er persónuleika breytingin, einstaklingur sem lítur eins út og sá sem þú telur þig þekkja og í all flestum tilvikum einhver sem þér þykir mjög vænt um, sýnir af sér hliðar sem eru svo órökréttar í augum þeirra sem ekki eru fíklar þó oftar en ekki ótrúlega fyrirsjáanlegar þeim sem til þekkja. En börn þekkja ekki þessa hegðun nema að læra inná hana og mikið ofboðslega er það sorglegt þegar sú lexía kemur frá einstakling sem stendur þeim hvað næst. En allri lexiu getum við lært af og hvort sem upplifun er góð eða slæm höfum við sem foreldrar alltaf tækifæri til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín að öðlast styrk frá öllu sem á þeim dynur í lífinu. En ef maður þegir og gerir ekkert er alveg ljóst að maður er algerlega að misfarast í því hlutverki....... þessi vinna er ekki auðveld og alls ekki alls kostar ljóst hvernig hún mun takast með mín eigin börn en ég mun vissulega nýta mér öll þau hjálpartæki sem til eru. Ég er enginn sérfræðingur en sem betur fer eru til margir sérfræðingar þarna úti og hef ég reynt að kenna börnunum mínum að læra að nota þá hjálp strax og það besta er að bæði börnin mín eru opin fyrir því og er ég stolt að segja að þau munu bæði njóta aðstoðar sálfræðinga á komandi misserum til þess að vinna í sér og sínu. Þar með hafa þau tækifæri til þess að tala við sérfræðing, hlutlausan aðila sem hjálpar þeim að nálgast það besta í þeim sjálfum og vonandi skila þeim mun betur út í lífið en ella og er ég stolt að búa í samfélagi þar sem slík þjónust þykir sjálfsögð, ég er stolt af því að börnin mín nýta sér hana og vill kenna þeim strax hvað það er í raun frábær hlutur. Finnst svo miður hvað ennþá á hinu frekna ári 2014 er mikil skömm og þögn yfir því að ganga til sálfræðings "slíkir einstaklingar hljóta bara að eiga eitthvað bágt og mjög erfitt"....... !!!!! hver á það ekki spyr ég????

einungis er sá sem enga aðstoð fær eða gerir ekkert í sínum vandamálum, aðili sem samkvæmt minni skilgreiningu á við raunverulegan vanda að stríða!!!!! alveg sama hver vandinn er fyrsta málið er að viðurkenna hann og þá fyrst er hægt að gera eitthvað raunverulegt í honum......... 

Mér er mikið í mun að fá og mega tjá mig um þessi málefni eins og hver önnur, það er stjórnarskrárlegur réttur minn að fá að gera. Hver og einn þarf ekkert að vera sammála mér, hann þarf ekki að sýna því skilning eða finna mína gleði eða mínar sorgir, þarf ekkert að gera eða má allt gera (innan ramma laga að sjálfsögðu) það er nefnilega hans réttur líka.  

Ég er því ef til vill öfgafyllri en margir í að segja mína skoðun, mína meiningu, mina upplifun af atburðum sem margir vilja ekki heyra um, vilja ekki trúa, vilja ekki sjá en eru allt í kringum okkur og meðan ég dreg andann vill ég kenna börnunum mínum að ávallt horfast í augu við sig, sitt og sinna og takast á við það hverju sinni eins vel og aðstæður og styrkur leyfir með hjálp þeirra sem geta hana veitt.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samantekt hjá þér Inger.  Ég hef reynt að tala fyrir þessum málum núna í um 30 ár, og oftast fyrir daufum eyrum.  Það þarf virkilega að fara skoða mál fíkla upp á nýtt, sú stefna sem hefur verið hingað til er algjörlega misheppnuð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2014 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband