2.2.2014 | 21:17
Knock, knock...... who´s there!!!!!
Það er merkilegur andskoti hvað gerist bak við luktar dyr hvort sem um er að ræða í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Mikið ofboðslega er ég fegin að ég kem alltaf til dyrana eins og ég er klædd, enginn þarf að efast um að ég sé að sýna af mér einhverja falska ímynd, leika hlutverk sem mér er ekki eðlilegt, er opin (eflaust fyrir margra smekk of opin) og heiðarleg við "náunga" mína. Deili minni gleði og sorgum vonandi án þess að íþyngja einum eða neinum með minni tilveru en þykir vænt um að eiga góða að sem ekki einungis taka mér eins og ég er heldur kjósa að eiga mig að í þeirra lífi.
Á sama tíma og ég velti þessu fyrir mér verður mér hugsað til þess að svo margir ganga ekki um lífið á þennan máta, þessir aðilar eyða óþarfa orku í að spila út ímynd sem oftar en ekki er þeim mikilvægari en að reyna að finna "raunverulega" útgáfu af sér, sýnast aðrir en þeir eru í stað þess að leggja sig fram við að vera sú manneskja sem þeir vilja vera. Neikvæðu áhrif facebook er gott dæmi um þetta, fólk sem kannski er með allt niður um sig, lífið og tilveran kannski á stað sem meðal maður myndi seint skilgreina sem hamingju ástand skellir inn statusum þar sem skal sko sýna alheiminum hversu frábært lifið er í raun og veru..... jú vissulega má bera fyrir sig að þessir aðilar séu kannski að "secret-a" málið en oftar en ekki fá þeir sem til vita bara kjánahroll og eiga erfitt með slikar yfirlýsingar þeirra sem leika þennan leik. Flest okkar hafa á einhverjum timapunkti meðvitað eða ómeðvitað sett inn slíka statusa hvort sem það er í samtali eða á netinu en met ég þá sem koma hreint fram og til dyrana eins og þeir eru klæddir mikils meira en þá sem svona leikaraskap stunda.
Ég reyni að kenna börnunum mínum að koma alltaf hreint fram, það þýðir ekki að þegar bankastarfsmaðurinn spyr þig hvernig þú hafir það á degi þar sem allt hefur farið úrskeiðis, dagurinn byrjaði í árekstri, kviknaði í þvottavélini hjá þér, veskinu þínu var stolið og kaffivélin biluð og so on...... að þú eigir að bresta í grát og hella sorgum þínum yfir hana, það er alveg eðlilegt að brosa bara og trúa á það besta þegar þú svarar heiðarlega..... Hef það bara fínt! eða bara "þetta er algjörlega einn af þessum dögum og brosa svo bara" þetta telst í mínum bókum ekki vera leikaraskapur, en mikið er gott að geta hringt í mömmu og farið að hágrenja yfir því að jafn einfaldur hlutur og að kaffivélin hafi verið biluð setti mann algjörlega á hliðina, hvað þá að geta talað við hana um allt þetta mikilvæga, lífið, tilveruna, viðveruna, áreitið, ánægjuna og allt þar á milli..... já þannig samband vill ég eiga við mína nánustu, hvort sem það er fjölskylda, vinir eða meira að segja kunningjar.....
En á sama tíma og ég kem fram eins og ég er klædd er ekki þar með sagt að allir sjái eða þekki þá persónu.... bæði skynjar fólk hana misjafnt sem og hin ýmsu áhrif stjórnar því hvernig fólk sér manneskju..... sem dæmi má nefna að mjög margir ekki bara telja heldur telja sig vita að ég sé gay. ansi margar og misskemmtilegar sögur hafa sprottið upp um mig og margar hverjar alveg bráðfyndnar, en það góða er að slíkt hefur aldrei svo mikið sem böggað mig í eina sekúndu af mínu lífi...... og hef ég alltaf sagt að "aumur er sá maður sem ekki er um rætt" þannig að ég lifi það vel af að heyra allar þær sögur sem af mér fara, breytir engu um hver ég er og hvað ég stend fyrir, eyði ekki orku í að leiðrétta þær, séu þær rangar, né velta því mikið fyrir mér hvernig þær urðu til. Hef svo sem alltaf sagt ef þú ert í einhverjum vafa spurðu þá bara viðkomandi, svo það á allt eins við hérna....ef þú hefur áhuga veistu hvar mig er að finna :)
eigið yndislegan sunnudag kæru mín og njótið lífsins ALVEG EINS OG ÞIÐ ERUÐ..... í allri ykkar dýrð!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.