20.11.2013 | 13:15
ungviðin og yndislega kæruleysið :)
Mér verður hugsað til fyrstu skrefa minna í fjölskyldulífinu, vissulega kæruleysislega fljótt rokið í málið. Ég og barnsfaðir minn hlupum eiginlega alveg yfir falska tímabilið (þetta yndislega tímabil þar sem allir eru spari útgáfan af sjálfum sér, enginn leysir vind, líta oftast út eins og kvikmyndastjörnur og alls ekki andfúlir) yfir í stig sem kannski ekki ætti að koma þar á eftir.... ógleði, þyngdaraukning og mjög svo öflugar hormónasveiflur tóku við, þegar væntanlegur faðir vildi bara grilla steikur meðan væntanleg móðir gat rétt svo slafrað í sig disk af kókópuffs.... nokkrum skrautlegum mánuðum síðar og þónokkrum óþolinmæðisdögum og vikum of seint tókst að koma frumburðinum í heiminn.
dauðþreytt, útbólgin af bjúg (og á líkampörtum sem ég vissi ekki að gætu stækkað svo mikið sökum vatnssöfnunar) blóðlítil, alltof þung (self inflicted I add), krúnurökuð (klíni því á hormónaójafnvægi meðgöngunar) reyndi ég að fagna komu þessara yndislegu mannveru. Átti auðvitað þessa NORMAL daga nýbakaðrar móður ..... brjóstagjöf var nýtt og asnalegt fyrirbæri sem ég hafði ENGA ánægju af en það mátti auðvita ekki segja, svaf illa, grét ýmist yfir ójafnvægi hormóna eða svefnleysis eða bara vegna þess að hinn nýbakaði faðir fannst ógeðslega ljótu knickerbox nærbuxurnar mínar ljótar (sem var það eina sem ég passaði nokkurn veginn í eftir ógeðslega sexy netanærunar sem ég notaði á bleyjutímabilinu MÍNU) já þetta var vissulega skrautlegur tími en sem betur fer afskaplega yndislegur inná milli og þegar maður horfir til baka getur maður ekki annað en brosað og jafnvel hlegið af þessu öllu saman og þegar öllu er á botninn hvolft svo fullkomlega EÐLILEGT og nánast allar konur eiga svipaðar sögur.
á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum þetta allt á tíma þegar þroskinn var vissulega minni en hann er í dag, kæruleysið var meira og allt þar með að mínu mati auðveldara en ég ímynda mér að það væri í dag ef ég væri að feta þessi fyrstu spor mín núna. Þegar frumburðurinn æfði hlaup í sófanum vissi ég svo sem alveg hvað myndi gerast en ég var ekkert í taugaáfalli þegar álfurinn hljóp fram af sófanum með tilheyrandi meiðslum og grátri, í dag væri ég eflaust með "ömmuviðbragðið" eins og ég kýs að kalla það og löngu búin að stoppa kjánann áður en hann færi sér að voða :)....... þessi tvö krýli sem ég og barnsfaðir minn komum í þennan heim eru nokkuð heil á líkama og sál (enn sem komið er) með viðeigandi fjölda af örum og ummerkjum þess að hafa rekið sig á nokkrum sinnum í lífinu og fyrir það er ég afskaplega þakklát.......
en núna bara að vonast til þess að eitthvað lifi af þessu kæruleysi mínu fyrir komandi unglingsár barna minna, því þau ár eru komin og nóg eftir að gera :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.