internetsían....Proper planing prevents piss-pour performance

Mikið getur internet dating fyrirbærið verið broslegt og grátlegt fyrirbæri, var aðeins búin að dippa tánum í þennan heim eins og áður sagði uppfull fordómum og lagði fyrirbærið aðeins á hilluna en tók það niður úr hillunni aftur núna til að fagna ári mínu sem A SINGLE WHITE FEMALE....

 

Sem betur fer hef ég ennþá ótrúlega mikinn húmor fyrir þessu öllu saman en eftir að hafa horft á myndbandið sem er hérna að neðan sá ég að á einhverjum tímapunkti væri kannski viturlegt að massa smá dýpri hugsun í þetta... (skiljið það að loknu myndbandinu)

að því sögðu þá hef ég nú ekki lagt mjög djúpa hugsun í þetta mál, bara opnaði profil (á dönsku) skellti inn nokkrum mjög svo ólíkum myndum af mér (ein krúnurökuð, ein með sítt hár, ein stutthærð, ein í grímubúning og ein í fjallgöngu) svona til að sýna the true me...jafn breytileg og veðrið á Íslandi. Textinn er mjög stuttur og einfaldur (kannski sökum tungumálsins og líka bara lagði ekki mikla hugsun í málið í byrjun og ekki búin að "analyse"a textann þannig að ég maximize-i líkur mínar á góðu eintaki úr þessum hafsjó....það kannski kemur í framhaldinu af þessum skrifum!!!!

En það fyndna er að á sama tíma og ég leyfi mér að hlægja af svo mörgu úr þessum heimi þá er svo margt þarna sem er eigilega hálf broslega grátlegt. Ég byrjaði þarna inni með fyrirfram ákveðna hugmynd um hvað ég vildi, samt meira byggða á því sem ég vill ekki og án nokkurs annars en að ýta á nokkra hnappa og velja er ég búin að velja og hafna án nokkurrar eftirsjáar eða jafnvel leitt hugann af því fyrr en núna... það að eiga það á hættu að vera mjög svo unpoliticly correct þá læt ég það flakka hverja mínu fyrstu síur voru, margar hverjar hrikalega yfirborðskenndar og asnalegar og virka kannski ennþá asnalegri þegar ég ber þær saman við þau svör sem ég hef stundum fengið....

hérna er listinn

 

  • Enginn undir 180 cm (og þar með var ég búin að útiloka mjög svo stórt hlutfall manna á þessari síðu sem ég vafraði um)
  • Helst þyngri en ég (wishfull frekar en mjög ströng skilyrði)
  • Verður að vera með mynd (fyrirfram búin að ákveða að það sé giftur maður að halda framhjá ef svo er ekki)
  • Ef eitthvað í skrifum hans fær mig til að brosa og sér í lagi hlægja þá skrifa ég bréf(t.d einn gaur sagðist elska Mörgæsir..... og skildi að það væri ef til vill mjög broslegt... fyrir mér var þetta bara svo yndislega honest að hann fékk bréf.... reyndar hafði ekki sömu kurteisisreglu og ég og svaraði ekki)
  • Allir sem senda mér skilaboð (um eitthvað annað en að sleikja á mér tærnar eða þaðan af hallærislegri hluti) fá svar, þótt það sé ekkert annað en takk fyrir póstinn, en ég hef ekki áhuga á neinu meira :)
  • Engir frá heitu löndunum (ætla ekki einu sinni að reyna að verja þetta með neinu öðru en má víst ennþá velja fyrir mig sjálfa)
  • Enginn undir 30 ára....og er búin að sjá það að 78 er eiginlega aðeins of þroskað fyrir mig.
  • Ekki vera með lengri sakarskrá en ég :)
svo kemur svona "maybe/preferably" listinn
  • helst að eiga börn (þótt að 6 séu kannski aðeins of mikið af hinum góða) eða langa ekki í börn (ekki mikin áhuga á frekari barneignum)
  • langa ekki að eignast fleirri börn (það að segja ekki önnur en þau sem eru þegar fædd)
  • Vera með markmið í lífinu
  • toppstykki sem virðist virka í flestum tilvikum ágætlega
  • eiga eða langa í hund (ekki aðalatriði)
  • ekki metro
  • helst svona manly man, ekki boyish....
mér finnst þessi listi ekkert hræðilegur og fínt að hafa smá markmið þegar maður leggur af stað. En á sama tíma og ég hef rekið mig á fáranleika þess að byrja með svona "lista" þá sé maður búin að útiloka ofboðslega stóran hóp manna án þess að gefa einstaklingnum tækifæri. Þar fyrir utan að mér fannst allt í lagi að útiloka einhvern sökum hæðar þá finnst mér alveg hrikalega hlægilegt að einn gaurinn sem ég var komin svo langt með að spjalla mikið við bakkaði alveg út úr dæminu vegna þess að ég er með húðflúr!!! er þetta ekki nákvæmlega sami hluturinn bara borinn fram á ólíkan máta? mátti manngreyið ekki alveg hafa þessa skoðun alveg eins og ég hafnaði kynbróðir hans vegna þess að hann var 1 cm lægri en hann, er það eitthvað verra sem hann gerir af því að það snýr að mér sjálfri eða er ég líkt og svo margir aðrir bara hugsunarlaus gagnvart því að sjá það svo.. fyrir mér er þetta nákvæmlega sami hluturinn og er að vissu leyti algjörlega í lagi og í hinn partinn hrikalega fordómafullt, yfirborðskennt og down rigth hallærislegt.  En hvernig skal þá standa að þessu fyrirbæri, á ég til þess að gefa ekki undan eigin hugmyndum um mögulegt mát við mig í þessum leik að halda bara áfram ótrauð eftir listanum góða (og sorglegt er hann lengist bara eftir því sem ég skoða þetta betur) eða ætti maður kannski að opna hugann aðeins betur og gefa kannski fleirum tækifæri og í raun virða eigin ósk um að kynnast fólki út frá persónu en ekki útliti og spila boltann svo þaðan. Eða er ég í raun jafn yfirborðskennd og allir aðrir að geta ekki litið fram hjá því að maðurinn sé kannski jafnhár og ég (eða jafnvel minni) til þess að geta vakið upp áhuga hjá mér.....Brátt miðaldra kellingu sem er útúrtattooveruð,1 lögskilnað, aukakíló og hvað það sem telst kannski ekki beint vera "1.st choice" einhvers, hneykslast á því að það skuli vera check off atriði á lista einhvers annars. Það að karlmenn sem í mínum dómhörðu augum og skilningi eru svo víðáttufjarri því að eiga nokkur séns skulu leyfa sér að lýsa yfir sínum áhuga á Íslensku gyðjunni eigi nokkuð annað skilið en virðingu mína og kurteisi er fyrir mér algjört forgangsatriði (þar utanskil ég perrana....er ekkert að eyða orku í að vera kurteis og útskýra fyrir þeim að atriði eins og "nei veistu mynd af neðri hluta líkama þíns vekur engan áhuga hjá mér og alls ekki söknuð, þökkum pent fyrir einstaklega mannskemmandi mynddreifingu á sama tíma og ég afþakka öll frekar samskipti" ...þeir verða bara að lesa í þögn mína sjálfir.
 
nei held að maður verði kannski bara að spá aðeins í þessu máli öllu, hverjar eru þínar væntingar, hverjar skipta raunverulega máli, hverjar eru A, B og jafnvel C þarfir og vinna kannski út frá því enda P-in 5 góð hérna eins og í öllum þáttum lífsins....... en þetta þarf ég gamla skvísan að læra á eins og svo margt annað. Mikið hrikalega var það einfaldara bara að detta í það, sofa hjá einhverju saklausu greyi svo úturdrukkin að hvorugt myndi nokkuð, ákveða svo í framhaldi hvort maður hefði nokkurn áhuga á eintakinu eftir það og vinna svo út frá þeim forsendum!!!!!! eða hvað var það ekki bara einfalt því að sú leið var farin á tíma þegar hormónar og heilaleysi réði öllu í leit að heppilegum maka, jú ég held að svo hafi verið. Amk næstum tveimur áratugum seinna og voandi pínulítilli visku og sellum síðar finnst mér sú leið hvorki einföld og hvað þá eftirsóknaverð svo ég læt það algjörlega vera.
 
 
ég amk finnst ég þurfa að hugsa þetta mál eitthvað aðeins betur áður en lengra er haldið .... En hugsa að ég taki ekki Amy vinkonu mína alveg til fyrirmyndar eins og sést í myndbandinu góða en þó hægt að læra mikið af því og hefur vissulega gefið mér ástæðu til frekari skoðunnar.
 

 

 

 já the hard livings of a single white female :):)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband