3.10.2013 | 23:27
Að skora mörk!!!!
Að setja mörk og halda þau er eitthvað sem við gerum all flest á mörgum sviðum í okkar lífi, við ákveðum okkar eigin mörk og þau eru jafn mörg og þau eru misjöfn og við virðum okkar eigin mörk misvel eftr mismuandi aðstæðum. Sumir eru ótrúlega færir á þessu sviði í sínu faglega lífi en þegar það kemur kannski að einkalífinu þá er kannski sá hinn sami aðili með öllu ófær um að setja mörk og ef hann kannski nær að setja þau þá brýtur kannski sá hinn sami ævinlega sín eigin mörk, það fyrirbæri er afskaplega mannskemmandi til lengdar.
Fyrir meðvirka manneskju er þessi lína ofboðslega óskýr, í mínu tilviki er ég engin undantekning þar á. Ég hef mjög oft séð hvaða mörk ég þarf að setja, hef séð hvernig að virða þau mörk þá sé ég að gera það besta fyrir mig hverju sinni, en iðulega hef ég sjálf brotið þau mörk sjálf vegna þess að halda þau var mér sjálfri svo erfitt, fannst ég stundum hreinlega vera vond, og þá var ég alls ekki að horfa að ég væri að vera vond við mig sjálfa heldur var ég að vera VOND við alla hina. En í óteljandi tilfellum,og mörg þeirra eru á dagatali sem blasir vel við mér, virti ég engan veginn mín eign mörk. Í all flestum tilvikum get ég ekki einu sinni sagt að það hafa verið "óvart" eða í hugsunarleysi, í all felstum tilvikum var það bara eins og feitur maður á Mc-D sem seldir sér hugmyndina um að það væri ekkert óhollt að fara á Mc-D ef hann bara fengi sér salat....en áður en kauði var búinn að panta var komin Big Mac máltíð með stórum fröllum og flurry on the side, öllu slafrað í sig og ekkert eftir nema vanlíðan yfir máltíð sem var jafn næringarrík og pappír úr endurvinnslutunnu.
En það að setja sér mörk á ekki að snúast um vont eða gott, heldur um eigin vellíðan. Fyrir meðvirka manneskju reynist það mjög erfitt að sjá það og finna í fyrstu en heildarmyndin blasir við ef maður nær að horfa svo lengi á málið. Á mörgum sviðum á ég ekki í neinum erfiðleikum með að setja mín mörk og hvað þá að halda þeim (hvaðan haldið yður að frasinn "sálarlaus djöfull með hjarta úr steini" komi) en svo á öðrum á ég jafn erfitt með að setja mörk og það væri fyrir Hitlar að knúsa gyðing.
Góð kona lánaði mér bók og ræddi við mig í alls ekki langa stund (á mælistiku alheimsins) um bæði bókina og fyrirbærið að setja sér mörk og var ánægjulegt að sjá hvað hún hafði uppskorið úr sinni vinnu og hvatti mig til að byrja mín skref, oftar en ekki þung skref en mikið ofboðslega eru þau góð þegar þau fara að gefa af sér. Smátt og smátt finn ég sjálf hvernig þungu fargi er lyft af herðum mínum þegar ég stíg þessi hollu og góðu skref, með plástur og tape hingað og þangað eftir að hafa hrasað í brekkunni. En ótrauð held ég áfram samt, eitt skref í einu þótt það sé stundum bara hænufet.....
það fyrsta í þessum málum eins og öllum er að átta sig á vandanum, þá fyrst er hægt að gera eitthvað í málinu. Þegar vandinn er viðurkenndur kemur næsta skref, það er að leita leiða til lausna, það er sem betur fer haugur af fólki búið að fara í gegnum þetta á undan þér þannig að í staðinn fyrir að finna upp hjólið þá er um að gera að læra af því og nýta sér það. Næsta skref er svo að finna út hvernig hægt sé að vinna að lausn fyrir sig sjálfa/n og það að lesa eina bók og halda að maður sjái ljósið jafn skýrt og mormóni í Biblíubúðum er álíka heimskulegt og að halda jól í júlí. Róm var ekki brennd á einum degi frekar en hún var byggð og það tekur tíma og vinnu að breyta venjum sínum ef vel á að takast, gefðu þér tíma og ekki "refsa" þér fyrir það að það takist ekki í fyrstu tilraun. Það er engin ástæða til þess að gefast upp...... þegar þú ferð að sjá litlu fræin þín vaxa í jarðvegi sem þú skapar sjálfur mun léttirinn og vellíðan þín koma og allt verður bara einhvern veginn örlítið betra.......
og mundu betra er best!!!!
more to come.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.