1.10.2013 | 09:24
Ertu eitthvað pirripirripúpú???
Lenti mjög nýlega í því að ég varð svo pirruð að Pollyanna bara hoppaði um borð í express flugvél í kringum heiminn og kom ekki til baka fyrr en c.a 4 tímum síðar þegar ég var búin að láta allan þennan tíma eyðileggja skap mitt og einbeitingu, pirraðri en andskotin yfir atburðum sem ég hafði enga stjórn á né skapaði ....og það sem pirraði mig allra mest var að ég hafði ekki betri stjórn á sjálfri mér en það að ég léti þetta hafa svona hrikalega neikvæð áhrif á mig. Það var engum að kenna nema mér sjálfri!!!!
það að ég skuli hafa leyft mér að missa kúlið var engum að kenna nema mér sjálfri.
það að ég skulu hafa brugðist svona við er engum að kenna nema mér sjálfri.
það að ég gat ekki einbeitt mér og var umhverfi mínu ómöguleg er bara mér sjálfri að kenna.
....... þegar ég svo loksins sá það í pirrings kasti mínu náði ég að hringja í Pollyönnu og koma henni heim aftur, við tvær settumst yfir málið og ákváðum að læra af þessu, finna leiðir til þess að mögulega koma í veg fyrir svona viðbrögð aftur og muna hvernig við ætlum að takast á við aðstæður sem þessar og muna um fram allt að bæði skapaði ég þær og ber ábyrgð á því að koma mér úr þeim aftur. Einungis ég get valið hvernig ég bregst við áreiti og passað að missa ekki boltann margoft.
bæði ég var vandinn og lausnin, sem oftar en ekki en ekki nákvæmlega það sem málið snýst um.
ég vona að ég læri fljótt og æfi mig í að horfa á lausnina hverju sinni en ekki dvelja í vandanum sjálfri mér og umhverfi mínu til ómældrar ánægju.
já batnandi mönnum er best að lifa, Pollyanna og ég kveðjum að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.