Léttur laugardagur!!! Cleaning house !!!

Eins og flestar myndalegar (hóst,hóst) húsmæður þá var þessi laugardagur ekkert ólíkur öðrum húsfreyjum sem ekki fá að njóta 2007 fýlingsins og hafa hreindýr í vinnu, eytt í þrif (í bland við aðra skemmtilega hluti).... Byrjað var á þrifum á bílnum, svo var öll höllin tekin í gegn og svo bara endað á smá fíniseringu á húsfreyjunni sjálfri.... öll þessi þrif fengu mig til að hugsa um þann gjörning sem "cleaning house" getur táknað.

Cleaning house, er í sinni einföldustu merkingu nákvæmlega það sem ég var að gera í dag, þrífa kastalann. Þegar allt er hreint og fínt og (nánast) allir sínir hlutir komnir á sinn stað, þvottakarfan tóm og allur þvottur samanbrotin, hreint á öllum rúmum, klósettsetan og öll umgjörð hennar skrúbbuð með svampi og klórhreinsiefni (sem nota bene á að vera skylduverkefni karlkyns mannvera allra heimilia) og allt svona "AJAX" hreint, getur maður ekki annað en upplifað gleði, vel unnið verk sem maður fær að njóta sjálfur. Vellíðunin streymir um líkamann og allt er einhvern veginn bara aðeins betra.....ef ekki bara hreinlega miklu betra!

 

en Cleaning house, er í raun og veru það sem við þurfum að gera á fleirri sviðum og ekki að ástæðu lausu að þetta engelsaxneska orðasamband er notað um allt annað fyrirbæri eða að taka til hjá sér sjálfum!!!! það getur þýtt að hreinsa til í sínu lífi eða hreinsa til hjá sér sjálfum, vinna með huga og sál og í raun fléttast þetta tvennt saman.

auðvitað er gott að fólk geri þetta reglulega, eins og við á um eðlileg heimilisþrif en oftar en ekki er miklu erfiðara að "clean house" heldur en að rumpa því af að taka til heima hjá sér.

Atburður sem þótt að hafi verið fyrir ári síðan, skilnaður minn, sparkaði í rassinn á mér að gera nákvæmlega þetta í miklu meira mæli heldur en ég hafi kannski tileinkað mér áður. Það er ekki þar með sagt að á fyrsta degi hafi ég bara risið upp úr áfalli mínu og tekið til í hausnum á mér, greint og unnið með þá hluta sem ég taldi þurfa að vinna með til þess að öðlast sátt og frið með sjálfri mér. Ég fór í gegnum (og er ennþá að) öll tilfinningarstig skilnaðar/áfalls en tel mig vera að þokast í rétta átt að því að vinna mig gegnum það, á minn hátt hver sem hann er og hvernig sem hann fullviss um að það sem ég geri hverju sinni er kannski ekki allra háttur, jafnvel ekki einu sinni "sá rétti" en fyrir mig er hann sá eini rétti hverju sinni og meðan ég upplifi og trúi því er ég að gera það allra besta sem ég get gert, ekkert meira og ekkert minna.

Ég geri það ef til vill opinberara en mörgum finnst þægilegt en það er leið sem fyrir mig er góð, og megin ástæða þess er að svo sé, er að ég vill ala upp börnin mín að enginn vetvangur hvort sem hann er í huga hverjum manns eða á öldum ljósvakans og alls þar á milli er rangur meðan við erum að vinna með okkur sjálf og taka ábyrgð á okkur, okkar lífi, okkar mistökum, okkar sigrum og svo framveigis, þá er engin ein leið rétt eða röng svo framarlega sem við vinnum úr okkar tilfinningum, okkar vandamálum, án þess að upplifa skömm, sannfærð um að við getum haldið haus ánægð með okkur sjálf. Ég kýs að taka öfgarnar kannski vegna þess að það kemur mér afskaplega eðlislegt að vera opin og algerlega laus við einhverja skömm af einu eða neinu í mínu lifi og ef að það mögulega kennir börnunum mínum vott af því viðhorfi og eiginleika þá get ég sett einn plús í kladdann hvað varðar uppeldi barna minna. Þau hafa svo aftur val á að velja sér sinn vettvang hverju sinni með ósk móður sinnar að þau amk vinni sína vinnu hverju sinni, ekki að velja sér leiðir eða aðferðir að byrgja sínar tilfinningar og upplifanir inni, hvort sem þær eru góðar eða slæmar heldur alltaf að vinna með þær á máta sem veitir þeim frið og sátt.

 

Cleaning house.... er mín leið að vinna með mitt, ég vil notast við að hreinsa til neikvætt, ekki láta neitt mygla í skúmaskoti einhvers staðar einungis til þess að láta það eitra út frá sér yfir í jákvæða hluta míns sjálfs og sú vinna hefur einugis skilað mér góðum tilfinningum, eiginlega jafn góðum ef ekki betri eins og vellíðan mín yfir hreinum og vel hirtum kastala.

 

megi þessi dagur sem og aðrir færa þér kæri lesandi tíma og frið til þess að horfa inná við, einbeita þér að því sem þú þar sérð og leiðir til þess að vera sáttur við það sem þú sér þar.

 

Ég er í dag afskaplega sátt við það sem ég sé þótt að ég viti að vinnu minni er langt frá því að vera lokið.....hún er rétt að byrja!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband