Er hamingjan handan hornsins eða er hún ef til vill beint fyrir framan nefið á þér!

Hamingjasæla eða lukka er tilfinning fyrir gleðiánægju og velferð. Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á. Hugtakið er samt mikilvægt í heimspekisálfræði og í trúarbrögðum auk þess sem markaðsrannsóknir ganga oft út á að reyna að meta hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt.

hin eilífa leit að hamingju verður alltaf til staðar og eins og kemur fram í skilgreiningu Wikipedia á hugtakinu kemur meira að segja fram að markaðsrannsóknir ganga oft út á að reyna að meta hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt..... númer 1.2. og 3 berum við ábyrgð á okkar eigin hamingju, enginn og ekkert getur gert okkur hamingjusöm, við getum upplifað gleði og hamingjutilfinningu í samvist við aðra og upplifað sama frá dauðum hlutum en þegar öllu er á botninn hvolft þá berum við sjálf ábyrgð á okkar hamingju og þar af leiðandi óhamingju. Hver og einn hefur val, hvernig hann eða hún vinnur úr valinu og tekur ábyrgð á því er undir hverjum og einum komið.

ef ég er óhamingjusöm þá er þá á mína ábyrgð að vinna í þeim breytum sem ég þarf til þess að ég geti verið hamingjusöm ef ég ekki geri það þá liggur ábyrgðin alltaf samt hjá mér að ég sé óhaminjusöm, ef ég vel ekki að vinna í þeim breytum sem ég tel þurfa fyrir mig og mína hamingju þá er alveg ljóst að mit val og einungis MITT val olli því. Enginn annar getur borið ábyrgð á því hvort þú sérst hamingjusöm/samur annar en ÞÚ...

og ekki ætlast til þess að breyta einstakling til þess að uppfylla þínar hamingjuþarfir, þú getur reynt að breyta hegðun, hlutum, aðstæðum og umhverfi en aldrei einstaklingnum sjálfum og ætti hver og einn sem það vill eða reynir að sjá fjarstæðu þess að ætla sér það.

Persónulega finnst mér þannig lagað nýjar aðstæður mínar varpa ótrúlega skýru ljósi á þennan faktor, núna er ég einhleyp og þótt að það sé ótrúlega nýtt fyrirbæri fyrir mér hefur þessi tími sýnt mér ennþá skýrar mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin hamingju. Hvorki fyrrverandi maðurinn minn né (vonandi) mögulega framtíðar maki/lífsförunautur/félagi ber ábyrgð á því hvort ég sé, hafi eða mun vera hamingjusöm. Ef ég er ekki sátt í eigin skinni, líður vel með sjálfri mér og geng kannski svo langt að segja að ef ég ekki elska sjálfa mig, hvernig í þessu veraldarríki eða næsta get ég ætlast til þess að annar aðili uppfylli þá þörf? það get ég vissulega ekki, hvorki af maka, börnum , vinum eða fjölskyldu þrátt fyrir að þessir aðilar allir séu ríkur þáttur að veita mér AUKNA hamingju í lífinu, en grunnhamingjan liggur alltaf hjá mér sjálfri.

með eðlilega sveiflum upp og niður, upplifi ég gleði og sorg, ást og hatur, hlátur og grátur, neikvæðni og jákvæðni. En get ég sagt frá botni hjarta míns og hugar að ég sé mjög hamingjusöm og því þakka ég fyrst og fremst þeirri manneskju sem ég hef að geyma sjálf, hvort sem það er samsetning DNA og/eða uppeldis eða allra annara fyrirbæra sem mótuðu mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.

þegar ég met mína eigin hamingju er ég ánægð, ég t.d er ,að ég tel, að feta mikilvæg skref í að horfa til baka og vinna með og læra og njóta fortíðar og þá einungis sé ég bjartari framtíð, sátt við mig sjálfa og ánægð að ég amk reyni alltaf að gera það besta sem ég get hverju sinni fyrir mig og mína, því að ef ég er sátt þá hef ég möguleika á að vera hjálpartæki fyrir aðra og kannski auka þeirra hamingju. Eins og áður sagði tel ég vini, maka, börn, fjölskyldu og þá sem að í lífi okkar eru vera mjög svo mikilvægan þátt að því að ég upplifi hamingju í því mæli sem ég geri, ekkert þeirra ber þó ábyrgð eða sök ef svo er ekki heldur liggur það alfarið hjá mér, en að því sögðu þá get ég ekki annað en sýnt þakklæti fyrir að vera svo lánsöm að hafa náð að safna í kringum mig hóp að fallegu fólki sem gövgar og gleður mína tilveru. Ég veit að þau eru hjá mér í anda og nánd í gleði og sorg, hjálpa mér að hafa hugreki og kjark til að taka ábyrgð á eigin hamingju og þegar ég misstíg mig í þeirri vinnu eru þau hluti af því að ég vil standa mig betur og reyni þá eftir mesta megni að finna leið aftur á rétta braut, oftar en ekki með þeirra hjálp en algjörlega á mínum forsendum og ábyrgð. 

og meðan ég man að ég sjálf ber ábyrgð á minni hamingju þá frelsa ég mig sjálfa frá allri ásökun, reiði og þörf að kasta sök á einhvern ef ég upplifi eitthvað annað en hamingju. En ég eins og flestir aðrir hef ekki alltaf stundað það sem ég veit og tala um hérna í dag, enda mannlega og geri mistök eins og allir aðrir.

en við lærum svo lengi sem við lifum og höfum alltaf rými til þess að gera betur.

 

að því sögðu vil ég óska þér kæri lesandi allrar þeirra hamingju sem ÞÚ sjálfur getur skapað.

í tilefni þess að TGIF þá væri kannski sniðugt að nota "HAPPY HOUR" stund í að spá aðeins í ÞINNI EIGIN HAMINGJU.

 over and out :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband