9.4.2010 | 14:45
Fegurðin býr í auga þess sem horfir!!!!!
er gamalt enskt máltæki og er í raun og veru skilgreining mín á þessu verkefni og nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég ákvað að bjóða fram krafta mína í þetta verkefni.
Svo ég útskýri hvernig ég sé þetta, allflestar konur horfa í spegill þegar við erum naktar og finna nánast undantekningalaust eitthvað að okkur sjálfum, er það í raun vegna þess að við erum ómögulegar eða er það vegna þess að í huga okkar er búið að búa til ímynd af konu sem er í raun og veru ekki til???
Ég get til dæmis sagt að þegar ég lít í spegilinn þá sé ég hangandi brjóst, appelsínuhúð og húðslit og allt lítur þetta einhvern veginn betur út í fötum en það er einmitt málið með þessari myndatöku. Ekki sjoppuleg eða slísí nektarmyndataka af einhverju sem við skilgreinum sem ofursexy gellum heldur venjulegum konum sem eflaust allar glíma við fatsó daga en vilja samt eiga þátt í því að breyta hugarfari almennings gagnvart fegurð.
þetta er amk mín hugsun bak við þetta og þrátt fyrir að vera svoooooo langt frá því að upplifa mig "geðveikt flotta" þegar ég lít í spegil þá kýs ég að vera ein af þessum 10 konum og takast þá jafnframt á við eigin hugrenningar um fegurð og þá væntanlega líka mína eigin fegurð...... já þar kemur málshátturinn Fegurðin býr í auga þess sem horfir sterkur inn þar sem ég er nokkuð viss um að fæstir sjá mig þeim augum en ég hef komist langt á hugsuninni "Fegurðin kemur að innan" en þar hef ég alltaf talið mig sterka á svelli (hvort sem það er svo rétt eða ekki)
áður en lokaákvörðun var tekin í málinu ræddi ég málið við 11 ára son minn og útskýrði hvað elskuleg móðir hans væri að spá með þessu verkefni og spurði þennan unga mann á mótunaraldri hvort hann upplifði það að hann þyrfti að skammast sín fyrir þetta framlag móður sinnar og hann sagði mjög ákveðið NEI að hann þyrfti ekki að skammast sín fyrir þetta...... (lets face it hann hefur nú að nógu af taka í þeim efnum þetta grey)
pælingar frá venjulegri 2 barna móður sem vonandi getur alið börnin sín tvö í þeirri trú að þau séu falleg og frábær hvort sem þau passi í fyrirfram skilgreint fegurðarmat samfélagsins eða ekki.
(that being said) þá er ég dauðhrædd við að gera þetta en er samt ánægð með að ætla að gera þetta.
Vantar hugrakkar íslenskar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.