12.3.2010 | 13:50
Réttur hvers og eins!!
Mér fannst ánægjulegt að sjá þessa frétt enda málefni sem snertir mig að nokkru leyti þótt að ég hafi verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast tvö yndisleg börn með maka mínum án nokkurra vandkvæða sem vert er að nefna.
ég nefnilega er mjög ófeimin við það að hjálpa þeim konum sem eiga við einhvers konar ófrjósemi að stríða með því að gefa mín egg. Fyrir mér er þetta bara fruma en ekki angi af mér í þeim skilningi sem ég set við börnin mín enda fyrir mér eru börnin mín, MÍN af því að ég el þau upp og elska fyrir að vera mín, ekki af því að þau eru úr mínu genamengi og af því að ég ól þau. Með það fyrir augum finnst mér svo sjálfsagt að sprauta nokkrum millilítrum af hormónum í mig og gefa einhverjum frumur sem annars vegar væru hvort sem er ekki notaðar af mér þennan mánuðinn gjöf sem veitir þeim eitthvað sem flestir þrá og ég var svo lánssöm að eignast sjálf.
í beinu framhaldi vil ég að skoðuð verði löggjöf varðandi staðgöngumæður ,eða skort þar á í raun og veru, þar sem mér finnst réttindi þeirra sem geta ekki gengið með börn og samkynhneigðra karlmanna hlunnfarin þegar kemur að lögum um staðgöngumæður.
kveðja Inger full af hormónum á leið í næstu eggjagjöf ;)
Samþykktu frumvarp um gjafaegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.