12.3.2010 | 12:51
Matur, guðsgjöf að eiga og njóta....
Eftir að hafa fundið hungrið byggjast upp eftir að hafa lesið bloggið hjá Ellu gellu http://ellahelga.blog.is/blog/ellahelga/ þá fór ég að hugsa um verkefni sem flaug í gegnum hausinn á mér einu sinni en það tengist nefnilega mat og þessum eilífa barningi að vera húsmóðir í rúmlega fullri vinnu :) (frjálslega farið með rúmlega hérna)en það er sérstaklega þrennt sem ég horfi á í því samhengi sem vekja áhuga minn
- þessar frábæru mömmu/ömmu uppskriftir sem maður fær frá þessum elskum og er svo þegar öllu er á botninn hvolft engu skrárri en þær. Þá á ég við setningar "svo skellir þú bara dash af þessu út í og smakkar svo bara til hvort það þurfi meira eða ekki", þetta hentar mér kannski ágætlega enda þekkt fyrir það að geta ekki fyrir mitt litla líf haldið mig við uppskriftir og er ansi fljót að setja mitt mark á alla rétti sem ég elda.
- þessi handhægu heimilisráð.... eins og það er hægt að nota WD 40 í nánast allt hvort sem það eru óhreinir blettir eða skortur á sleipiefni!!!
- fake it till you make it!!!!! ég er algjör sökker fyrir þessum lausnum og þegar maður rembist við að vera ofurhúsmóðir með engan tíma til slíkra verka þá er þetta málið
þessi þrjú atriði verður fókusinn minn á komandi vikum þar sem ég ætla að leyfa mér að rýna svolítið í þessi atriði.
en til þess að byrja nett þá langar mig að deila með ykkur einföldustu (og jafnframt fljótlegustu) frönsku súkkulaði köku sem til er í heiminum.......God bless america
innkaupalistinn er einfaldur : djöflakaka í pakka(Betty,shop rite eða hvað sem er), 1/2 líter af coke, súkkulaðikrem og smá af suddara (suðusúkkulaði) rjómi ef þú ert í sparistuði og strúberrís eða önnur girnileg ber :)
svo kemur ala Inger-ísk uppskrift
- kveiktu á ofninum samkvæmt fyrirmælum á pakkanum.
- Taktu innihald pakkans og skelltu því í skál, sullaðu 3/4 til öllu kókinu í kökuna (ég nota sjaldnast fulla flösku) og hræðu saman með þeytara/gafli/skrúfjárni eða bara því sem liggur við hendina.
- vippaðu sullinu í eldfastmót eða kökumót (fyrir þá sem nenna er hægt að kaupa svona olíu í spreybrúsa og úða því á bökunarmótið.....þetta geri ég í svona 50% tilvika og kannski endilega af því að ég nenni því ekki, heldur meira af því að ég gleymi því og virðist ekki vera krúsjalt)
- hentu kökunni í ofn
- meðan kakan er að bakast getur þú tekið kremið sem þú keyptir (svona ready made súkkulaðikrem) og sullað því í pott+smá rjómi+smá suðusúkkulaði, hrærir þetta saman og hitar aðeins upp (þarf ekki að sjóða eða neitt slíkt. Ef þú vilt ekki nota svona krem er ótrúlega júsí að sulla saman íslensku eðalsmjöri, púðusykri (c.a sömu hlutföll) og svo þegar það hefur bráðnað setur maður smá rjóma út í og hitar svo upp og vippar á kökuna þegar það á að bera hana fram (en þetta er aftur helgarútgáfan af þessari köku...ekki svona vippa fram heimabakaðri köku á 20 mín.
- skerðu niður berin eða hafðu þau klár í að borða með kökunni.
- Fylgstu með kökunni (hún bakast í svipaðan tíma og gefin er upp á umbúðum en hún lyftist ekki á sama hátt og verður alltaf blaut (þó munur á blautri köku og hrárri)
- þegar kakan er tilbúin er henni kippt út úr ofninum, látin kólna aðeins svo er kreminu vippað á og borin fram með berjum/ís/rjóma eða bara kaldri mjólk.........
klikkar ekki og tekur aksjúlí bara tímann sem það tekur að baka hana í ofninum
Quick and easy er málið :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.